Færslur: 2013 Júlí
24.07.2013 06:00
Gulley KE 31 á útleið í gær
|
1396. Gulley KE 31, á útleið frá Keflavik í gær © mynd Emil Páll, 23. júlí 2013 |
23.07.2013 22:30
Sjávarsýn: Hjá Einari ríka, Helguvík, Hólmsberg, Leira, Garður, Gerðabryggja og Nesfiskur


Tveggja hæða húsið við Keflavíkurhöfn, var í eina tíð Hraðfrystistöðin í Keflavík í eigu Einars ríka






Helguvík, fiskimjölsverksmiðjan, flokkunarstöðin og einnig er þarna tankar fyrir danskt sement sem flutt er inn

Hólmsberg og er myndin er skoðuð vel sést kletturinn Stakkur framan við bergið

Leiran, þar sem golfvöllurinn er




Garðurinn

Endinn á Gerðabryggju og Nesfiskur þar fyrir ofan


Nesfiskur
© myndir Emil Páll, 11. júlí 2013
23.07.2013 21:50
Sighvatur GK 57, Maron HU 522, Stafnes KE 130, Erling KE 140 og Skálafell ÁR 50
Undir myndunum kemur í ljós hvaða bátar eru á þeim.

F.v. 975. Sighvatur GK 57, 363. Maron HU 522, 964. Stafnes KE 130, 233. Erling KE 140 og 100. Skálafell ÁR 50

975. Sighvatur GK 57 og 363. Maron HU 522

964. Stafnes KE 130, 233. Erling KE 140 og 100. Skálafell ÁR 50

363. Maron HU 522, 964. Stafnes KE 130, 233. Erling KE 140 og 100. Skálafell ÁR 50
© myndir Emil Páll, í dag, 23. júlí 2013
23.07.2013 21:15
Æskan GK 506, í dag

1918. Æskan GK 506, út af Vatnsnesi, Keflavík, í dag

1918. Æskan GK 506, á Keflavíkinni, í kvöld © myndir Emil Páll, 23. júlí 2013
23.07.2013 20:45
Veikur maður sóttur í Silver Cloud í hádeginu





Siver Cloud, í hádeginu í dag © myndir Bjarni Guðmundsson, 23. júlí 2013
23.07.2013 20:18
Staðfest: Skálaberg ÁR 50 dregur Gerði ÞH 110 í pottinn og er þetta því hinsta sjóferð þeirra beggja


100. Skálafell ÁR 50 fyrir framan og 1125. Gerður ÞH 110 fyrir aftan, í Njarðvíkurhöfn núna í kvöld

Sömu bátar, í Njarðvíkurhöfn í kvöld. Gerður sá græni og Skálaberg sá blái © myndir Emil Páll, 23. júlí 2013
23.07.2013 20:00
Jón Gunnlaugs ST 444, Keflavík í dag
![]() |
1204. Jón Gunnlaugs ST 444, að koma inn Stakksfjörðinn og til Keflavíkur, til að landa rækju © mynd Emil Páll, í dag 23. júlí 2013 |
23.07.2013 19:21
Rauður - Blár - Rauður - Blár
Já á myndinni hér fyrir neðan koma fram fjórir bátar, sem voru samtímis við bryggju í Njarðvik í dag og var litur þeirra sá sem er í fyrirsögninni. En fyrir neðan myndina koma nöfn þeirra.
![]() |
F.v. 363. Maron HU 522 (rauður), 964. Stafnes KE 130 (blár), 89. Grímsnes BA 555 (rauður) og 233. Erling KE 140 (blár) í Njarðvíkurhöfn í dag © mynd Emil Páll, 23. júlí 2013 |
23.07.2013 18:22
Jón Gunnlaugs ST 444 og Æskan GK 506 mætast í dag


1204. Jón Gunnlaugs ST 444 ( sá blái) og 1918. Æskan GK 506 ( sá rauði) út af Vatnsnesi í Keflavík í dag. Annar rækjubátur, en hinn makrílbátur © myndir Emil Páll, 23. júlí 2013
23.07.2013 17:24
Grímsnes BA 555, í dag
Hér sjáum við þegar netabáturinn Grímsnes BA 555, kom inn til Njarðvíkur í dag.
|
|
||||||||
23.07.2013 16:24
Gerður ÞH 110, úr slippnum áðan - fer í pottinn
Núna rétt áðan var Gerði ÞH 110, slakað niður úr slippnum í Njarðvík og tók hafnsögubáturinn Auðunn við bátnum og dró að bryggju í Njarðvikurhöfn. Segir sagan að Sigurður VE 15, muni síðan taka bátinn í tog með sér í pottinn. Spurningin er hinsvegar hvort það sé rétt þar sem talað er um að þessi fari til Belgíu en Sigurður er seldur til Danmerkur. Fyrir framan Gerði liggur nú Skálafell ÁR 50 og því spurning hvort það sé ekki frekar það skip sem er að fara að draga hann, en allt kemur þetta í ljós á næstu dögum.

1125. Gerður ÞH 110, í sleðanum, við slippbryggjuna í Njarðvik, í dag og 2043. Auðunn bíður aftan við bátinn

Gerður laus frá sleðanum og Auðunn tekur bátinn í tog


2043. Auðunn dregur 1125. Gerði út á meira dýpi

Hér sést á milli garðanna, þegar skipin eru á leið á stað þann sem Gerður verður þar til báturinn fer í sína hinstu för

1125. Gerður ÞH 110, í Njarðvíkurhöfn núna áðan © myndir Emil Páll, 23. júlí 2013
23.07.2013 15:24
Hrimnir SH 35


1252. Hrímnir SH 35, í Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll
Smíðanúmer 21 hjá Stálvík hf., Garðabæ, 1972, sem þjónustubátur fyrir kafara. Síðan breytt í fiskiskip Sökk á Borgarfirði í ágúst 1975, náð upp aftur. Lengdur og hækkaður í Stykkishólmi 1987. Seldur hæstbjóðanda á nauðungaruppboði i júní 1992. Fyrri eigandi kærði uppboðið til Hæstaréttar, en rétturinn staðfesti uppboðið og sýslumaður Barðastrandarsýslu gaf út afsal 24. sept. 1992 til nýrra eigenda, en þá höfðu fyrri eigendur siglt bátnum án leyfis til Njarðvíkur. Úreldingastyrkur samþykktur í nóv. 1994, en hætt við að nota hann. Nú notaður sem þjónustubátur við eldi.
Nöfn: Orion RE 44, Húnavík HU 38, Dagur HF 1, Rúna SH 35, Hrímnir SH 35, Eleseus BA 328, Hrönn SH 335, Hrönn BA 335, Bjarni Svein SH 107, Hafberg Grindavík GK 17 og núverandi nafn: Tálkni BA 64
23.07.2013 14:33
Bolli KE 46


1248. Bolli KE 46, í Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll
Smíðanúmer 20 hjá Skipasmíðastöð Austfjarða hf., Seyðisfirði, 1972. Úreldur 24. nóv. 1992. Seldur til Noegs í júlí 1993. Kaupandi í Noregi var Lárus Ingi Lárusson, sem var ættaður úr Njarðvik og hafði þá búið ytra í 10 ár. Gaf hann bátnum nafnið Oddbjörg, eftir tengdamóður sinni og sigldi bátnum út. Fór hann frá Njarðvík að kvöldi 30. júlí 1993 og kom til heimahafnar í Noregi 8. ágúst. Í Noregi ætlaði hann að nota bátinn sem skemmtibát og var með skipaskrárnúmerið L9567.
Nöfn: Kristín NK 17, Bliki SU 108, Vörðufell HF 1, Vörðufell KE 117, Bolli KE 46 og Oddbjörg. Ókunnugt um frekari sögu.
23.07.2013 14:02
Happasæll KE 94 á makrílveiðum út af Keflavik?
Hér koma nokkrar myndir af Happasæl KE 94 er hann var að koma inn til Keflavíkur núna áðan. Ekki var annað að sjá en torfur af einhverjum fiski væri í yfirborðinu og sá ég að Happasæll fór inn í torfurnar, en stoppaði stutt, svo ekki er víst að þar hafi verið um makríl að ræða. Aftur á móti var makrílveiði farin að glæðast hjá þeim sem voru að veiða á hafnargarðinum í Keflavík.
|
|
||||||
23.07.2013 13:50
Kári Jóhannesson KE 72, Óli KE 16 og Sólberg ÞH 302
![]() |
1230. Kári Jóhannsson KE 72, 1644. Óli KE 16 og 1295. Sólberg ÞH 302 © mynd Emil Páll, fyrir einhverjum áratugum













