Færslur: 2013 Apríl
12.04.2013 18:45
Berglín GK 300, landar rækju á Siglufirði
![]() |
1905. Berglín GK 300, að landa rækju á Siglufirði sl. miðvikudag © mynd Hreiðar Jóhannsson, 10. apríl 2013 |
12.04.2013 18:11
47 milljónir í veiðigjald fyrir einn túr
Veiðiferð frystitogarans Þórs HF í Barentshafið stóð ekki undir sér
,,Það er ljóst að ekki verður grundvöllur til þess að gera út skip á þessar veiðar lengur þar sem útgerðin verður að greiða tæplega 50 milljónir króna í veiðigjald til íslenska ríkisins úr einum túr,“ segir Guðrún Lárusdóttir framkvæmdastjóri Stálskipa ehf. í Hafnarfirði í samtali við Fiskifréttir
Þór HF, frystitogari útgerðarinnar, kom úr um páskana úr rúmlega 40 daga veiðiferð í Barentshafið. Aflinn var rúmlega 1.500 tonn og áætlað aflaverðmæti 208 milljónir króna. Þegar búið er að draga frá hlut sjómanna, veiðigjald, olíukostnað og tryggingagjald eru aðeins 2,7 milljónir króna eftir fyrir allan annan kostnað
AF Facebook:
12.04.2013 17:45
Birta SH 707, Frú Magnhildur GK 222 og Birgir ÞH 323, í Sandgerði í gær
![]() |
| 1927. Birta SH 707, 1546. Frú Magnhildur GK 222 og 2005. Birgir ÞH 323 í Sandgerði í gær © mynd Emil Páll, 11. apríl 2013 |
12.04.2013 16:45
Flottar myndir og flottur bátur frá Bolungarvík, í Sandgerði
![]() |
||
|
|
12.04.2013 15:45
Logi GK 121, fluttur út á Hvalsnes
|
Smíðaður í Skipasmíðastöð Nóa Kristjánssonar, Akureyri 1958. Dekkaður 1960. Endurbyggður í Skipasmíðastöð Njarðvíkur 1985. Úreldur 3. maí 1993 og stóð upp við Landakot í Sandgerði til ársins 1994 að hann var fluttur að bænum Sandgerði við Sandgerðistjörn og um 2003 var hann fluttur á autt svæði neðan við Fræðasetrið í Sandgerði og var þar þangað til í síðasta mánuði að hann var fluttur nálægt Nýlendu á Hvalsnesi og er hann nú staðsettur stuttu frá sjávarkambinum.
Nöfn: Bjarmi TH 277, Bjarmi ÞH 277, Bjarmi BA 277, Logi GK 121 og Logi GK 212.
12.04.2013 14:45
Dóri GK 42 og Muggur KE 57
![]() |
2622. Dóri GK 42 og 2771. Muggur KE 57, í Sandgerði í gær © mynd Emil Páll, 11. apríl 2013 |
12.04.2013 13:45
Henningsvær, Noregi í gær
Já nú róum við frá þessum gamla lofotenbæ " Henningsvær" þar sem hefur verið róið til fiskjar lengi eða frá því í kringum 1700. Þessi bær sem er byggður upp á hólmum og litlum eyjum einu samgöngur við fastalandið var ferjusamgöngur allt til 1983 þegar Henningsværbroa var byggð. Margir vilja meina þess vegna hafi bærinn varðveitst eins og hann er engar steinsteypublokkir byggðar í skjön við umhverfið og bæinn sjálfann
![]() |
||
|
Þessi er en starfandi hérna en þetta fyrirtæki var stofnað 1868, gaman að þessu að sjá svona gömul fyrirtæki en starfandi þó sérstaklega í sjávarútveg Það er búið að vera kaldaskítur síðustu tvo daga en nú lofar hann fínu veðri næstu daga svo vonandi verður eitthvað kropp en við vorum með 2,1 tonn í dag í 50 net erum farnir að leggja aðeins meira og munum fjölga netum á morgun þannig að eftir morgundaginn verðum við komnir með 60 net. .
|
12.04.2013 12:45
Frú Magnhildur GK 222 og Birgir ÞH 323
![]() |
1546. Frú Magnhildur GK 222 og 2005. Birgir ÞH 323, í Sandgerði í gær © mynd Emil Páll, 11. apríl 2013 |
12.04.2013 11:20
Pálína Ágústsdóttir GK 1, í gær
![]() |
||||
|
|
12.04.2013 10:45
Haffari, í Njarðvíkurhöfn í gær
![]() |
1463. Haffari, í Njarðvíkurhöfn í gær, ný kominn úr Njarðvíkurslipp © mynd Emil Páll, 11. apríl 2013 |
12.04.2013 09:45
Carisma Viking SF-20-V í Keflavík í morgun
![]() |
||||
|
|
12.04.2013 08:45
Einstaklega fallegt veður ( þó ekki í dag)
![]() |
Einstaklega fallegt veður © mynd Hjalti Gunnarsson, Þerney RE 1, 9. apríl 2013 |
12.04.2013 07:20
Fagraberg FD 1210
![]() |
Fagraberg FD 1210 frá Fuglafirði Færeyjum © mynd Faxagengið, faxire9.123.is 11. apríl 2013
12.04.2013 06:28
Nordborg og Ingunn á kolmunamiðunum
![]() |
Norðborg og 2388. Ingunn á miðunum © mynd Faxagengið, faxire9.123.is 11. apríl 2013
11.04.2013 23:01
Farþegaskip fyrir Grænlendinga og 7 bátar fyrir innanlandsmarkað
Þeir hjá Bláfelli á Ásbrú stefna á það að afhenda 6 báta, nú í mánuðinum, sem ýmist er nýsmíði eða hafa verið í endurbótum hjá þeim að undanförnu. Að auki verður einn tilbúinn um eða upp úr mánaðarmótunum.
Þegar þessir bátar verða afhentir setja þeir allan kraftinn í að smíða farþegabát fyrir Grænlendinga sem á að afhendast í september í haust. Hér fyrir neðan geri ég þessum bátum öllum skil.
Valberg VE 10 ex VE 5
Bátur þessi sem var í lagfæringu og smá endurbótum fer trúlega frá þeim á morgun.

6507. Valberg VE 10 ex VE 5
Fönix ST 5
Búist er við að þessi verði sjósettur núna um helgina

7742 . Fönix ST 5
Jói á Nesi SH 159
Þessi verður afhentur í mánuðinum

7757. Jói á Nesi SH 159
Óríon BA 34
Þennan á líka að afhenda núna í mánuðinum

7762. Óríon BA 34
Þrasi SH 375
Þessi er í hópi þeirra sem á að afhenda í mánuðinum



7760. Þrasi SH 375
Julla
Þessi er á Vesturleið og verður trúlega einnig afhentur í mánuðinum og er af gerðinni Sómi 600

Jullan
Ex Sæunn GK 660
Þessi bátur er í eigu Bláfells og er vonast til að hann klárist í mánuðinum, en hann fær þá nýtt nafn og verður trúlega skráður með ST númeri

6917. Ex Sæunn GK 660, sem fær nýtt nafn og ST númer
Til Grænlands
Um er að ræða farþegabát af gerðinni Sómi 870, dekkaður sem stefnt er af að klára í september nk.

Teikingin af farþegabátnum fyrir Grænland
© myndir Emil Páll, 11. apríl 2013



















