Færslur: 2013 September

15.09.2013 14:21

Rystadholmen N-46-VV


          Rystadholmen N-46-VV, í Svolvaer, Noregi © mynd shipspotting, frode adolfsen, 25. ágúst 2013

15.09.2013 13:25

Roy Kristian


             Roy Kristian, í Svolvaer, Noregi © mynd shipspotting, frode adolfsen 23 ágúst 2013

15.09.2013 12:30

Rússneskt herskip


                                                   Rússneskt herskip © mynd AFP

15.09.2013 11:30

Smári, tekin á land á Hólmavík


            Smári, tekin á land á Hólmavík © myndir Jón Halldórsson, nonni.123.is   12. sept. 2013

15.09.2013 10:30

Fuglalíf á Vatnsnesi

Ekki veit ég hvað marga tugi eða jafnvel hundruði mynda ég hef tekið frá Vatnsnesi í Keflavík af bátum og skipum. Fátítt er hinsvegar að ég skoði það sem fyrir augun ber í fjörunni þar, en það gerði ég í gærmorgun og tók þá þessar myndir.


             Fuglalíf á Vatnsnesi, í Keflavík © myndir Emil Páll, í gærmorgun, þ.e. 14. sept. 2013

15.09.2013 10:00

Makrílbátum fer fækkandi

Undanfarna daga hefur þeim fækkað bátunum á makrílveiðum, a.m.k. þeim sem hafa verið á veiðum í nágrenni Keflavíkur svo og þeir sem verið hafa á Stakksfirði og í Garðsjó. Eru sumir þeirra nú komnir á bolfiskveiðar og aðrir að búa sig út á slíkar veiðar.
Notuðu margir þeirra slæma veðurspá fyrir komandi daga til að fara síðdegis í gær til heimahafnar, hvort sem það var austur, eða vestur.
Enn eru þó nokkrir í höfnum Reykjanesbæjar, enda eru nokkrir veiðidagar eftir, þ.e. ef brælan gengur yfir, en veiðitímabilið rennur út n.k. föstudag.

Hér birti ég myndir af bátum á veiðum út af Helguvík í gærmorgun.
             2813. Magnús HU 23, 1637. Stakkavík GK 85, 2381. Hlöddi VE 98, 2500. Guðbjörg GK 666, 1516. Fjóla GK 121 og 1914. Gosi KE 102, út af Helguvík, í gærmorgun  © myndir Emil Páll, 14. sept. 2013

15.09.2013 09:28

Zemgale, í Helguvík í morgun
                    Zemgale, í Helguvík, í morgun © myndir Emil Páll, 15. sept. 2013

15.09.2013 08:45

Okino GY 689


                                Okino GY 689, í Goole UK © mynd shipspotting PWR

15.09.2013 08:00

MIDSJO

 

             Midsjo, er langt í frá fallegt skip en það er í eigu rússa © mynd Baldur Sigurgeirsson, úti fyrir Dakhla, í ágúst 2013

15.09.2013 07:00

Dýrindal TG 7, smíðaður hjá Ósey í Hafnarfirði

Þetta er einn hinna fjölmörgu báta sem Ósey í Hafnarfirði sá um að innrétta og fullklára, en skokkurinn kom frá Póllandi.


            Dýrindal TG 7, smíðaður  hjá Ósey í Hafnarfirði © mynd Skip og bátar í Klaksvík, Kiran Jóanesarson, 14. sept, 2ö13

14.09.2013 22:20

Á síðustu dropunum - Ferð Víkings KE 10 frá Skagaströnd til Keflavíkur

Í gær lögðu tveir menn af stað frá Skagaströnd með Víking KE 10 og var förinni heitið til Keflavíkur, með viðkomu á Rifi til að taka olíu.

Annar þessara manna hafði verið í ferðalagi á Hofsósi er ósk kom um að hann sigldi bátnum með hinum þessa leið og var sá fyrrnefndi skipstjórinn í ferðinni.

Gekk 1. áfanginn að Rifi nokkuð vel þrátt fyrir að bræla hafi verið er þeir sigldu fram hjá Vestfjarðarkjálkanum. Komu þeir í nótt á Rif og ætluðu að taka þar olíu, en þá kom babb í bátinn, þar sem þeir voru með kubb en ekki olíukort og gátu því ekki fengið olíu, því þarna gilti aðeins kort. Tók skipstjórinn því þá áhættu að sigla til Keflavíkur, þrátt fyrir litla olíu, enda var hagstætt veður á leiðinni og þeir vissu að á miðjum Faxaflóa væri stærri bátur frá útgerðinni að veiðum. Var því siglt á hægari ferð, en annars hefði verið gert. Er þeir voru farnir að nálgast Garðskaga sögðu þeir í símtali við land að þeir væru nánast farnir að sigla á gufunni.

Hvað sem því líður þá tókst þeim að komast í Grófina í Keflavík og stóð ég við hlið bátsins, þar sem rétt var búið var að binda hann, er vélin drap á sér sökum olíuleysis. Þannig að þarna skall hurð nærri hælum, en allt tókst þó vel.

Hér eru myndir af bátnum í morgun þegar hann var kominn inn á Keflavíkina, á leið sinni í Grófina.

               2426. Víkingur KE 10, siglir inn Keflavíkina með stefnu á Grófina, í morgun


                                  Hér hefur hann beygt að innsiglingunni í Grófina


                  Hér er hann nánast kominn að Grófinni og Hólmsbergið í baksýn


           Hér er 2426. Víkingur KE 10, að koma inn í Grófina, í Keflavík í morgun © myndir Emil Páll, 14. sept. 2013

 

AF FACEBOOK:

Þorgrímur Ómar Tavsen Ef veðrið hefði nú verið svona gott alla leið, þá væri maður ekki með strengi í dag. 

14.09.2013 22:08

Karino R-1-ST


            Karino R-1-ST,  í Svolvaer, Noregi © mynd shipspotting frode adolfsen, 28. ágúst 2013

14.09.2013 21:19

Mærsk Resolve, í Norðursjó og þyrlulending þar


               Mærsk Resolve, í Norðursjó og þyrlulending þar  © myndir  Einar Örn Einarsson, 6. sept. 2013

14.09.2013 20:38

Nýr Kristinn SH kom til Ólafsvíkur í dag


Frá: Heiðu Láru, á Grundarfirði:

Nýr Kristinn SH 812 kom til heimahafnar í Ólafsvík í dag, báturinn var smíðaður fyrir útgerð í Belgíu, sem stundaði kolaveiðar, en þegar báturinn var tilbúinn og kominn út hrundi veiðinn og báturinn því lítið notaður. Keypti Breiðavík útgerðin hann í vor og sigldu honum til Íslands í júní, hefur hann verið í breytingum fyrir sunnan síðan þá.

2860. Kristinn SH 812

 

14.09.2013 20:21

Júpiter FD 42


                Júpiter FD 42, á Tvøroyri, í Færeyjum © mynd skipini.fo. Reidar Simonsen, 17. ágúst 2013