Færslur: 2013 Febrúar
22.02.2013 07:04
Meira fyrir ufsa en þorsk
mbl.is:
Íslenskur saltfiskur er í miklum metum við Miðjarðarhafið, en verð á honum hefur samt lækkað. mbl.is/Ómar„Það er athyglisvert að á síðustu vikum hefur fengist hærra verð fyrir fryst ufsaflök en fyrir fryst þorskflök. Ég veit ekki til þess að það hafi gerst áður,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, spurður um verðþróun á fiskmörkuðum.
Í fréttaskýringu um þessi mál í Morgunblaðinu í dag segir hann að verðlækkanir á þorski taki í, en ástandið sé þó ekki alslæmt. Þannig hafi verð á mjöli og lýsi hækkað í vetur og einnig á frystri loðnu og fleiri uppsjávartegundum. Karfi hafi haldið sínu sem og ufsinn.
„Mjög mikil þyngsli í sölu, miklar verðlækkanir og birgðasöfnun er framundan ef hún er ekki þegar byrjuð,“ er lýsing Skjaldar Pálmasonar, formanns Íslenskra saltfiskframleiðenda, á stöðunni hjá framleiðendum og á mörkuðum við Miðjarðarhafið.
22.02.2013 06:40
Fönix ST 177
![]() |
177. Fönix ST 177, við bryggju í Hólmavík © mynd Jón Halldórsson, holmavik.i.123s 20. feb. 2013 |
21.02.2013 23:05
Hrímnir SH / Eleseus BA / Hrönn BA / Bjarni Svein SH / Hafberg Grindavík GK / Tálkni BA
Hér er á ferðinni bátur sem smíðaður var í Stálvík fyrir 40 árum og er ennþá til, að vísu nú sem þjónustubátur fyrir eldi, en var upphaflega smíðaður sem þjónustbátur fyrir kafara og síðan varð hann fiskiskip.. Á þessum árum hefur báturinn einu sinni sokkið, en var náð upp aftur, þá varð ævintýri í sambandi við uppboð á honum, sem m.a. fór þannig að fyrri eigendur fóru með bátinn annað, án þess að mega það. Allt um þetta fyrir neðan myndirnar og meira til.
1252. Hrímnir SH 35 © mynd Emil Páll
1252. Hrímnir SH 35 © mynd Snorrason

1252. Hrímnir SH 35, í Skipavík Stykkishólmi © mynd í eigu Ljósmyndasafns Stykkishólms
1252. Eleseus BA 328 © mynd úr Flota Tálknafjarðar, Bibby Villers
1252. Eleseus BA 328 © mynd Snorrason
1252. Hrönn BA 335 © mynd Snorrason
1252. Hrönn BA 335 © mynd Skerpla
1252. Bjarni Svein SH 107 © mynd Hilmar Snorrason
1252. Bjarni Svein SH 107 © mynd Alfons Finnsson

1252. Hafberg Grindavík GK 17 © mynd Kristinn heitinn Benediktsson ( birt með heimild aðstandenda)

1252. Hafberg Grindavík GK 17 © mynd Fiskifréttir
1252. Tálkni BA 64 © mynd Jón Halldórsson, holmavik. 123
1252. Tálkni BA 64, 18. júní 2011 © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123
1252. Tálkni BA 64 © mynd Sigurður kafari Stefánsson, í júní 2011
1252. Tálkni BA 64 © mynd Siggi kafari, í júní 2011

1252. Tálkni BA 64 © mynd frá Sigurði Bergþórssyni, ljósm.: ókunnur

1252. Tálkni BA 64 © mynd frá Sigurði Bergþórssyni, ljósm.: ókunnur

1252. Tálkni BA 64 © mynd frá Sigurði Bergþórssyni, ljósm.: ókunnur
Smíðanúmer 21 hjá Stálvík hf., Garðabæ, 1972, sem þjónustubátur fyrir kafara. Síðan breytt í fiskiskip Sökk á Borgarfirði í ágúst 1975, náð upp aftur. Lengdur og hækkaður í Stykkishólmi 1987. Seldur hæstbjóðanda á nauðungaruppboði i júní 1992. Fyrri eigandi kærði uppboðið til Hæstaréttar, en rétturinn staðfesti uppboðið og sýslumaður Barðastrandarsýslu gaf út afsal 24. sept. 1992 til nýrra eigenda, en þá höfðu fyrri eigendur siglt bátnum án leyfis til Njarðvíkur. Úreldingastyrkur samþykktur í nóv. 1994, en hætt við að nota hann. Nú notaður sem þjónustbátur við eldi.
Nöfn: Orion RE 44, Húnavík HU 38, Dagur HF 1, Rúna SH 35, Hrímnir SH 35, Eleseus BA 328, Hrönn SH 335, Hrönn BA 335, Bjarni Svein SH 107, Hafberg Grindavík GK 17 og núverandi nafn: Tálkni BA 64
21.02.2013 23:00
Steinunn SF ex Helga RE og Helga RE nú Áskell EA
![]() |
2449. Steinunn SF 10 ex Helga RE 49 og 2749. Helga RE 49 nú Áskell EA 749 © mynd Emil Páll,19. ágúst 2009 |
21.02.2013 21:58
Steinunn SF 10, við bryggju og á siglingu í Reykjavíkurhöfn
![]() |
||||
|
|
21.02.2013 19:52
Steini GK 45 og Stakkur GK 180, koma inn í Grófina
![]() |
2443. Steini GK 45 og 7180. Stakkur GK 180, koma inn í Grófina © mynd Emil Páll, 18. okt. 2008 |
21.02.2013 19:00
Eldey ÁR 16 - í dag Eldey BA 96
![]() |
||||
|
|
21.02.2013 18:00
Kap VE 4, í brælu við Ingólfshöfða
![]() |
||||||||||
|
|
21.02.2013 17:08
Félag skipa- og bátaáhugamanna.
Þriðjudagskvöldið 12. febrúar 2013 var haldinn stofnfundur Félags skipa- og bátaáhugamanna í sjóminjasafninu Víkinni við Grandagarð í Reykjavík. Um fimmtíu manns mættu á fundinn og skráðu sig í félagið, en auk þeirra höfðu rúmlega hundrað manns skráð sig í félagið á netinu þegar tilkynnt var um fyrirhugaða stofnun þess mánuði fyrr. Tilgangur félagsins er að efla áhuga og umræðu um skip og báta af öllum stærðum og gerðum, flytja kynningarefni, fræðsluefni og stunda sögulegar rannsóknir tengdar skipum og siglingum í víðu samhengi.
Á fundinum voru samþykkt lög félagsins, ákveðið árgjald og fyrsta stjórn þess kosin en hana skipa: Hilmar Snorrason skólastjóri Slysavarnarskóla sjómanna, formaður, Anna K. Kristjánsdóttir vélfræðingur, ritari, Sverrir Konráðsson hjá Siglingastofnun, gjaldkeri og meðstjórnendurnir Helgi Laxdal fyrrverandi formaður Vélstjórafélags Íslands og VM og Steinar Magnússon skipstjóri á Herjólfi.
Eftir formlega stofnun félagsins flutti Hilmar Snorrason erindi sem hann kallaði Eyja háð siglingum og fjallaði hann þar um siglingar til og frá Íslandi frá örófi alda og til þessa dags.
Ætlunin er að halda félagsfund í Víkinni fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði yfir vetrartímann þar sem félagsmenn kynna hugðarefni sín sem og að opna heimasíðu með ýmsu fróðlegu efni um skip, báta og siglingar.
Aðild að félaginu er öllum opið og er árgjaldið aðeins 2000 krónur á ári fyrir almenna félagsmenn en 1000 krónur fyrir lífeyrisþega, en allir félagsmenn sem skrá sig og greiða félagsgjald á árinu 2013 teljast vera stofnfélagar.
Þeir sem vilja vera félagar get sent tilkynningu um slíkt til
iceship@heimsnet.is eða annakk@simnet.is þar sem koma fram nafn, heimilisfang,símanúmer, netfang og kennitala viðkomandi og verður hann þá skráður félagi og fær senda greiðslubeiðni á árgjaldi í heimabanka.
21.02.2013 17:00
Dofri BA 25 - heitir í dag Fjóla KE 325
![]() |
245. Dofri BA 25, í Hafnarfjarðarhöfn © mynd Sigurður Bergþórsson. - Skip þetta heitir í dag Fjóla KE 325 |
21.02.2013 16:00
Víkingur AK 100 í HB & Co litunum
![]() |
220. Víkingur AK 100, í rauða litlunum, sem skipið var í meðan HB&Co átti skipið, en það varð blátt þegar HB Grandi tók við því © mynd visir.is |
21.02.2013 15:00
Ísak, - Christina - Ísafold undir eina sæng?
Samkvæmt óstaðfestum fréttum, en þó nokkurri umræðu er talað um að farþegaskipin Ísak, Christina og Ísafold séu nú komin í tengingu hvert við annað, hvað rekstur varðar, en Ísafold var nýlega keypt til Reykjavíkur.
![]() |
||||
|
|
21.02.2013 14:00
Berglín GK og Sóley Sigurjóns að fara á rækju - annar í dag, en hinn á föstudag
Hér sjást myndir sem ég tók í gær í Njarðvíkurhöfn og sýna þegar verið var að vinna við að útbúa togarann til rækjuveiða, en eins og ég hef sagt frá áður munu Berglín og Sóley Sigurjóns fara til rækjuveiða og verður aflinn unninn á Hvammstanga. Berglín á að fara núna á eftir kl. 15, frá Njarðvík, en Sóley Sigurjóns mun fara á föstudag, frá Sandgerði.
![]() |
||||
|
|
21.02.2013 13:00
Ambassador í breytingum í Njarðvík
Hið nýkeypta farþegaskip, sem gera á út frá Akureyri og heitir Ambassador, kom í gær til Njarðvíkur þar sem það var tekið upp í slipp. Að sögn Stefáns Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur verða nú framkvæmdar breytingar á skipinu og fá þeir um einn mánuð til að framkvæma þær.
Hér eru myndir af skipinu er það kom til Njarðvíkur og eins þegar það var komið upp í slippinn. Þá birti ég eina af tillögunum um breytingum sem gerðar voru, en ekki er víst að það sé endanlega útfærsla.
![]() |
||||||||||||
|
|
































