Færslur: 2013 September

04.09.2013 12:35

Svala Dís KE 29, Æskan GK 506 og Signý HU 13

Missagt var hjá mér að bátanir hafi tvístrast í morgun, því nú í hádeginu var enn fjöldi báta að veiðum við hafnargarðinn í Keflavík og þar fyrir innan svo og við Vatnsnesið og í Keflavíkinni.


         1666. Svala Dís KE 29, 1918. Æskan GK 506 og 2630. Signý HU 13, við hafnargarðinn í Keflavík í gær © mynd Emil Páll, 3. sept. 2013

04.09.2013 11:13

Svala Dís KE 29

Eins og fram koma hjá mér í gær bæði á myndum og eins í rituðu máli, var skemmtilegt sjónarspil utan við Hafnargarðinn í Keflavík þar sem fjöldi báta voru að veiðum á makríl. Fyrst í morgun endurtók leikurinn sig, síðan hafa bátarnir tvísrast nokkuð og eru sumir þeirra út af Sandgerði, en aðrir við Helguvík og út af Keflavík.

Þessar myndir tók ég í gær af Svölu Dís, á veiðum við endann á hafnargarðinum í Keflavík og í dag koma fleiri myndir sem ég tók á sama stað í gær.
            1666. Svala Dís KE 29, út af hafnargarðinum í Keflavík í gær © myndir Emil Páll, 3. sept. 2013

04.09.2013 10:30

Kristín ÍS 141


                1767. Kristín ÍS 141, á Ísafirði © mynd Jónas Jónsson, í ágúst 2013

04.09.2013 09:30

Green Atlantic ex 1683. Jökulfell, í Svolvaer, Noregi

         
            Green Atlantic ex 1683. Jökulfell, í Svolvaer, Noregi © mynd shipspotting, frode adolfsen, 31. ágúst 2013

04.09.2013 08:51

Maron GK 522, í fyrsta sinn í heimahöfn sinni Njarðvík

Sjálfsagt kváir einhver við þessari fyrirsögn, þar sem báturinn hefur verið gerður út frá Njarðvík í fjölda ára, bæði undir GK númerinu og eins HU númerinu. Þegar hann var gerður út undir GK númerinu var heimahöfn hans Grindavík og því er þetta í fyrsta sinn sem hann sem Maron GK 522 er gerður út frá heimahöfn sinni, Njarðvík.


            363. Maron GK 522, í fyrsta sinn í heimahöfn sinni Njarðvík, í gær. Bátur þessi er einnig elsti stálfiskibátur landsins sem enn er i drift © mynd Emil Páll, 3. sept. 2013

04.09.2013 07:00

Makrílbáturinn Hlöddi VE 98 og netabáturinn Happasæll KE 94, í gær


              Við hafnargarðinn í Keflavík í gær, makrílbáturinn 2381. Hlöddi VE 98 með stefnið í garðinn og netabáturinn 13. Happasæll KE 94, siglir hjá. Hvíti bletturinn sem ber í Hlödda er rigningadropi sem féll á linsuna hjá mér um leið og ég smellti af © mynd Emil Páll, 3. sept. 2013

04.09.2013 06:00

Askur GK 65, Tómas Þorvaldsson GK 10 og Hrafn GK 111


              1811. Askur GK 65, 1005. Tómas Þorvaldsson GK 10 og 1628, Hrafn GK 111, í Grindavík  ©  mynd Jónas Jónsson, sumarið 2013

03.09.2013 22:25

Sólplast, afhenti Óríon BA 34, í kvöld

Í kvöld var Óríon BA 34, afhentur eftir viðgerð á brunatjóni sem varð á bátnum er hann var í smíðum hjá Bláfelli á Ásbrú, nokkrum dögum eftir hvítasunnu. Leið um mánuður áður en ljóst var að Bláfell myndi ekki gera við tjónið og fékk tryggingafélagið þá Sólplast í Sandgerði til að sjá um viðgerðina. Tókst mjög fljótt að ljúka því sem var hlutverk Sólplasts, en ekki var það sama varðandi aðra fagaðila sem koma þurftu að málinu. Ástæðan var að enginn þeirra fagaðila sem unnu við bátinn áður en bruninn kom upp, tók að sér að gera við hann eftir brunann og því þurfti að ráða nýja aðila. Kom þá í ljós að sökum sumarleyfa og mikilla anna hjá viðkomandi aðilum dróst verkið þar til nú, rétt um þremur mánuðum eftir að tjónið varð.

Var báturinn í kvöld settur á flutningavagn sem flytur hann til Barðastrandar, en þaðan er báturinn og munu eigendur sjáflir sjá um að ljúka frágangi hans o.þ.á.m. niðursetning tækja.

Hér koma myndir sem ég tók er báturinn var dreginn út úr húsi hjá Sólplasti í Sandgerði og settur á flutningvagninn.             7762. Óríon BA 34, kominn á flutningavagninn sem flytur hann til Barðastrandar © myndir Emil Páll, í kvöld, 3. sept. 2013

03.09.2013 21:45

Gnúpur GK 11, Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 og Hrafn GK 111


               1579. Gnúpur GK 11, 1972. Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 og 1628. Hrafn GK 111


                           1579. Gnúpur GK 11 og 1972. Hrafn Sveinbjarnarson GK 255


                                                        1628. Hrafn GK 111

                               © myndir Jónas Jónsson, í Grindavík, sumarið 2013

03.09.2013 21:13

Gunnvör ÍS 53


              1543. Gunnvör ÍS 53, á Ísafirði © mynd Jónas Jónsson, í ágúst 2013

03.09.2013 21:09

Drífa GK 100 keypt til Reykjavíkur


                  795. Drífa GK 100, sem nú hefur verið seld til Reykjavíkur © mynd Emil Páll

03.09.2013 20:46

Gulltoppur GK 24


                1458. Gulltoppur GK 24, í Grindavík © mynd Jónas Jónsson, sumarið  2013

03.09.2013 20:32

Barðaströnd - meira síðar í kvöld


                                                         - Sjá síðar í kvöld -

03.09.2013 20:24

Halldór Sigurðsson ÍS 14


                1403. Halldór Sigurðsson ÍS 14 © mynd Jónas Jónsson,  í ágúst 2013

03.09.2013 18:15

Gunnar Sigurðsson ÍS 13


             1381. Gunnar Sigurðsson ÍS 13, á Ísafirði © mynd Jónas Jónsson, sumarið 2013