Færslur: 2013 Febrúar
03.02.2013 00:00
Sölvi Bjarnason / Eyjaver / Fylkir / Skarfur / Faxaborg / Lucky Star / Faxaborg.

1023. Sölvi Bjarnason BA 65 © mynd Floti Patreksfjarðar, Snorrason

1023. Sölvi Bjarnason BA 65 © mynd Snorrason

1023. Sölvi Bjarnason BA 65 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Snorrason

1023. Eyjaver VE 7 © mynd Snorrason

1023. Fylkir NK 102, í miklum ís © mynd Bjarni Guðmundsson

1023. Skarfur GK 666, í Grindavík © mynd Morgunblaðið

1023. Skarfur GK 666, í innisiglingunni til Grindavíkur © mynd Guðni Ölversson

1023. Skarfur GK 666, kemur inn til Grindavíkur © mynd Þorsteinn Gunnar Sigurðsson

1023. Skarfur GK 666 © mynd Snorrason

1023. Skarfur GK 666 í höfn í Grindavík © mynd Emil Páll 2003

1023, Faxaborg SH 207 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson 2007

Lucky Star, á Stakksfirði © mynd Emil Páll, febrúar 2009

Lucky Star, í Færeyjum © Regin Thorkilsson, Shipspotting 2009

Faxaborg ex Lucky Star, í Hollandi © mynd Shipspotting 2009
Faxaborg © mynd shipspotting, Emmanuel L, 10. sept. 2012

Faxaborg, ex 1023 © mynd af síðu Jóns Páls Jakobssonar, en næst í hægra horninu má sjá hver tók myndina.
Smíðanúmer 438 hjá V.E.B. Elbe Werft, Boizenburg, Þýskalandi 1967, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Yfirbyggður 1984. Seldur út landi til Grikklands með heimahöfn í Zansibar í Tansaniu í nóv. 2008, en fór ekki fyrr en í feb. 2009. Síðan selt aftur og nú til Hollands með heimahöfn í Freetown, Sierra Leone.
Eftir að báturinn var seldur úr landi stóð til að breyta honum í þjónustubát fyrir túnfiskveiðskip. Fór hann frá Ólafsvík 20. febrúar 2009, en þó ekki langt, því hann lá inni á Keflavíkinni 21. febrúar, sennilega vegna slæmrar veðurspár og hefur það sennilega verið síðasti viðkomustaðurinn hérlendis. Komst þó aldrei nema til Kinsali á Suður-Írlandi, en þar strauk skipstjórinn frá borði og aðrir áhafnarmeðlimir voru handteknir af lögreglu og þannig stóðu málin þar til skipið var selt til Hollands.
Sem Skarfur GK 666 vann skipið til fjölda viðurkenninga undir skipstjórn Péturs heitins Jóhannssonar, Keflavík. Fyrir utan að vera með aflahæstu skipum, fékk það viðureknningu frá Fiskmarkaði Suðurnesja fyrir góð gæði og ísun aflans. Einnig viðurkenningu frá Siglingamálastofnun ríkisins fyrir góða umhirðu og gott ástand öryggismála.
Nöfn: Sléttanes ÍS 710, Sölvi Bjarnason BA 65, Eyjaver VE 7, Fylkir NK 102, Skarfur GK 666, Faxaborg SH 207, Lucky Star og í Hollandi fékk það nafnið Faxaborg, og er með það ennþá, því ein myndanna er tekin í september 2012 og sannar það.
02.02.2013 23:00
Brimill GK 17

1911. Brimill GK 17, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 1988. Þarna er nýbúið að sjósetja hann í fyrsta sinn. Hann er ennþá til, en svolítið breyttur og heitir í dag Karl Magnús SH 302
02.02.2013 22:00
Hraunsvík GK 75

1907. Hraunsvík GK 75, í Grindavík © mynd Emil Páll, 2008

1907. Hraunsvík GK 75, að koma inn til Grindavíkur © mynd Emil Páll, 1. mars 2009
02.02.2013 21:00
Sjö af tíu skipum Nesfisks, utan við Sandgerði

Sjö af tíu skipum Nesfisks í Garði utan við Sandgerði, þar sem þau voru að taka á móti 2262. Sóleyju Sigurjóns er hún kom í fyrsta sinn undir því nafni til Sandgerðis, auk þess sem það var að koma úr breytingum erlendis frá þar sem það var m.a. stytt © mynd Emil Páll, 12. maí 2008
02.02.2013 20:00
Jöfur KE 17 / Berglín GK 300

1905. Jöfur KE 17, í Skipasmíðastöð Njarðvikur © mynd Emil Páll

1905. Berglín GK 300, í Skipasmíðastöð Njarðvikur © mynd Emil Páll, i ágúst 2009
02.02.2013 19:00
Sólbjört KE 4 / Lea RE 171


1904. Sólbjört KE 4, í Keflavík © myndir Emil Páll, fyrir langa löngu

1904. Lea RE 171 © mynd Emil Páll
02.02.2013 18:05
Gleymdi að tilkynna lok veiða
Selvaag Senior gert að greiða sekt en mál Manons enn óafgreitt
Norska loðnuskipið Selvaag Senior var kært um síðustu helgi en það hafði hætt veiðum og haldið inn til löndunar á Eskifirði án þess að tilkynna stjórnstöð Landhelgisgæslunnar um það eins og ber að gera samkvæmt reglugerð. Samkvæmt upplýsingum sem Landhelgisgæslan hefur lauk því máli með dómsátt upp á 400 þúsund krónur, að því er fram kemur á vef Gæslunnar.
Landhelgisgæslan hafði afskipti af öðru norsku loðnuskipi, Manon, nýlega en mælingar varðskipsmanna á miðunum leiddu í ljós að afli um borð virtist meiri en skipið hafði tilkynnt um að það hefði veitt innan íslensku efnahagslögsögunnar. Var þá skipinu vísað til hafnar á Eskifirði fyrir meintar ólöglegar veiðar . Þegar afli var vigtaður upp úr skipinu á Eskifirði reyndist skipið vera með tæplega 200 tonnum meira af loðnu í lestum sínum en tilkynnt var. Landhelgisgæslan hefur þær upplýsingar frá sýslumanninum á Eskifirði að mál skipstjórans á Manon hafi ekki verið tekið fyrir.
Þetta stangast á við frétt í Fréttablaðinu í dag þess efnis að máli Manons hafi lokið með dómsátt upp á 400 þúsund krónur. Sú frétt var þá væntanlega á misskilningi byggð, en til hennar var vitnað hér á vefnum fyrr í dag.
02.02.2013 18:00
Höfrungur III AK 250

1902. Höfrungur III AK 250, í Reykjavík © mynd Emil Páll, 2008
02.02.2013 17:00
Perla og Sólborg RE 22

1402. Perla og 284. Sólborg RE 22 ( sem nú er sjóræningjaskip í Grafarvogi), í Njarðvíkurslipp © mynd Emil Páll, 4. okt. 2008
02.02.2013 16:00
Arnþór EA 102, Hera BA 51 og Oddur á Nesi SI 76

1887. Arnþór EA 102 ex Bresi AK 101, 6241. Hera BA 51 og 2615. Oddur á Nesi SI 76 á athafnarsvæði Sólplasts í Sandgerði © mynd Emil Páll 26. júlí 2009. Í dag hafa allir þessir bátar farið í gegn um breytingar og breytt um nöfn og heita: 1887. Máni II ÁR 7, 6214. Arnar í Hákoti KÓ 37 og 2615. Ingibjörg SH 174
02.02.2013 15:00
Bresi AK 101 / Arnþór EA 102

1887. Bresi AK 101, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 2008

Þó nafnið 1887. Bresi AK 101 standi á bátnum, bar hann samkvæmt skráninu nafnið Arnþór EA 102 © mynd Emil Páll 26. feb. 2009
02.02.2013 14:00
Kópur ÞH 90

1876. Kópur ÞH 90, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 1992
02.02.2013 13:00
Bjarni KE 23

1873. Bjarni KE 23, í Sandgerði © mynd Emil Páll, Þessi heitir í dag Kæja ÍS 19
02.02.2013 12:00
Von RE 3 / Finnbjörn ÍS 68

1857. Von RE 3, í Vogum © mynd Emil Páll, í maí 2009

1857. Finnbjörn ÍS 68, í Vogum © mynd Emil Páll, 27. júní 2009
Af Facebook:
02.02.2013 11:00
Rifsari SH 70

1856. Rifsari SH 70 í Rifshöfn © mynd Emil Páll, 29. ágúst 2009
