Færslur: 2013 Júlí
30.07.2013 17:41
Tveir litlir ómerktir
![]() |
Tveir litlir ómerktir bátar á Hjalteyri © mynd Sigurbrandur Jakobsson, 27. júlí 2013
30.07.2013 16:45
Um stöðuna á Bláfellsbátuna sem voru inni þegar reksturinn stöðvaðist vegna eldsvoða
Sá bátur sem í raun skemmdist í brunanum, Óríon BA 34 var sem kunnugt er fluttur til tjónaviðgerðar hjá Sólplasti í Sandgerði og er sú viðgerð langt komin, en síðan á eftir að lúka frá gangi á bátnum til að gera hann sjóklárann, en hvar það verður gert liggur ekki ljóst fyrir.
Ex Sæunn GK 660 sem stöðin eignaðist var nánast búinn í endurbótum þegar eldsvoðinn varð, en hann slapp þó við tjón. Fluttu eigendur hann upp í Grindavík til að klára hann.
Bátur af gerðinni Víkingur sem stöðin hefur haft sem íhlaupaverkefni frá upphafi, stóð síðast þegar ég vissi bak við húsið á Ásbrú.
Sama er raunar að segja með farþegabátinn sem verið var að framleiða fyrir Grænlendinga. Vinnsla við hann stöðvaðist og hefur hlutar úr honum legið bak við húsið á Ásbrú.
Hér birti ég síðustu myndinar sem ég tók af fyrrum Sæunni, en þarna var búið að sprauta bátinn, en ekki merkja, né setja í hann rúður og sitthvað meira.
Víkingurinn var fluttur út og stóð bak við húsið.



6917. ex Sæunn GK 660, í húsnæði Bláfells á Ásbrú, 3. maí 2013, þ.e. fyrir brunann


Báturinn sem er að Víkingsgerð, eins og hann leit út 17. júlí 2013
© myndir Emil Páll
30.07.2013 16:20
Losnaði af strandstað á flóðinu
Sædís Bára GK 88, sem strandaði við Skagaströnd í morgun komst af strandstað á flóðinu á fjórða tímanum í dag fyrir eigin vélarafli.
Ekki verður vart við leka á bátnum en nú er verið að landa um fjögurra tonna afla bátsins. Síðar verður botn bátsins myndaður til að athuga hvort allt sé í lagi með bátinn.
Missagt var í frétt fyrr í dag að Sædís Bára væri á línuveiðum því hún er gerð út á færaveiðar.
30.07.2013 16:17
Reynt að ná Magnúsi SH, logandi út
![]() |
1343. Magnús SH 205 © mynd Snorrason |
mbl.is.:
Yfir þrjátíu slökkviliðsmenn glíma við eld í báti inni í skipasmíðastöðinni á Akranesi. Nú er unnið að því að færa bátinn út úr húsinu því erfitt er fyrir slökkvilið að athafna sig inni með allan sinn tækjabúnað. Enn logar í bátnum. Eldurinn kviknaði eftir hádegi. Reyndu starfsmenn skipasmíðastöðvarinnar Þorgeirs & Ellerts að slökkva eldinn en kölluðu einnig til slökkvilið. Talið er hugsanlegt að kviknað hafi í út frá logsuðutæki. Um er að ræða bátinn Magnús SH-205 sem er 230 tonna bátur, gerður út frá Hellissandi.
Þráinn Ólafsson, slökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar, segir sprengihættu á svæðinu þar sem gaskútar eru í bátnum sem eldurinn logar í. Hann segir að haldið sé kælingu á kútunum. Enn er mikill reykur í húsinu en ekki er talið að eldurinn hafi læst sig í húsið sjálft. Þráinn telur að um 1-2 klukkutíma geti tekið að koma skipinu út úr húsinu og ráða niðurlögum eldsins að fullu. „Það er hörkumikil vinna framundan,“ segir hann í samtali við mbl.is.
Um 20 manns frá slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveita eru á svæðinu sem og átta frá Reykjavík og 7-8 frá Borgarnesi. Þá er von á sex til viðbótar frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Reykkafarar þaðan voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Akraness fyrr í dag.
30.07.2013 16:03
Sólborg og annað skip til
![]() |
Sólborg og systurskip, ónafngreint á Hjalteyri © mynd Sigurbrandur Jakobsson, 27.júlí 2013
30.07.2013 12:45
Strandaði við Skagaströnd
mbl.is
Ólafur BernódussonSædís Bára Gk 88 strandaði rétt innan við höfnina á Skagaströnd um klukkan hálf sjö í morgun.
Báturinn var að koma úr línuróðri þegar óhappið varð. Tveir menn voru um borð en þá sakaði ekki og sóttu menn frá björgunarsveitinni Strönd þá um borð stutti eftir slysið. Gott veður er á strandstaðnum og er áformað að reyna að Sædísi Báru á flot á flóðinu síðdegis í dag. Telja kunnugir að þá muni hún jafnvel komast á flot án utanaðkomandi hjálpar.
30.07.2013 11:09
Siggi Bessa SF 97 og SF 197 / Siggi Bessa F-20-BF
Hér kemur frásögn af bátnum Sigga Bessa sem framleiddur var hjá Trefjum í Hafnarfirði árið 2000 og fékk þá strax nafnið Siggi Bessa SF 97 og þegar nýr bátur kom með því nafni, fékk þessi númerið SF 197, en hélt nafninu. Síðan var hann seldur til Noregs 2009 og í dag heitir hann þar Siggi Bessa F-20-BF og er að ég held gerður út af sama íslensk/norska útgerðarfélaginu sem gerir út Ástu B.
Birti ég hér myndir af honum meðan hann var íslenskur og síðan aðra eftir að hann varð Norskur.

2397. Siggi Bessa SF 97 eða SF 197

Siggi Bessa F-20-BD ex 2397, í Båtsfjord, Noregi © mynd Jón Páll Jakobsson, Noregi, 25. júlí 2013
30.07.2013 10:33
Guðrún KE 20 og Óli KE 16
![]() |
1336. Guðrún KE 20 og 1230. Óli KE 16, í Keflavíkurhöfn fyrir einhverjum áratugum © mynd Emil Páll |
30.07.2013 09:30
Kristján S. SH 23 og Vísir SF 54
![]() |
734. Kristján S. SH 23 og 1043. Vísir SF 64 í Drafnarslippnum í Hafnarfirði © mynd Emil Páll, fyrir xx árum
30.07.2013 08:49
Matti KE 123
![]() |
360. Matti KE 123, í Skipasmíðastöð Njarðvikur © mynd Emil Páll |
Smíðaður af Jóni Gíslasyni, Akureyri 1962. Úreltur 11. júní 1992. Brenndur á áramótabrennu ofan við Innri-Njarðvík 31. des. 1992.
Nöfn: Brúni EA 71, Brúni ÞH 91, Nausti ÞH 91, Nausti SI 50, Hringur SI 34, Happasæll AK 68, Happasæll RE 114, Happasæll AK 68, Frigg GK 138, Bjarni KE 23 og Matti KE 123.
30.07.2013 08:00
Ásta B. T-3-T, í Noregi
![]() |
Ásta B - T-3-T, í Båtsfjord, Noregi © mynd Jón Páll Jakobsson, Noregi, 25. júlí 2013
30.07.2013 07:00
Ubc Salaverry
![]() |
Ubc Salaverry, á siglingaleiðinni Garðskagi - Straumsvík © mynd Emil Páll, 27. júlí 2013
29.07.2013 22:40
Guðbjörg Kristín KÓ 6 - Hlöddi VE 98 - Sólborg RE 270
Guðbjörg Kristín KÓ 6

1765. Guðbjörg Kristín KÓ 6, siglir fram hjá Vatnsnesi




1765. Guðbjörg Kristín KÓ 6, kemur inn í Grófina
Hlöddi VE 98




2381. Hlöddi VE 98, nálgast Keflavíkurhöfn
Sólborg RE 270





2464. Sólborg RE 270, kemur til Keflavíkurhafnar
© myndir í dag, Emil Páll, 29. júlí 2013
29.07.2013 22:10
Hellu Jón
![]() |
Hellu Jón, á Hjalteyri © mynd Sigurbrandur Jakobsson, 27. júlí 2013
29.07.2013 21:25
Bátar í höfn
![]() |
| Bátar í höfn © mynd Hreiðar Jóhannsson, 26. júlí 2013 |

Það var lán í óláni að Sædís Bára lenti hvorki á
Árbakkasteininum, sem er til vinstri eða djúpskerjunum sem eru fram af
honum.
mbl.is/Ólafur Bernódusson









