Færslur: 2013 Apríl
24.04.2013 12:45
Þorsteinn Gíslason KE 31
|
288. Þorsteinn Gíslason KE 31, í Grindavík © mynd Emil Páll - í dag heitir hann Jökull SK 16 |
24.04.2013 11:20
Svona mynd er ekki hægt að taka í dag - Hafnarfjörður, Júní GK og Þróttur
Svona mynd er ekki hægt að taka í dag, því þessa bryggju er búið að rífa og byggja í staðinn fjölbýlishús. Hér er að sjálfsögðu um Hafnarfjörð að ræða, en skipin eru bæði til ennþá, togarinn undir öðru nafni, en lóðsbáturinn heldur enn sama nafninu
![]() |
1308. Júní GK 345, í dag Venus HF 519 og 370. Þróttur við Norðurgarðinn í Hafnarfirði, sem búið er að fjarlægja í dag og byggja þess í stað fjölbýlishús © mynd Emil Páll |
24.04.2013 10:45
Stígandi RE 307
![]() |
259. Stígandi RE 307 utan á 1061. Pétri Jónssyni í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll
24.04.2013 09:45
Stafnes KE 130, í græna litnum
![]() |
235. Stafnes KE 130, í Keflavíkurhöfn, í græna litnum, en þann lit bar skipið meðan það hét Ásþór RE og var því fljótlega málað blátt eins og Stafnesliturinn var í raun © mynd Emil Páll |
Smíðanr. 73 hjá Flekkefjord Slipp & Maskinfabeikk A/S, Flekkefjord, Noregi 1963, eftir teikningu Ágústs G. Sigurðssonar. Selt úr landi til Noregs 13. okt. 1988. Eftir að skipið komst í norskra eigu var því breytt í tankara (brönnbat) 1988. Lengdur Noregi sennilega 2005.
Nöfn: Ásþór RE 395, Stafnes KE 130, Stafnes og Thorsland.
24.04.2013 09:04
Ólafur Ingi KE 34 - meira
Í gær birti ég mynd af Ólafi Inga KE 34 svo og sögu bátsins í stuttu máli. Nú kemur enn önnur mynd af bátnum en læt sögubrotið vera.
![]() |
182. Ólafur Ingi KE 34, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll |
24.04.2013 06:26
Sandey uppi í fjöru
Mynd þessi er tekin úr slippnum sem Bátanaust hafði inn með sundum í Reykjavík og hinum megin vogarins sjáum við Sandey uppi í fjöru, en ef ég man rétt þá er það 616. Þá Askur ÁR 13 sem sést í uppi í slippnum.
![]() |
175. Sandey, uppi í fjöru og 616. Askur ÁR 13 í slippnum hjá Bátanausti inn við sund í Reykjavík © mynd Emil Páll, fyrir langa löngu |
23.04.2013 23:00
Úr einu í annað - eða úr ýmsum áttum
Í stað þess að fjalla um eitthvað eitt ákveðið, tek ég hér fyrir ýmsilegt sem er úr ýmsum áttum eða úr einu í annað. Hvað um það hér eru myndir eftir mig sem falla undir þetta.

Gamli vitinn á Garðskaga, 24. ágúst 2009

Minnisvarðinn um Jón Forseta RE 108 og þá sem fórust með honum, á Hvalsnesi, 28. ágúst 2009

Núverandi Garðskagaviti, gamla vitavarðarhusið, byggðarsafnið og veitingahúsið Flösin sem þá var, en heitir nú Tveir vitar, 24. ágúst 2009

Bátur í Njarðvík á hliðinni, eftir rok

Sokkinn bátur í Keflavíkurhöfn

Úr Grófinni, Keflavík, 1999
© myndir Emil Páll
23.04.2013 22:30
María Júlía BA 36
![]() |
151. María Júlía BA 36 í Njarðvíkurslipp, þar sem m.a. var verið að setja hvalbak á skipið © mynd Emil Páll, fyrir nokkrum áratugum
Smíðað hjá Frederikssun Skipswærft A/S í Frederikssund, Danmörku 1950. Til 1969, var skipið björgunar- og varðskip aðallega fyrir Vestfirðinga og gekk undir nafninu ,,Björgunarskúta Vestfjarðar.
Eldur kom upp í skipinu í Patreksfjarðarhöfn 16. mars 1975 og var því þá sökkt í höfninni til að slökkva í því. Náð upp fljótlega og síðan endurbyggt hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. Hafist var handa fyrir nokkrum árum að undirbúa við að gera skipið að fljótandi safni til varðveislu. Minna varð þó úr framkvæmdum og lá skipið lengi á Patreksfirði, en var síðan fært til Ísafjarðar, en lítið hefur verið unnið við skipið.
Skipið hefur aðeins borið nöfnin María Júlía og María Júlía BA 36.
23.04.2013 21:30
Jæja síðasta vikan - Jón Páll, í Noregi í gær
![]() |
||
|
|
23.04.2013 20:45
Sigþór ÞH 100
![]() |
185. Sigþór ÞH 100, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll |
Smíðanr. 46 hjá Marstrand Mekanisk Verksted A/B i Marstrand, í Svíþjóð 1963. Kom til Sandgerðis laust fyrir kl. 20 laugardginn 13. apríl 1963 eftir 7 mánaða smíðatíma. Endurbyggður hjá Dráttarbraut Keflavíkur hf. Keflavík 1974-1977. Yfirbyggður 1987. Lengdur, skutur sleginn út og nú brú, gert í Þýskalandi 1987.
Báturinn var dreginn logandi til Njarðvíkur 29. mars 1974 af Ásgeir Magnússyni II GK 59, en eldur kom upp í bátnum er hann var staddur 8 sm. út af Stafnesi.
Aftur kom upp eldur í bátnum og nú við bryggju í Sandgerði 20. feb. 2005 og stórskemmdist hann og var ákveðið að gera ekki við hann heldur láta hann í pottinn. Slitnaði báturinn aftan úr Brynjólfi ÁR sem var að draga hann og var einnig á leið í pottinn, er skipin voru við Færeyjar. Kom Færeyska varðskipið Brymill að því mannlausu á reki og tók það í tog og dró til Færeyja að morgni 10. okt. 2005. Var skipið síðan dregið til Esbjerg í Danmörku, en þangað hafði förinni verið heitið og þangað kom það í maí 2006.
Nöfn: Sigurpáll GK 375, Sigþór ÞH 100, Þorvaldur Lárusson SH 129, Straumur RE 79 og Valur GK 6.
23.04.2013 20:07
Röst RE 107
![]() |
||
|
|
Smíðaður í Hafnarfirði 1954. Sökk við bryggju í Höfnum 27. maí 1967 og tekin þá af skrá. Endurbyggður af Einari Gunnarssyni, Keflavík 1967-1971 og verkinu lokið í Stykkishólmi 1970-1971. Settur síðan aftur á skrá 1971. Brenndur síðan á áramótabrennu í Vogum 11. des. 1991. Þó ekki úreltur með samþykkt fyrr en 3. sept. 1994 og afskráð 11. okt. 1994. eða tæpum þremur árum eftir að hann var brenndur.
Nöfn: Faxi GK 129, Matti SH 4, Kristín NK 17, Röst NK 17, Röst RE 107, Hegri KE 107, Búi GK 107, Báran SI 14, Gæfa VE 11 og Gæfa II VE 112.
23.04.2013 19:45
Bryndís GK 129 / Bryndís KE 12
|
362. Bryndís GK 129
|
||
23.04.2013 19:21
Björgun Ramónu ÍS, í gærkvöldi
Bjarni Guðmundsson, Neskaupstað: Hér eru myndir frá því í gærkvöldi þegar Ramóna var dregin á Seyðisfjörð. Á fyrstu myndinni sést Green Ice með Ramónu í togi, en þeir héldu bátnum frá landi þangað til Hafbjörgin kom og tók bátinn í tog. Skemmdir á bátnum eru eftir óveður vestur á fjörðum í vetur.
![]() |
||||||||
|
|
23.04.2013 18:45
Vatnsnes KE 30
![]() |
212. Vatnsnes KE 30, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll |
Smíðanúmer 256 hjá Lindströl Skips & Batbyggeri, Risör, Noregi 1960. Lengdur hjá Stálsmiðjunni hf., Reykjavík 1986. Yfirbyggður og breytt í Noregi 199?. Úreltur samkv. samþ. 3. sept. 1994. Seldur úr landi til Grænlands 22, desember 1994.
Kom í slipp í Hafnarfirði i júlí 2002 og var þá gjörbreyttur í útliti frá því sem áður var, er hann var undir íslenskum fána.
Nöfn: Sæþór ÓF 5, Sæfari AK 171, Erlingur Arnar VE 124, Hringur GK 18, Vatnsnes KE 30, Axel Eyjólfs KE 70, Skagaröst KE 70, Ögmundur RE 94, H.B. Lyberth GR 7-240, Anna Kill GR 6-8 og Mask Tender GR 6-8.





















