Færslur: 2013 Júlí
13.07.2013 13:41
Sævar KE 5, að koma niður úr slipp
![]() |
| 1587. Sævar KE 5, í sleðanum á leið niður úr slippnum í Njarðvik í gær © mynd Emil Páll, 12. júlí 2013 |
Skrifað af Emil Páli
13.07.2013 12:45
Fönix ST 177: Gert við rækjutrollið á bryggjunni á Hólmavík




Viðgerð á rækjutrollinu hjá 177. Fönix ST 177, á bryggjunni á Hólmavík © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is 12. júlí 2013
Skrifað af Emil Páli
13.07.2013 12:00
Venus HF 519 seldur og verður flaggað út til Grænlands
Fréttir berast nú að því að HB.Grandi hafi nú selt togarann Venus HF 519, íslenskum aðilum sem munu flagga honum til Grænlands. Þar verður hann starfræktur sem fljótandi frysihús til vinnslu m.a. á grálúðu og þorski.
![]() |
1308. Venus HF 519 kemur til hafnar í Reykjavík úr síðustu veiðiferðinni fyrir HB Granda © mynd/HB Grandi, Steindór Sverrisson 4. júlí 2013
Skrifað af Emil Páli
13.07.2013 11:35
Stafnesið í olíuna undir stjórn Garðars Valbergs
Ég held að fátt geti nú komið í veg fyrir að Stafnes KE 130, fari í þjónustu við olíuleitina, eða raunar í það hlutverk sem Valberg VE 10 hafði með höndum hér áður fyrr. En það er einmitt fyrrum skipstjóri og eigandi Valbergs, Garðar Valberg Sveinsson sem mun verða skipstjórinn á Stafnesinu.


964. Stafnes KE 130, í Njarðvikurhöfn í gær © myndir Emil Páll, 12. júlí 2013


964. Stafnes KE 130, í Njarðvikurhöfn í gær © myndir Emil Páll, 12. júlí 2013
Skrifað af Emil Páli
13.07.2013 10:40
Gulley KE 31 - myndir og saga bátsins
Ég verð að viðurkenna að mér finnst þessi bátur svo fallegur, að ég tek myndir af honum við nánast hvert það tækifæri sem ég sé. Segja má að mig hlakkar mikið til að sjá hann á siglingu.



1396. Gulley KE 31, í Njarðvíkurhöfn í gær © myndir Emil Páll, 12. júlí 2013
Bátur þessi hefur smíðanr. 2 hjá Básum hf. í Hafnarfirði, átti að smíðast í Vestmannaeyjum en fluttist vegna eldgossins til Hafnarfjarðar en smíði hans lauk 1974. Sumarið 2004 hófst endursmíði á bátnum á bryggjunni í Vogum og síðan hefur báturinn flakkað út í Gróf og inn í Njarðvík, en þar lauk endursmíðinni.
Báturinn hefur borið nöfnin: Haftindur HF 123, Gunnvör ST 39, Glettingur NS 100, Lena GK 72, Gunnvör ST 38 og aftur Lena GK 72, Lena ÍS 61, Móna GK 303 og nú heitir hann Gulley KE 31.



1396. Gulley KE 31, í Njarðvíkurhöfn í gær © myndir Emil Páll, 12. júlí 2013
Bátur þessi hefur smíðanr. 2 hjá Básum hf. í Hafnarfirði, átti að smíðast í Vestmannaeyjum en fluttist vegna eldgossins til Hafnarfjarðar en smíði hans lauk 1974. Sumarið 2004 hófst endursmíði á bátnum á bryggjunni í Vogum og síðan hefur báturinn flakkað út í Gróf og inn í Njarðvík, en þar lauk endursmíðinni.
Báturinn hefur borið nöfnin: Haftindur HF 123, Gunnvör ST 39, Glettingur NS 100, Lena GK 72, Gunnvör ST 38 og aftur Lena GK 72, Lena ÍS 61, Móna GK 303 og nú heitir hann Gulley KE 31.
Skrifað af Emil Páli
13.07.2013 09:45
Stakkur GK 180





7056. Stakkur GK 180, að koma inn til Keflavíkur í gærdag © myndir Emil Páll, 12. júlí 2013
Skrifað af Emil Páli
13.07.2013 08:45
Stykkishólmur í gærkvöldi
![]() |
Frá Stykkishólmi, í gærkvöldi © mynd Símon Már Sturluson, 12. júlí 2013 |
Skrifað af Emil Páli
13.07.2013 07:45
Dröfn RE 35, við Garðaskaga í gær
![]() |
||||
|
|
Skrifað af Emil Páli
13.07.2013 07:12
Hálfgerðar platmyndir: Óli Gísla HU og Rösk SK
Þetta eru hálfgerðar platmyndir sem ég tók í gær af þessum tveimur bátum í Garðsjó. Læt þær þó birtast.


2714. Óli Gísla Hu í Garðsjó



1009. Röst SK 17, út af Garðskaga í gær © myndir, ef myndir er hægt að kalla, Emil Páll, í gær 12. júlí 2013


2714. Óli Gísla Hu í Garðsjó



1009. Röst SK 17, út af Garðskaga í gær © myndir, ef myndir er hægt að kalla, Emil Páll, í gær 12. júlí 2013
Skrifað af Emil Páli
12.07.2013 23:00
Óríon BA 34: Endurbætur á fullu hjá Sólplasti
Endurbætur á Óríon BA 34 sem skemmdist er eldsvoði varð skömmu eftir hvítasunnu hjá Bláfelli á Ásbrú, eru nú unnar á fullu hjá Sólplasti ehf. í Sandgerði. Þrífa þurfti allan bátinn og eins og margir vita þá virðist sótið allsstaðar smjúga og koma fram aftur og aftur. Var því í dag enn verið að þrífa sót í vélarrúminu en menn vonast til að komið sé fyrir það að meira sót finnist.
Búið er að fara í gegn um vélina og eru menn vongóðir þar líka. Þá er búið að mála lestina í bátnum, sem þörf var á eftir brunann. Eftir helgi verður hafist handa varðandi rafmagnið.
Það sem sviðnaði í brunanum er komið í viðgerð og var verið að vinna við að steypa í dag nýja plasthúð á þann hluta.
Ljóst er því að mikið verður búið eftir um viku, en þá á eftir að taka ákvörðun með það að klára bátinn, en það var heilmikið eftir, þegar eldsvoðinn varð. Raunar á eftir að gera allt í stýrishúsinu og margt fleira svo báturinn komist í gagnið.
Hér koma myndir sem ég tók í dag bæði þar sem verið var að gera við það sem brann og eins eru myndir úr bátnum sjálfum.

7762. Óríon BA 34, innandyra hjá Sólplasti

Búið er að mála lestina, að nýju

Bragi Snær, hefur annast þrifin og hér er hann að ljúka við í vélarrúminu

Svona leit þetta út þegar búið var að fjarlægja það sem brann



Kristján Nielsen, gerir plastmotturnar klárar áður en byrjað er að steypa plastið





Ekki er Kristján að mála eins og halda mætti, heldur fer steypingin þannig fram að fljótandi plasti er rúllað yfir motturnar og þannig myndast ný plasthúð. Er þetta gert koll af kolli þar til þetta er komið í þá þykkt sem það á að vera í.






Áfram heldur þetta, en þar sem ég ætla ekki að segja frá því í smáatriðum hvernig þetta fer fram stoppa ég hér. Eitt er víst að það eru ýmsar kúnstir aðrar sem fara fram áður en þetta er komið í það form sem það á að vera í, áður en málað verður og því á mikið eftir að gera enn áður en af því verður.
Mun ég þó fylgjast með endurbótum þessum, svona bæði fyrir mig og eins til að sýna meiri fróðleik © myndir Emil Páll, í dag, 12. júlí 2013
Búið er að fara í gegn um vélina og eru menn vongóðir þar líka. Þá er búið að mála lestina í bátnum, sem þörf var á eftir brunann. Eftir helgi verður hafist handa varðandi rafmagnið.
Það sem sviðnaði í brunanum er komið í viðgerð og var verið að vinna við að steypa í dag nýja plasthúð á þann hluta.
Ljóst er því að mikið verður búið eftir um viku, en þá á eftir að taka ákvörðun með það að klára bátinn, en það var heilmikið eftir, þegar eldsvoðinn varð. Raunar á eftir að gera allt í stýrishúsinu og margt fleira svo báturinn komist í gagnið.
Hér koma myndir sem ég tók í dag bæði þar sem verið var að gera við það sem brann og eins eru myndir úr bátnum sjálfum.

7762. Óríon BA 34, innandyra hjá Sólplasti

Búið er að mála lestina, að nýju

Bragi Snær, hefur annast þrifin og hér er hann að ljúka við í vélarrúminu

Svona leit þetta út þegar búið var að fjarlægja það sem brann



Kristján Nielsen, gerir plastmotturnar klárar áður en byrjað er að steypa plastið





Ekki er Kristján að mála eins og halda mætti, heldur fer steypingin þannig fram að fljótandi plasti er rúllað yfir motturnar og þannig myndast ný plasthúð. Er þetta gert koll af kolli þar til þetta er komið í þá þykkt sem það á að vera í.





Áfram heldur þetta, en þar sem ég ætla ekki að segja frá því í smáatriðum hvernig þetta fer fram stoppa ég hér. Eitt er víst að það eru ýmsar kúnstir aðrar sem fara fram áður en þetta er komið í það form sem það á að vera í, áður en málað verður og því á mikið eftir að gera enn áður en af því verður.
Mun ég þó fylgjast með endurbótum þessum, svona bæði fyrir mig og eins til að sýna meiri fróðleik © myndir Emil Páll, í dag, 12. júlí 2013
Skrifað af Emil Páli
12.07.2013 22:28
Áhöfnin á Húna í Stykkishólmi í kvöld
![]() |
Áhöfnin á Húna - í Stykkishólmi í kvöld © mynd Símon Már Sturluson, 12. júlí 2013 |
Skrifað af Emil Páli
12.07.2013 22:05
Togari í Sundahöfn
![]() |
Togari í Sundahöfn, Reykjavík © mynd Sigurður Bergþórsson, í júlí 2013 |
Skrifað af Emil Páli
12.07.2013 21:26
Skip frá Samskip í Sundahöfn
![]() |
Skip frá Samskip í Sundahöfn, Reykjavík © mynd Sigurður Bergþórsson í júlí 2013 |
Skrifað af Emil Páli
12.07.2013 20:27
Frá Norðurfirði á Ströndum

Frá Norðurfirði á Ströndum © mynd Sigurður Bergþórsson, í júlí 2013
Skrifað af Emil Páli
12.07.2013 19:25
Óþekktur bátur í gær, austur af Garðskaga

Þessi bátur sem er af gerðinni Sómi, var á siglingu austur af Garðskaga í gær, er ég fór í hvalaskoðun með Moby Dick, en nafn bátsins gat ég ekki séð © mynd Emil Páll, 11. júlí 2013
Skrifað af Emil Páli









