Færslur: 2013 Apríl
07.04.2013 17:45
Hafbjörg HU 101 / Vismin ÁR 12 - í dag Oddur Guðjónsson SU 100
![]() |
||
|
|
Framleiddur hjá Marki hf. á Skagaströnd 1987.
Nöfn: Hafbjörg HU 101, Vismin ÁR 12, Vismin II ÁR 54, Vismin II HF 344, Nökkvi NK 39, Nökkvi SU 100 og núverandi nafn: Oddur Guðjónsson SU 100
07.04.2013 16:45
Brynhildur KE 83
![]() |
1815. Brynhildur KE 83, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll |
Framleiddur hjá Viksund Nor A/S, Rödskj. Harstad, Noregi 1987. Lengdur 1995. Seldur til Bergen í Noregi 17. maí 2009.
Báturinn var fluttur til landsins í ágúst 1987 með flutningaskipi og sjósettur og gefið nafn 28. ágúst 1987. Fór síðan frá Njarðvík ásamt 1900. Ramónu til Bergen í Noregi að kvöldi 10. júní 2009 og voru báðir bátarnir með íslensku nöfnin á leiðinni, en siglt úr af norðmönnum.
Nöfn: Brynhildur KE 83, Sæfari SH 339 og nú óþekkt nafn í Noregi.
07.04.2013 16:00
Vigdís Helga VE 700
![]() |
| 1626. Vigdís Helga VE 700, í Njarðvíkurslipp © mynd Emil Páll |
Smíðanúmer 20 hjá Saksköbing, Saksköbing í Danmörku 1976. Innflutt hingað 1982 og kom hingað til lands 28. júní það ár. Upphaflega smíðað sem eins þilfara síðutogari til veiða á bræðslufiski, en 1980 var byggt yfir skipið og því breytt til línuveiða. Sett var á það ný brú og umræddar breytingar framkvæmdar í Skipasmíðastöð Njarðvíkur 1997. Brú sú sem sett var á það hafði verið keypt notuð frá Noregi og átti að fara á 1361. Erling KE 45, en hann sökk áður en að þeim framkvæmdum kom. Kom brúin af norska skipinu Fröyvander.
Úreldingastyrkur var samþykktur í des. 1994, en ekki notaður. Skipið var selt til Írlands í febrúar 1996, en skilað aftur í sama mánuði og lá þá við bryggju í Njarðvík þar til það var tekið upp í Njarðvíkurslipp í janúar 1997. Vísir hf. hafði haft skipið á leigu í um eitt ár áður en þeir keyptu það kvótalaust. Fór það eina ferð milli Grænlands og Kanada í ársbyrjun 2005 og eftir það var því lagt í Kanada þangað til að það var selt til frumbyggja í Baffinslandi í Kanada í júlí 2005, Kom það til Reykjavíkur í viðgerð í byrjun ársins 2007 undir kanadíska nafninu..
Nöfn: Michelle-Cher, Hafrenningur GK 38, Hersir HF 227, Hersir ÍS 33, aftur Hersir HF 227, Hersir ÁR 2, Klettur SU 100, Nansen ÍS, aftur Klettur SU 100, Vigdís Helga VE 700, Gissur hvíti SF 55, Gissur hvíti GK 457 og í Kanada fékk það nafnið: Qujukoaq
07.04.2013 14:45
Hólmavík
![]() |
Hólmavík © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is 3. apríl 2013 |
07.04.2013 14:00
Sunset @ Las Palmas
![]() |
Sunset @ Las Palmas © mynd Svafar Gestsson, 6. apríl 2013
07.04.2013 13:00
Þorleifur EA 88
![]() |
||||
|
|
07.04.2013 11:20
Sérkennilegur bátur í Hafnarfirði
Á þennan bát rakst Þorgrímur Ómar Tavsen á í gær á Rauðhettu í Hafnarfirði.
![]() |
||||
|
|
07.04.2013 10:45
1. apríl gabb? Hoffell SU, orðið Svanaug Else frá Danmörku og Gitte Henning orðið Hoffell
Nú virðist það vera orðið ljóst að búið sé að selja Hoffell SU 80 til Danmerkur og hefur skipið fengið nafnið Svanaug Else og á sama tíma hefur verið gengið frá kaupum á Gitte Henning og mun það bera nafnið Hoffell SU.- Sennilega er þetta þó 1. aprílgabb þeirra fyrir austan
![]() |
||
|
|
07.04.2013 09:45
Frá Lofoten í Noregi
![]() |
||
|
Svona eru skreiðarhjallarnir hérna, það er ekki full hengt hérna því það var svo kalt í mars svo nokkrir eru ennþá að hengja en það verður nú ekki mikið lengur því flugann fer að kveikna og þá er nú ekki gott að eiga nýjan fisk á hjalli.
|
07.04.2013 08:44
Snurvoðabátur í Noregi með aðra aðferð en hér heima
![]() |
Hér sjáum við snurvoðabát kasta nótinni. Sést ekki á þessari mynd en þeir eru ekki búnir að finna upp stert eins og við þ.e.a.s segja tóg frá pokagjörð upp í kjaft eða væng svo auðvelt sé að ná fiskinum úr nótinni norðmenn nota belg þeir kasta belg með nótinni og svo kasta þeir á belginn til að komast í pokann oft mikið bras hálfkjánalegt.
![]() |
|
© myndir og myndatextar: Jón Páll Jakobsson, Noregi, 6. apríl 2013 |
07.04.2013 07:56
Skakbátur í Svolvaer, Noregi
![]() |
|
Af Facebook: Guðni Ölversson Þetta er vígalegt prik. |
07.04.2013 06:58
Betelskipet (kirkjuskipið eða guðskipið
![]() |
Betelskipet (kirkjuskipið eða guðskipið) í Svolvaer, Noregi - Jón Páll Jakobsson, Noregi, 6. apríl 2013
06.04.2013 23:01
24 úrklippur, víða að
Þá kemur loka hópurinn af úrklippunum sem ég birti núna og eru allar nokkra tuga gamlar. Nokkrar eru úr Morgunblaðinu, ein úr Víking, en hvaðan hinar koma veit ég ekkert um.
Morgunblaðið

428. Víðir II GK 275

1047. Elding

Böðvar AK 33

1642. Laxdal NS 110 © úrklippur úr Morgunblaðinu, fyrir tugum ára
Sjómannablaðið Víkingur

428. Víðir II GK 275 © úrklippa úr Sjómannadagsblaðinu Víking fyrir áratugum
Uppruni ókunnur

Óþekkt skúta

1037. Dagfari ÞH 70

1489. Anný HU 3

586. Björg Jónsdóttir ÞH 321, í jan. 1985

225. Sjöstarnan KE 8

813. Svanur RE 88 og Andrés Finnbogason

1304. Ólafur Bjarnason SH 137

541. Ægir GK 8
![]()

392. Erlingur VE 295

813. Svanur RE 88

589. Hrönn GK 240 - spegilmynd

Bátur brennur

Óþekktur bátur

1518. Hafsteinn ÁR 80

903. Hafbjörg ÁR 16

1561. Reyr

1519. Fálki ÞH 260

Borre, síðar einhver á-in

Óþekkt skip © Úrklippur úr hinum ýmsu blöðum
06.04.2013 22:45
Gautur GK 90
|
|
||
Smíðanr. 326 hjá Clelands Shipbuilding Co Ltd í Wallsend, Englandi 1973.
Nöfn: Glen Moriston A-238, Haförn GK 90, Gautur GK 224 og Krossnes SH 308. Fórst á Halamiðum 22. febrúar 1992 ásamt þremur mönnum.
06.04.2013 21:45
Stapafell (2)
![]() |
1545. Stapafell, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll |
Smíðanr. 763 hjá J.G. Hitzlers Schiffswerft í Leuemburg, Elbe, Þýskalandi. Hljóp af stokkum 2. maí 1979 og kom fyrst hingað til lands 16. október það ár og þá til Hafnarfjarðar, en degi síðar til heimahafar sinnar í Keflavík. Selt úr landi til Ekvador í maí 2001.
Nöfn: Stapafell og Salango og hvort það ber það nafn ennþá veit ég ekki um.























