Færslur: 2013 September

13.09.2013 22:23

Keilir II AK 4, verður Óli G. ÍS 112, frá Flateyri, kominn til Sólplasts - syrpa

Eins og ég sagði frá í gær stóð til að Keilir II AK 4 væri á leiðinni til Sólplasts í Sandgerði þar sem byggja á hann skýli sem fyrsta áfanga í yfirbyggingu. Báturinn hefur nú verið skráður sem Óli G. IS 112, með heimahöfn á Flateyri.

Birti ég nú mikla myndasyrpu af bátnum sem tekin er á þremur dögum. Fyrstu myndirnar eru af honum við bryggju í Sandgerði sl. miðvikudag, en þá stóð til að vinna verkið við bryggju þar, en frá því var horfið, þar sem mikil úrkoma er í kortunum og því var honum siglt til Njarðvíkur og í morgun var hann tekinn upp í Gullvagninn hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur og fluttur til Sólplasts í Sandgerði.

Birtast svolítið öðruvísi myndir er oftast hafa birtst af bátum í slíkum flutningum, en allt um það hér fyrir neðan.
               2604. Keilir II AK 4, við bryggju í Sandgerði sl. miðvikudag, þann 11. sept. 2013 og á fyrstu myndinni sjást Kristján Nielsen hjá Sólplasti og Sigurður Aðalsteinsson útgerðarmaður.                Hér er báturinn við bryggju í Njarðvík, í gær, 12. sept. 2013 
                Báturinn, í Gullvagninum í Njarðvíkurslipp í morgun, 13. sept. 2013


                 Á leið til Sandgerðis með lögreglufylgd rétt um hádegisbilið í dag
                                           Komið til Sandgerðis
                            Komið til Sólplasts og lögreglufylgd lýkur
                  Báturinn kominn þangað sem hann mun vera næstu vikurnar


                 Svona mun báturinn standa meðan á smíðum stendur

                    © myndir Emil Páll, 11., 12. og 13. september 2013


 

13.09.2013 22:12

Skúta á Siglufirði


                     Skúta á Siglufirði í dag © mynd Hreiðar Jóhannsson, 13. sept. 2013

13.09.2013 21:16

Grind í Færeyjum
                Grind út fyri Froðbiarnípu © mynd Føroyski Skipsportalurin 26. ágúst 2013

13.09.2013 20:18

Bourbon Rainbow, glænýtt trédekk

,,Glænýtt trédekk, eitthvað annað en fúasprekin frá Kína" segir Einar Örn Einarsson.


              Bourbon Rainbow, með glænýtt trédekk - eitthvað annað en fúasprekin frá Kína © myndir og texti Einar Örn Einarsson, 6. sept. 2013

13.09.2013 19:18

Keilir SI 145 og skúta


              1420. Keilir SI 145 og skúta, á Siglufirði í dag © mynd Hreiðar Jóhannsson, 13. sept. 2013

13.09.2013 18:18

Sigurbjörg ÓF 1


             1530. Sigurbjörg ÓF 1, á Siglufirði, í dag © mynd Hreiðar Jóhannsson, 13. sept. 2013

13.09.2013 17:24

Akureyri í dag: Árni Friðriksson RE 200, Perla, Björgvin EA 311 og Anna EA 305


          2350. Árni Friðriksson RE 200, 1402. Perla, 1937. Björgvin EA 311 og 2870. Anna EA 305, á Akureyri, í dag © mynd af vef Akureyrarhafnar, 13. sept. 2013

13.09.2013 16:25

Geysir og Ísafold, ásamt Ligrunn H-333-F ex Geysir

Eins og flestir þeirra sem komnir eru yfir miðjan aldur vita, er að útgerð sú sem átti bátanna Ísafold og Geysir í Hirtshals, er sprottinn upp af íslendingnum Árna Gíslasyni, skipstjóra. Nú birti ég myndir sem tengjast þeirri útgerð.


              Geysir og Ísafold í Hirtshalshavn, Danmörku © mynd Guðni Ölversson, 1999


                                Ligrunn H-333-F ex Geysir © myndir liegruppen.no

 

AF Facebook:

Guðni Ölversson Gaman að þessu félagi

13.09.2013 15:30

Polar Amaroq GR 18-49, til Helguvíkur í hádeginu í dag

Hér kemur smá myndasyrpa sem ég tók í hádeginu í dag er skipið kom til Helguvíkur.
              Polar Amaroq GR 18-49, í Helguvík, í hádeginu í dag © myndir Emil Páll, 13. sept. 2013

13.09.2013 15:04

HvAÐ ER HÉR Á FERÐINNI? - KEMUR Í LJÓS Í KVÖLD


                         HVAÐ ER HÉR Á FERÐINNI? KEMUR Í LJÓS Í KVÖLD

                                                 © mynd Emil Páll, 13. sept. 2013

13.09.2013 14:25

Hraðbátur Skúla


                  Hraðbátur Skúla Mogensen, forstjóra WOW Air, af gerðinni Champion Allante S565

13.09.2013 12:15

Frá Ísafirði


                                 Frá Ísafirði © mynd Jónas Jónsson, í ágúst 2013

13.09.2013 11:08

Bryggjublómið í slipp í Stykkishólmi

Jón Páll Jakobsson, birtir þetta á heimasíðu sinni, í gær:

Eftir að undirritaður kom heim (eða í heimsókn til íslands) frá Noregi, var hafist handa við að koma sjálfu bryggjublóminu í slipp til Stykkishólms, svo núna á síðasta sunnudag á milli lægða var skroppið suður eftir og á mánudaginn var báturinn tekin upp og allar skoðanir framkvæmdar báturinn botnmálaður og sinkaður en ekki var lagt út í frekari málingavinnu því veður bauð nú ekki upp á það. 


         1951.  Andri BA 101 kominn upp í slippinn hjá þeim Skipavíkurmönnum

 

 

                 Hér er búið að botnmála og allt tilbúið til að setja niður

 

 Þess má geta að nú er tvo ár síðan Andri var síðast í slipp í Skipavík og á þessum tveimur árum hefur báturinn farið í 57 róðra sem gerir rúmir tveir róðrar í mánuði þennan tíma svo ekki hefur notkunin verið mikill á honum. Í þessum 57 róðrum höfum við fiskað 157 tonn af rækju og 7,3 tonn af þorski. Eða 2,877 tonn í hverjum róðri. Má segja þetta sé rétt rúmlega tveggja mánuða notkun á tveimur árum.

En nú er Andri BA-101 klár fyrir næstu rækjuvertíð  ef svo skemmtilega vil til að Hafrannsóknarstofnun finni rækju þegar þeir koma að rannsaka hérna en áætlað er að þeir verði hérna 8. okt.


                         Á leiðinni til Bíldudals. Þessi var tekin við Skor

        © myndir og texti: Jón Páll Jakobsson, nú fyrir nokkrum dögum

13.09.2013 10:20

Keilir II AK 4, eða Óli G. ÍS 112, Bjössi RE 277 og Magnús HU 23, í Njarðvík, í gær


           2604. Keilir II AK 4, eða Óli G. ÍS 112, 2553. Bjössi RE 277 og 2813. Magnús HU 23, í Njarðvík, í gær © mynd Emil Páll, 12. sept. 2013

13.09.2013 09:20

Farsæll GK, hættur í Buktinni

Þeir á Farsæli GK 162, rituðu eftirfarandi á heimasíðu sína þann 11. sept. sl.: Farsæll er núna kominn í heimahöfn,Grindavík. Flóaævintýrinu er lokið í ár. Sáttur við aflann úr flóanum,en við viljum meira.


               1636. Farsæll GK 162, kominn til Keflavíkur, tilbúinn fyrir dragnótarveiðar í Buktinni, sem hófst um mánaðarmótin, nú hættur þeim veiðum, eins og fram kemur fyrir ofan myndina © mynd Emil Páll, 30. ágúst 2013