Færslur: 2013 Febrúar
23.02.2013 13:42
Jón Oddgeir

2474. Jón Oddgeir, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll, í júlí 2009
23.02.2013 12:49
Kristinn SH 112

2468. Kristinn SH 112, í Ólafsvík © mynd Emil Páll, 29. ágúst 2009
23.02.2013 12:35
Gunnar Bjarnason SH 122
![]() |
2462. Gunnar Bjarnason SH 122, í Ólafsvík © mynd Emil Páll, 29. ágúst 2009 |
23.02.2013 10:45
Elvis GK 80

2461. Elvis GK 80, í Grindavík © mynd Emil Páll, 2008
23.02.2013 09:41
Litli Nebbi SU 29
Hér sjáum við bátinn kominn inn í hús hjá Sólplasti í Sandgerði og hafin er vinna við að lengja hann. Er hann þarna kominn í þá stærð sem hann mun verða í.



6560. Liltli Nebbi SU 29, inni í húsi hjá Sólplasti í Sandgerði © myndir Emil Páll, 21. feb. 2013
23.02.2013 08:43
Norðborg KG 689, frá Klakksvík í Færeyjum, á loðnumiðunum út af Hvalsnesi





Norðborg KG 689, frá Klakksvík í Færeyjum, á loðnumiðunum út af Hvalsnesi © myndir Faxagengið, faxire9.123.is 11. feb. 2013
23.02.2013 08:29
Tólf sagt upp á Bíldudal
Tólf starfsmönnum hefur verið sagt upp hjá frystihúsinu Arnfirðingnum á Bíldudal. Hólmgrímur S. Sigvaldason, framkvæmdastjóri Arnfirðings, segir ástæðuna skuggalega erfiða stöðu í bankaviðskiptum eins og hann orðar það.
„Afurðarverð fer lækkandi og bankarnir eru bara nervös vegna þessa," segir Hólmgrímur sem segir bankana í vörn. Hann segir að í afurðalánaviðskiptum sé nauðsynlegt að hafa stuðning banka þar sem afurðirnar eru lánaðar og svo greiddar eftir 30 - 60 daga.
Hann segir reksturinn hafa verið þungan allan tímann og ekki hafi ástandið batnað eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um umdeild frumvörp um fiskveiðilöggjöfina árið 2010. „Þá bakkaði banki út úr viðskiptum við mig sem stóð til að stofna til. Það var ekki Landsbankinn, heldur annar banki," segir Hólmgrímur sem ætlar að einbeita sér að rekstri fyrirtækisins í Reykjanesbæ. Hann segir þó öll tól og tæki til staðar í frystihúsinu á Bíldudal og ekki loku fyrir það skotið að hefja rekstur á ný ef aðstæður breytast.
Heimild: visir.is
23.02.2013 08:13
Máni II ÁR 7




1887. Máni II ÁR 7 og 2487. Ölver, í Þorlákshöfn og sá sem stendur á þilfari Ölvers er Haukur Jónsson, útgerðarmaður Mána II © myndir Ragnar Emilsson, 22. feb. 2013
23.02.2013 07:03
Jón Kjartansson SU 111 - SULLI

385. Jón Kjartansson SU 111 © mynd af síðu Guðna Ölverssonar
Af Facebook-síðu Guðna Ölverssonar:
Þetta er hinn eini og sanni SULLI. Jón Kjartansson SU 111. Sá fyrsti sem bar þetta nafn og kom því á kortið svo það aldrei gleymist. Hann var smíðaður í Frederikshavn árið 1956, 64 tonn að stærð með Alpha 260 vél. Báturinn var 19,83 m. að lengd, 5,64 á breidd og 2.59 á dýpt. Hann kom heim á Eskifjörð á sólríkum degi þegar ég var í stuttbuxum og nýrri peysu sem ég man að mig klæjaði undan. Eftir smá byrjunarörðugleika fiskaði þessi bátur betur en allir aðrir á síldveiðunum undir stjórn kennarans úr Garðinum, annar frá vinstri í fremmri röð. Í mínum huga hefur enginn annar bátur rétt til að vera kallaður Sulli.
22.02.2013 23:00
Bláfell: Ýmislegt i gangi, bæði á lager og selt
Hér kemur smá sýnishorn varðandi verkefni hjá Bláfelli á Ásbrú.


Hér sjáum við Sóma 697, eða jullur sem heppilegar eru til strandveiða og eru þeir nú að framleiða nokkra óselda báta, þ.e. á lager.

Hér eru þrír opnir bátar, sá lengst til vinstri er af gerðinni Víkingur og er búinn að vera íhlaupaverkefni í nokkur ár. Sá í miðið er af gerðinni Sómi 870 og fer til Grundarfjarðar, en þessi lengst til hægri er af gerðinni Sómi 795 og fer hann til Ólafsvíkur
![]() |
||||||
|
|
22.02.2013 22:38
Bót HF 81
![]() |
2782. Bót HF 81, í Sandgerðishöfn í gær © mynd Emil Páll, 21. feb. 2013 |
22.02.2013 21:45
Holmvag N-47-ME

![]()

Holmvag N-47-ME í norskri höfn © myndir Jón Páll Jakobsson, í feb. 2013
22.02.2013 21:34
Ekki króna fékkst upp í 6,2 milljarða kröfur
Skiptum lokið á þrotabúi útgerðarfélagsins A300 frá Húsavík
Útgerðar- og fiskvinnslufélagið A300 ehf. fór illa út úr hruninu og gengistryggðar skuldir þess tvöfölduðust og eigið fé þess þurrkaðist út. Mynd úr safni
Ekki króna fékkst upp í lýstar kröfur í þrotabú fiskverkunar- og útgerðarfélagsins A300 ehf. frá Húsavík sem úrskurðað var gjaldþrota í september 2012. Engar eignir fundust í búinu en lýstar kröfur í það námu ríflega sex þúsund og tvö hundruð milljónum króna samkvæmt tilkynningu um skiptalok í Lögbirtingablaðinu í dag.
A300 ehf. var að fullu í eigu Gunnlaugs Karls Hreinssonar. Samkvæmt síðasta ársreikningi félagsins fyrir árið 2010 segir í áritun endurskoðanda að félagið hafi verið orðið órekstrarhæft þá þegar. Félagið fór illa út úr efnahagshruninu og bendir endurskoðandi á að við hrunið hafi gengistryggðar skuldir félagsins tvöfaldast og eigið fé þurrkast út. „Félagið er því ekki rekstrarhæft nema með aðstoð viðskiptabanka þess.“ Í árslok 2010 var eigið fé félagsins neikvætt um 5 milljarða króna og skammtímaskuldir 7 milljörðum hærri en veltufjármunir segir einnig í áritun endurskoðanda.
Athygli vekur því að fram kemur í skýrslu stjórnar í sama ársreikningi að bátar félagsins, Háey II ÞH 275 og Lágey ÞH 265, voru á árinu 2011 seldir frá félaginu ásamt aflaheimildum. Voru þeir keyptir af félaginu G.P.G. Fiskverkun ehf. sem einmitt er líka að fullu í eigu Gunnlaugs Karls. DV fjallaði árið 2011 um Háey II.
Milljarðaskuldirnar sem sátu eftir í félaginu A300 ehf. verða því afskrifaðar.
22.02.2013 21:00
HAV NES í Helguvík

HAV NES, í Helguvík í gær og svo fór það skömmu eftir að myndin var tekin © mynd Emil Páll, 21. feb. 2013
22.02.2013 20:00
Friður

Friður, Hólmavík © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is 20. feb. 2013






