Færslur: 2013 Júlí
23.07.2013 12:35
Tjaldanes ÍS 522

1316. Tjaldanes ÍS 522, við bryggju í Sandgerði og aftan við hann sést í 1294. Sæljóma GK 150 © mynd Emil Páll 1983
Smíðanr. 415 hjá Bátalóni hf. í Hafnarfirði 1973. Lagt í Njarðvík 1990. Fargað 11. júní 1992.
Nöfn: Hergilsey NK 38, Sæfinnur GK 122, Tjaldanes ÍS 522 og Bjarnveig RE 98.
23.07.2013 11:07
Dagfari ÞH 70, drekkhlaðinn



1037. Dagfari ÞH 70, að koma inn til Njarðvíkur © myndir Emil Páll
Smíðanr. 443 hjá Veb. Elbewerft, Boizenburg, Þýskalandi 1967, eitt af 18 systurskipum eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarssonar, Lengdur og yfirbyggður 1977. Endurbyggður í Stálvík hf. Garðabæ 1978 - 1979, eftir bruna út af Vestfjörðum í okt 1978. Stytting 1995. Seldur í pottinn 2005.
Nöfn: Dagfari ÞH 70, Dagfari GK 70 og Stokksey ÁR 40
23.07.2013 10:30
Eldeyjar Hjalti GK 42 / Gerður ÞH 110




1125. Eldeyjar Hjalti GK 42, að koma inn til Njarðvíkur


1125. Eldeyrjar Hjalti GK 42, við bryggju í Njarðvikurhöfn

1125. Gerður ÞH 110, í Njarðvíkurslipp í síðustu viku og þarna er búið að reysa stiga við bátinn © myndir Emil Páll
Smíðanúmer 11 hjá Einari S. Nielssen Mek. Verksted A/S, Harstad, Noregi 1968. Innfluttur 1970. Yfirbyggður 1996.
Vélin hrundi í skipinu á vetrarvertíð 2003 og var það þá sett upp í Njarðvíkurslipp, þar sem það hefur verið síðan. Um sumarið 2003 var skipið selt óþekktum aðila, sem átti það í fáar vikur, áður en þeirri sölu var rift. Þá var skipið selt úr landi til Rússlands í júlí 2004, en er þó enn í slippnum, en hvað er framundan veit ég ekki en sé að menn voru eitthvað að gera þar um borð í síðustu viku.
Nöfn: Palomar T-22-SA (í Noregi), Kristján Guðmundsson ÍS 77, Vöttur SU 3, Eldeyjar-Hjalti GK 42, Bergvík KE 65, Melavík SF 34 og Gerður ÞH 110
23.07.2013 09:30
Skógey SF 53 og Yngvi GK 21

974. Skógey SF 53 og sá rauði litli er 913. Yngvi GK 21

974. Skógey SF 53, í Skipasmíðastöð Njarðvikur © myndir Emil Páll
913.
Smíðaður á Akranesi 1961. Hann sökk skammt frá Gróttu 28.feb. 1988. Mannbjörg.
Nöfn: Yngvi AK 36, Yngvi GK 21, Yngvi ÍS 89, Ella SH 145, Framfari SU 67, Víðir SI 5, Víðir KE 101 og Víðir SH 301
974.
Smíðanúmer 410 hjá Elbe Werdt Gmbh, Boizenburg, Þýskalandi 1965, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar, Yfirbyggður hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf., 1988. Eftir að allt rafmagn skipsins skemmdist i eldi í Sandgerðishöfn í júlí 1995, var ákveðið að úrelda skipið. Var því siglt frá Sandgerði áleiðis til Spánar á bilinu 15. til 20. apríl 1996 af Grétari Mar Jónssyni.
Raunar átti í upphafi að afhenda skipið í Englandi, en kaupandinn lét ekki sjá sig og var því ákveðið að leggja skipinu þar og áhöfnin færi heim með flugi, en kvöldið áður kom maður, sem keypti skipið óvænt og sá var Spánverji, sem skráði skipið síðan í Englandi. Var skipið afskráð úr íslenskum skipastóli 3. maí 1996.
Gekk undir nafninu Austur-Þýski öldungurinn, því hann var lengi vel eini af 18 systurskipum sem ekki höfðu verið farið í gegn um veigamiklar breytingar, ss. stækkun og lengi vel yfirbyggingu. Af þessum hópi systurskipa er talið að 75-90% hafi haft einhverja viðdvöl í fiskiskipaflota Suðurnesjamanna.
Nöfn: Gullver NS 12, Gullberg NS 11, Akurey II SF 53, Skógey SF 53, Bergur Vigfús GK 53 og Bergur FD 400.
23.07.2013 08:53
Eldeyjar - Boði GK 24


971. Eldeyjar - Boði GK 24, í Njarðvik, fyrir breytingar © mynd Emil Páll
Smíðanúmer 407 hjá V.E.B. Elbe-Werdt G.m.b.H, Boizenburg, Þýskalandi 1965, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Yfirbyggður Noregi 1986.
Stakksvík hf., Keflavík var með skipið á leigu frá því að Íslenskir aðalverktakar eignuðust skipið og þar til leigusamningurinn rann út 4. jan. 1995.
Úreldingastyrkur samþ. 12. jan. 1995, en ekki notaður.
Báturinn hefur legið i höfn í Njarðvik nú í þó nokkurn tíma og á síðasta ári var rætt um að búið væri að selja hann erlendis, en ekkert varð úr því og enn liggur hann í Njarðvíkurhöfn, en var þó nýlega seldur aðila á Ísafirði.
Nöfn: Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 102, Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 364, Boði KE 132, Boði GK 24, Eldeyjar-Boði GK 24, Aðalvík KE 95, Sævík GK 257, Valur ÍS 82, Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25 og núverandi nafn: Fram ÍS 25.
23.07.2013 07:00
Reynir GK 47


733. Reynir GK 47, í Njarðvíkurhöfn © myndir Emil Páll, sennilega 1982 eða 83
Smíðaður hjá N. Chr. Hjörnet & Sön, Strandby, Danmörku 1958. Stórviðgerða og breytingar hjá Dráttarbraut Keflavíkur hf. 1982. Endaði lífdags sína með því að vera kurlaður niður í Skipasmíðastöð Njarðvíkur 2010 eftir að hafa verið notaður sem Breki í kvikmyndinni Djúpið. Þar sem búið var að fjarlægja öll spilliefni úr bátnum enda var honum sökkt nokkrum sinnum í Helguvík meðan kvikmyndatökur stóðu yfir, var sótt um að fá að sökkva honum við Álfsnes og nota fyrir kafara, en leyfi fékkst ekki og því fór sem fór.
Nöfn: Reynir VE 15, Reynir ÁR 18, Reynir GK 47, Siggi Magg GK 355, Reynir GK 355, Stormur - Breki og sem Breki VE 503 í leikarahlutverkinu.
23.07.2013 06:00
Sædís RE 63, Grótta RE 128, Eldey KE 37 o.fl.
![]() |
22.07.2013 22:30
Frægur bátur til Sólplasts í kvöld
Við þetta tækifæri tók ég þessar myndir, en auk bátsins sjáum við m.a. Ómar Ragnarsson, Kristján Nielsen og Sigurborgu Andrésdóttur hjá Sólplasti og dóttir þeirra Ástrós Sóley Kristjánsdóttir

Örkin - The Ark komin á athafnarsvæði Sólplasts nú í kvöld


Ómar Ragnarsson, Kristján Nielsen og Ástrós Sóley Kristjánsdóttir

Ómar, Ástrós Sóley og Sigurborg við bátinn




Lengst til vinsri sést aðeins í Ástrósu Sóley Kristjánsdóttur, þá er það Kristján Nielsen, Ómar Ragnarsson og Sigurborg Andrésdóttir, um kl. 22 í kvöld © myndir Emil Páll, 22. júlí 2013
22.07.2013 22:21
Alma
Alma, í Vestmannaeyjum © mynd Halldór Guðmundsson, 20. júlí 2013
22.07.2013 22:09
Bjarni Ólafsson AK 70, á Norðfirði í kvöld
Vegna bilunar hjá 123.is kom þessi mynd ekki með myndunum frá Norðfirði í kvöld, en nú virðist allt vera komið í lag og því birtist hún nú.
![]() |
2287. Bjarni Ólafsson AK 70, á Norðfirði um áttaleitið í kvöld © mynd Bjarni Guðmundsson, 22. júlí 2013 |
22.07.2013 22:00
Veiðimenn framtíðarinnar?
![]() |
© mynd Halldór Guðmundsson, í Vestmannaeyjum, 20. júlí 2013 |
22.07.2013 21:03
Pioneer Bay
![]() |
Pioneer Bay, í Vestmannaeyjum © mynd Halldór Guðmundsson, 21. júlí 2013 |
22.07.2013 20:44
Norðfjörður í kvöld: Green Magic og Bjarni Ólafsson AK 70
Bjarni Guðmundsson, Neskaupstað: Green Magic bíður eftir bryggjuplássi á að lesta frosið á Afiríku svo er Bjarni Ólafss AK á útleið núna um áttaleitið

Green Magic

Green Magic og 2287. Bjarni Ólafsson AK 70
Vegna bilunarástands hjá 123.is kemst mynd af Bjarna Ólafssyni, ekki inn.
© myndir Bjarni Guðmundsson, 22. júlí 2013
22.07.2013 19:23
Friðrik Jesson VE 177, Birta Dís GK 135 o.fl.
![]() |
7176. Friðrik Jesson VE 177, 2394. Birta Dís GK 135 o.fl. í Vestmannaeyjum © mynd Halldór Guðmundsson, 20. júlí 2013
22.07.2013 18:23
Dala - Rafn VE 508
![]() |
2758. Dala - Rafn VE 508, í Vestmannaeyjum © mynd Halldór Guðmundsson, 20. júlí 2013 |






