Færslur: 2013 Apríl
16.04.2013 17:45
Smáskel ÞH 16 ex Eldbakur EA 6
![]() |
||
|
|
16.04.2013 16:45
Guðrún KE 20 á leið til Sandgerðis í dag
Hér koma nokkrar myndir af bátnum er hann var á siglingu fyrir utan sjóvarnargarðinn við Sandgerðishöfn og á síðustu myndunum er hann búinn kominn með stefnuna inn í höfnina.
![]() |
||||||||
|
|
16.04.2013 16:00
Flott syrpa í kvöld
![]() |
|
Af Facebook: |
16.04.2013 15:45
Logi GK 121, kominn á Nýlendu
Eins og ég sagði frá í síðustu viku hefur Logi GK 121, sem staðið hefur fyrir neðan Fræðrasetrið í Sandgerði, sem í dag heitir Þekkingarsetrið, verið fluttur á landareign Nýlendu á Hvalsnesi. Þá birti ég mynd sem ég tók í snjómuggu, en nú koma myndir sem ég tók af bátnum í góða veðrinu í dag.
![]() |
||||||
|
|
16.04.2013 13:45
Guðbjörg Elín SH 53
![]() |
1161. Guðbjörg Elín SH 53 © mynd Emil Páll, einhvern tímann á árunum 1971-73
Smíðaður sem nótabátur, í Reykjavík 1961. Dekkaður í Hafnarfirði 1971. Úreldur 8. des. 1988.
Nöfn: Magga RE 98, Guðbjörg Elín SH 53, Bogga GK 53, aftur Guðbjörg Elín SH 53, Jóhannes Gunnar GK 74 og Drífa GK 83
16.04.2013 12:45
Hafliði Guðmundsson GK 210
![]() |
| 1214. Hafliði Guðmundsson GK 210, fyrir miðri mynd í Grindavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 1972 |
Smíðaður hjá Skipasmíðastöð Austfjarða hf., Seyðisfirði árið 1972. Stórviðgerð í Njarðvík 1972. Sökk við netadrátt skammt undan Hópsnes við Grindavík, 12. apríl 1972. Var þá aðeins tæplega eins mánaðar gamall. Náð upp fljótlega aftur. Sökk aftur og nú undan Tröllakirkju á Snæfellsnesi 16. nóv. 2002.
Nöfn: Hafliði Guðmundsson GK 210, Byr GK 27, Byr KE 33, Hugi RE 141, Hugi BA 49 og Kristján S. SH 23
16.04.2013 11:20
Þórður Vormsson á Dísu GK 124 úr Vogum
![]() |
||||||
|
|
16.04.2013 10:45
Ingibjörg KE 114 og Þorsteinn Gíslason KE 31
![]() |
| 334. Ingibjörg KE 114 og 288. Þorsteinn Gíslason KE 31 í Keflavík © mynd Emil Páll, snemma á áttunda áratug síðustu aldar |
334.
Smíðaður í Svíþjóð 1941, en innfluttur hingað til lands 1945. Eldur kom upp í bátnum er hann var á veiðum í ágúst 1977 og var hann dreginn í land, en var svo illa farinn að hann var dæmdur ónýtur.
Nöfn: Björg SU 9, Ingibjörg KE 114 og Ingibjörg SH 142
288.
Smíðaður hjá Avera-Werft við Lubeck, Niendorf, Þýskalandi 1959, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Báturinn hljóp af stokkum 17. desember 1959, en kom þó ekki í fyrsta sinn til Keflavíkur fyrr en í desember 1960. Báturinn hét eftir gömlum þekktum sjósóknara í Keflavík.
Upphaflega átti báturinn að heita Guðbjörg ÍS 14 og eigandi Hrönn hf. Ísafirði. En vegna einhverja vandræða við fjármögnun hjá Hrönn hf. fékk Guðfinnur sf. þennan bát og þeir á Ísafirði bát þann sem smíðaður var sem bátur Guðfinns.
Nöfn: Árni Geir KE 31, Þorsteinn Gíslason KE 31, Þorsteinn Gíslason GK 2, Arnar í Hákoti SK 37 og núverandi nafn er: Jökull SK 16.
16.04.2013 09:45
Þverfell KE 11, Kristín GK 81, Bergþór GK 25 o.fl.
![]() |
314. Þverfell KE 11, 276. Kristín GK 81 og 743. Bergþór GK 25 o.fl. í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll á árunum 1971-1973
314.
Smíðanúmer 9 hjá Dröfn hf., Hafnarfirði 1956, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Talinn ónýtur 30. nóv. 1990.
Nöfn: Baldvin Þorvaldsson EA 24, Brimnes RE 333, Þverfell KE 11, Þverfell ÞH 139, Þverfell RE 129 og Sæbjörg ST 7
276.
Smíðaður í Lögstör, í Danmörku 1959 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Kom nýr til Patreksfjarðar í febrúarlok 1960. Endurbyggður Akranesi 1970. Dæmdur ónýtur eftir árekstur við mb. Guðmund Kristinn SU, út af Austfjörðum í okt. 1979.
Nöfn: Andri BA 100, Útey KE 116, Kristín GK 81 og Votaberg SU 14.
743.
Báturinn var smíðaður í Fredrikssund, Danmörku 1960 og rak upp og strandaði þarna 24. mars 1973. Þegar báturinn strandaði var hann að fara til bjargar Bakkafossi sem var með í skrúfunni. En á sama tíma og það losnaði úr skrúfu Bakkafoss og vél skipsins komst í gang fékk Valþór í skrúfuna og rak upp í kletta. Fullyrt var í sjóprófum að um sama tóg hefði verið að ræða. Sagt var að síðan hefði Goðinn komið á staðinn og rifið bátinn í sundur á strandstað og hvarf hann alveg á örfáum dögum.
Nöfn: Sigurður AK 107, Sigurður VE 35, Bergþór GK 25 og Valþór GK 25
16.04.2013 07:20
Skúta í Reykjavík
![]() |
Skúta í Reykjavík © mynd Bragi Snær, 15. apríl 2013 |
16.04.2013 06:22
Smábáta- eða skútuhöfnin við Hörpu
![]() |
Smábáta- eða skútuhöfnin við Hörpu © mynd Bragi Snær, 15. apríl 2013 |
15.04.2013 23:03
Sjómannadagurinn í Keflavík og níu nafngreindir bátar

Þarna sjáum við 288. Árni Geir KE 31, 630. Faxavík KE 65, 591. Ólaf II KE 149 og 1286. Frey KE 98


Sömu bátar og á fyrstu myndinni

516. Hafborg GK 99, 1170. Sæþór KE 70, 327. Vatnsnes KE 30 og 1032. Hafborg KE 54

516. Hafborg GK 99, 1170. Sæþór KE 70, 327. Vatnsnes KE 30, 670. Manni KE 99, 288. Árni Geir KE 31, 630. Faxavík KE 65 og 591. Ólafur II KE 149

670. Manni KE 99, 288. Árni Geir KE 31, 630. Faxavík KE 65, 591. Ólafur II KE 149 og 1286. Freyr KE 98

1032. Hafborg KE 54, 516. Hafborg GK 99, 1170. Sæþór KE 70, 327. Vatnsnes KE 30, 670. Manni KE 99, 288. Árni Geir KE 31 og 591. Ólafur II KE 149

516. Hafborg GK 99, 1170. Sæþór KE 70 og 327. Vatnsnes KE 30
© myndir Emil Páll
15.04.2013 22:37
4 myndir frá Þerney RE 1

Blandaður afli, þetta er gæðafæða. Grillaðir þorskhnakkar, soðin ýsa eða ufsabollur, eða það sem þér dettur í hug

Stjáni og Bjarki að stafla gullinu í mjöllestinni.

Gummi baader eða Gummi marine eitthvað, að klappa M700 flökunarvélinni okkar ( sem er smíðuð á Ólafsfirði)

Þessi er reyndar líka smíðaður á Ólafsfirði eins og flökunarvélin, en hér er höfðinginn hann Björn Þorsteinsson.
© myndir Hjalti Gunnarsson,13. mars 2013 um borð í 2203. Þerney RE 1, í 3. veiðiferð
























