Færslur: 2013 Febrúar
12.02.2013 21:00
Beitir NK 123

2730. Beitir NK 123 © mynd Faxagengið, faxire9.123.is í mars 2012
12.02.2013 20:00
Börkur NK 122 (nýi)

2827. Börkur NK 122 © mynd Faxagengið, faxire9.123.is í feb. 2012
12.02.2013 19:00
Nýr bátur: Jói á Nesi SH 159
Hjá Bláfelli, á Ásbrú stendur nú yfir smiði á báti af gerðinni Sómi 940, sem mun fara til Ólafsvíkur en búið er að merkja hann sem Jóa á Nesi SH 159 og eru að að ræða opinn bát.



7757. Jói á Nesi SH 159, í höfuðstöðvum Bláfells á Ásbrú í gærmorgun © myndir Emil Páll, 11. feb. 2013
12.02.2013 18:00
Keilir SI kominn til Njarðvíkur og Sægrími lagt
Eins og undanfarin ár hefur Keilir SI 145 komið til Njarðvikur til að róa yfir veturinn. Að þessu sinni hefur hann tekið við af Sægrími GK 525 sem hefur verið lagt, en ástæðan mun vera betri kvótastaða á Keili en Sægrími. Fór áhöfnin af Sægrími yfir á Keili og í gærmorgun þegar ég tók þessar, voru þeir að færa netin milli báta, í Njarðvíkurhöfn og síðar þann sama dag var Sægrímur færður yfir í geymslusvæði og liggur nú utan á Fjólu KE.

2101. Sægrímur GK 525 og 1420. Keilir SI 145, í Njarðvíkurhöfn í gærmorgun. Ef vel er að gáð sést að verið er að færa netin á milli en það sést betur á næstu mynd

Netin færð milli báta í Njarðvikurhöfn í gærmorgun © myndir Emil Páll, 11. feb. 2013
![]() |
||
|
|
12.02.2013 17:00
Magnús Þorvaldsson, 14 ára

Magnús Þorvaldsson, 14 ára, árið 1956, á Stöðvarfirði © eigandi myndar Þóra Björk Nikulásdóttir
12.02.2013 16:00
Magnús Þorvaldsson, í brúarglugga á Víkingi AK 100



Magnús Þorvaldsson, í brúarglugga 220. Víkings AK 100 © myndir í eigu Magnúsar
12.02.2013 15:00
Skarfur GK 666

1512. Skarfur GK 666, skipstjóri Magnús Þorvaldsson © mynd í eigu Magnúsar
12.02.2013 14:00
Börkur NK 122 ( eins og hann var í upphafi)

1293. Börkur NK 122, eins og hann leit út í fyrstu © mynd Magnús Þorvaldsson
12.02.2013 13:00
Guðmundur RE 29, í mars 1974



1272. Guðmundur RE 29 © myndir Magnús Þorvaldsson, í mars 1974
12.02.2013 12:00
Loftur Baldvinsson EA 24 í mars 1974





1069. Loftur Baldvinsson EA 24 © myndir Magnús Þorvaldsson, í mars 1974
12.02.2013 11:00
Heimir SU 100

1059. Heimir SU 100, nýr, í nóv. 1967

1059. Heimir SU 100, kemur til baka úr fyrstu veiðiferðinni

1059. Heimir SU 100, kemur til Stöðvarfjarðar úr netaróðri, vorið 1968

1059. Heimir SU 100, leggur af stað í Barentshafið til síldveiða, vorið 1968
© myndir í eigu Magnúsar Þorvaldssonar
12.02.2013 10:00
Gísli Árni RE 375 og Svanur RE 45

Hér er verið að dæla úr nót 1002. Gísla Árna RE 375, yfir í 1029. Svan RE 45 © mynd Magnús Þorvaldsson
12.02.2013 09:00
Gísli Árni RE 375
![]() |
||||||||
|
12.02.2013 08:36
Grandi fækkar sjómönnum en fjölgar störfum í landi
visir.is:
HB Grandi hefur ákveðið að breyta rekstri sínum umtalsvert og við það missa 34 sjómenn skipspláss sín. Störfum í landvinnslu fjölgar hins vegar um fimmtíu við breytingarnar. Ástæða breytinganna er betri afkoma landvinnslu félagsins og skerðingar á aflaheimildum þess.
Þetta var meðal þess sem var kynnt starfsmönnum á fundi í gær, en fyrr höfðu sjómenn fengið upplýsingar um fyrirhugaðar breytingar. Þar kom fram að HB Grandi hefur ákveðið að leggja frystitogaranum Venusi og frystitogaranum Helgu Maríu verður breytt í ísfisktogara. Á næsta fiskveiðiári mun félagið því gera út þrjá frystitogara í stað fimm en fjóra ísfisktogara í stað þriggja. Auk togaranna gerir HB Grandi út þrjú uppsjávarveiðiskip.
Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir það mat félagsins að meiri verðmætasköpun muni felast í því að vinna aflann í landi frekar en frysta hann á sjó, meðal annars vegna aukinnar eftirspurnar erlendis eftir ferskum sjávarafurðum.
"Það má segja að undanfarin ár hafi það gefið meiri framlegð að vinna með ísfiskskipum og landvinnslu. Afkoma frystitogara hefur verið að slakna á þessum tíma. Við horfum til þess að meiri framtíð sé í markaði með ferskan fisk," segir Vilhjálmur.
Ástæðan fyrir fækkun í togaraflota HB Granda er fyrst og fremst ónægar aflaheimildir, að sögn Vilhjálms. Undanfarin þrjú ár hafa bolfisksheimildir félagsins minnkað um 3.445 þorskígildistonn.
Við breytingarnar mun sjómönnum félagsins væntanlega fækka úr 320 í 286, en störfum í landvinnslu mun fjölga um fimmtíu. Stöðugildum hjá fyrirtækinu mun því fjölga um sextán við breytingarnar. Alls starfa um 800 manns hjá HB Granda.
En hvernig verður staðið að breytingum áhafna skipanna? "Það má segja að það verði stokkað upp á öllum skipunum, eins og við ræddum við sjómennina okkar í gær. Við lítum alls ekki á þetta sem einkamál okkar og þeirra á Venusi, til dæmis," segir Vilhjálmur, sem útilokar ekki að einhverjir vilji grípa tækifærið og fara í land.









