12.02.2013 18:00

Keilir SI kominn til Njarðvíkur og Sægrími lagt

Eins og undanfarin ár hefur Keilir SI 145 komið til Njarðvikur til að róa yfir veturinn. Að þessu sinni hefur hann tekið við af Sægrími GK 525 sem hefur verið lagt, en ástæðan mun vera betri kvótastaða á Keili en Sægrími. Fór  áhöfnin af Sægrími yfir á Keili og í gærmorgun þegar ég tók þessar, voru þeir að færa netin milli báta, í Njarðvíkurhöfn og síðar þann sama dag var Sægrímur færður yfir í geymslusvæði og liggur nú utan á Fjólu KE.


            2101. Sægrímur GK 525 og 1420. Keilir SI 145, í Njarðvíkurhöfn í gærmorgun. Ef vel er að gáð sést að verið er að færa netin á milli en það sést betur á næstu mynd


                     Netin færð milli báta í Njarðvikurhöfn í gærmorgun © myndir Emil Páll, 11. feb. 2013


                2101. Sægrímur GK 535, kominn í geymslupláss í Njarðvíkurhöfn í morgun © mynd Emil Páll, 12. feb. 2013


                  2101. Sægrímur GK 525, utan á 245. Fjólu KE 325, í Njarðvikurhöfn í morgun © mynd Emil Páll, 12. feb. 2013