Færslur: 2013 Ágúst
18.08.2013 22:23
Æskan GK 506, í gær og Fjöður GK 90 í dag - syrpa
Hér kemur syrpa með tveimur bátum, aðra syrpuna, þ.e. þá fyrri tók ég í gær af bátnum á Keflavíkinni, en hina syrpuna tók ég í dag af viðkomandi bát vera að koma inn til Sandgerðis.
1918. Æskan GK 506





1918. Æskan GK 506, á Keflavíkinni í gær, 17. ágúst 2013
6489. Fjöður GK 90








6489. Fjöður GK 90, kemur inn til Sandgerðis, í dag 18. ágúst 2013
© myndir Emil Páll
1918. Æskan GK 506





1918. Æskan GK 506, á Keflavíkinni í gær, 17. ágúst 2013
6489. Fjöður GK 90








6489. Fjöður GK 90, kemur inn til Sandgerðis, í dag 18. ágúst 2013
© myndir Emil Páll
Skrifað af Emil Páli
18.08.2013 22:07
Jón Oddur GK 104

1199. Jón Oddur GK 104, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll
Smíðaður í Tomra, Romsdal, Noregi 1969. Úreldur 9. sept. 1993. Lá við bryggju í Vestmannaeyjum fram í mars 2007 að hann var tekinn upp í slipp og rifinn.
Nöfn: Ötröying MB-8-MD, Jón Oddur GK 104, Jón Guðmundsson GK 104, Jón Guðmundsson KE 6 ( í eina viku þar sem hann hafði ekki leyfi fyrir þessu nr.) aftur Jón Guðmundsson GK 104, Krossanes SU 5, Frár VE 78 og Frár VE 7.
Skrifað af Emil Páli
18.08.2013 21:19
Hrönn KE 48

1152. Hrönn KE 48, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll
Smíðanr. 388 hjá Bátalóni hf., Hafnarfirði 1971.
Síðustu árin var báturinn notaður sem þjónustubátur við laxeldi á Sundunum í Reykjavík, þegar laxeldið var upp á sitt besta. Slitnaði báturinn upp af legu á Grafarvoginum og rak upp í Geldinganes, fyrir þó nokkrum árum og er þar ennþá..
Nöfn: Hrönn KE 48, Magnús Jónsson BA 35, Þórunn Jónsdóttir RE 101, Þórunn Jónsdóttir EA 205, Þórunn Gunnarsdóttir KE 207, Særós KE 207, Sif ÁR 207 og Lax III.
Skrifað af Emil Páli
18.08.2013 20:22
Glaður KE 67

1065. Glaður KE 67, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll
Smíðaður í Svíþjóð 1968. Strandaði við Flatey á Breiðafirði 27. okt. 1987 og ónýttist.
Nöfn: Glaður KE 67, Glaður HU 67 og Glaður ÍS 28.
Skrifað af Emil Páli
18.08.2013 19:21
Súlan EA 300, að koma inn til Keflavíkur

1060. Súlan EA 300, að koma inn til Keflavíkur © mynd Emil Páll
Skrifað af Emil Páli
18.08.2013 18:41
Hafborg KE 54

1032. Hafborg KE 54, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll
Smíðanr. 20 hjá Trésmiðju Austurlands hf., Fáskrúðsfirði 1967. Síðasti báturinn sem smíðaður var undir stjórn Einars Sigurðssonar.
Sökk í Bíldudalshöfn 18. okt. 1994. Náð upp aftur
Nöfn: Hafborg KE 54 og Pilot BA 6
Skrifað af Emil Páli
18.08.2013 17:28
Nýja Samherjaskipið Carisma Star SF-10-V á Akureyri í dag



Nýjasta línuskip íslenska flotans, þ.e. hið nýja skip Samherja, á Akureyri í dag © myndir Sigurbrandur Jakobsson, 18. ágúst 2013
Skrifað af Emil Páli
18.08.2013 17:18
Kæja ÍS 19, núna áðan


1873. Kæja ÍS 19, á Stakksfirði, út af Keflavíkinni, í dag





1873. Kæja ÍS 19, á Vatnsnesvíkinni, út af Hafnargarðinum í Keflavík, núna áðan © myndir Emil Páll, 18. ágúst 2013
Skrifað af Emil Páli
18.08.2013 16:59
Páll Rósinkransson KE 42 - í dag hvalaskoðunarskipið Náttfari

993. Páll Rósinkransson KE 42, í Njarðvikurhöfn - í dag er þetta hvalaskoðunarskipið Náttfari, á Húsavík © mynd Emil Páll
Skrifað af Emil Páli
18.08.2013 15:46
Þerney KE 33

787. Þerney KE 33, í Njarðvíkurhöfn, eftir endurbyggingu og lengingu © mynd Emil Páll
Báturinn sem upphaflega var smíðaður í Frederikssund í Danmörku 1955, strandaði í Keflavíkurhöfn 17. janúar 1970 og var síðan bjargað af Björgun hf., Endurbyggður og lengdur í Njarðvik 1971 og stórviðgerð í Keflavík 1982.
Hann var síðan úreltur í febrúar 1991 og seldur úr landi 13. nóvember það ár skv. skipaskrá. Báturinn lá þó í Ólafsfjarðarhöfn þar til um miðjan janúar 1995 að draga átti hann til Garðabæjar, en á leiðinni sökk hann út af Hornbjargi. Þá vissu yfirvöld ekki annað en að báturinn hefði farið verið seldur úr landi á sínum tíma.
Nöfn: Sigurður Árnason SU 85, Þerney KE 33, Sigurður Ólafsson SF 44, Sigurður Sveinsson SH 36, Marz KE 197, Marz ST 150, Marz ÓF 44 og Guðvarður ÓF 44.
Skrifað af Emil Páli
18.08.2013 15:10
Makríllöndun í Keflavík, núna áðan: Örninn GK 204 og Pálína Ágústsdóttir GK 1
Eins og ég sagði frá í morgun eru að bátarnir sem komu héðan að sunnan til Hólmavíkur í makríltörnina, flestir komnir hingað suður eða á leiðinni. Hafa þeir verið að veiðum á Stakksfirði og í Faxaflóa í dag og hér birtist syrpa sem ég tók núna áðan af löndun úr tveimur þessara báta, í Keflavíkurhöfn.

2606. Örninn GK 204, kemur in ntil Keflavíkur



Landað úr bátnum


Landað úr 2640. Pálínu Ágústsdóttur GK 1, núna áðan



Hluti aflans úr Pálínu Ágústsdóttur GK 1, komin upp á bryggju í Keflavík © myndir í dag, Emil Páll, 18. ágúst 2013

2606. Örninn GK 204, kemur in ntil Keflavíkur



Landað úr bátnum


Landað úr 2640. Pálínu Ágústsdóttur GK 1, núna áðan



Hluti aflans úr Pálínu Ágústsdóttur GK 1, komin upp á bryggju í Keflavík © myndir í dag, Emil Páll, 18. ágúst 2013
Skrifað af Emil Páli
18.08.2013 14:47
Grunnvíkingur RE 163

731. Grunnvíkingur RE 163, í Dráttarbraut Keflavíkur © mynd Emil Páll
Smíðaður á Ísafirði 1945. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 1994.
Nöfn: Reykjaröst GK 414, Reykjaröst KE 14, Ásgeir Magnússon GK 60, Grunnvíkingur GK 60, Grunnvíkingur GK 63, Grunnvíkingur HU 63, Grunnvíkingur RE 163 og Grunnvíkingur ÍS 163
Skrifað af Emil Páli
18.08.2013 13:25
Manni KE 99

670. Manni KE 99 , í Dráttarbraut Keflavíkur © mynd Emil Páll
Smíðaður hjá Skipsmíðastöðinni H. Siegfried Eckern Förge, í Eskernföre í Þýskalandi 1960, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Kom til Keflavíkur í fyrsta sinn laugardagskvöldið 30. janúar 1960 og fór í sinn fyrsta róður 2. febrúar það ár.
Báturinn féll á hliðina í Daníelsslipp í Reykjavík og var ekki talinn viðgerðaræfur. Fargað 22. nóv. 1990.
Nöfn: Manni KE 99 og Greipur SH 7.
Skrifað af Emil Páli
18.08.2013 12:41
Björgúlfur EA 312

1476. Björgúlfur EA 312, á Fiskideginum á Dalvík © mynd Rannveig Jóhannsdóttir, í ágúst 2013
Skrifað af Emil Páli
18.08.2013 11:45
Jökull ÞH 259


259. Jökull ÞH 259, kom til Akureyrar sl. fimmtudagskvöld © myndir Sigurbrandur Jakobsson, í ágúst 2013
Smíðanúmer 165 hjá Framnes Mek Verksted A/S, Sandefjord, Noregi 1964. Lengdur 1966. Yfirbyggður við bryggju í Keflavík 1982-1983 af Vélsmiðju Sverre Steingrímsen hf.
Sennilega eru fá skip hérlendis sem hafa átt eins tíð eigendaskipti og þetta, þó ekki hafi alltaf verið breytt um skráningu í leiðinni.
Nöfn: Súlan EA 300, Súlan EA 310, Stígandi ÓF 30, Stígandi RE 307, Jarl KE 31, Valdimar Sveinsson VE 22, Beggi á Tóftum VE 28, Beggi á Tóftum SF 222, Bervík SH 143, Klængur ÁR 20, Margrét HF 20, Margrét SK 20, Margrét HF 20 og núverandi nafn: Jökull ÞH 259.
Skrifað af Emil Páli
