Færslur: 2012 Desember
28.12.2012 11:00
Ísafold

2777. Ísafold, í Reykjavíkurhöfn © mynd MarineTraffic, Sigurður Bergþórsson, 26. des. 2012
28.12.2012 10:00
Brimnes RE 27 og Guðmundur á Nesi RE 13

2770. Brimnes RE 27, við Miðbakkan í Reykjavík og aftan við hann er 2626. Guðmundur á Nesi RE 13 © mynd MarineTraffic, Sigurður Bergþórsson, 26. des. 2012
28.12.2012 09:00
Skálafell ÁR 50

100. Skálafell ÁR 50, í Þorlákshöfn © mynd MarineTraffic, Sigurður Bergþórsson, 30. okt. 2012
28.12.2012 08:21
Hæsta þorskverð ársins
mbl.is. í morgun:
„Það er mjög hátt verð í dag,“ sagði Eyjólfur Þór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Reiknistofu fiskmarkaða (www.rsf.is), að loknu fiskuppboði gærdagsins.
Mjög gott verð fékkst fyrir þorsk og ýsu á uppboði fiskmarkaðanna. Verðið í gær á hverju þorskkílói var næstum 200 krónum yfir meðalverði mánaðarins og var það hæsta sem fengist hefur fyrir þorsk á þessu ári.
Tæplega 21 tonn af fiski seldist á mörkuðunum í gær, sem þykir mjög lítið. Óslægður þorskur seldist að meðaltali á 464 kr. kílóið og voru rúm átta tonn í boði. Slægður þorskur seldist á 449 kr/kg og voru rúmlega 5,2 tonn í boði á uppboði. Til samanburðar má geta þess að meðalverð á óslægðum þorski í desember var 282 kr/kg og á slægðum þorski 286 kr/kg.
28.12.2012 08:00
West Stream á Stakksfirði í gær
Þetta skip kom í gærmorgun og lá á Stakksfirði frameftir degi. Samkvæmt AIS er það að fara til Grindavíkur, en hvort það var vegna veðurs að hann kom inn undir Keflavík, veit ég ekki en hann fór aftur út fyrir Garðskaga um miðjan dag í gær. Birti ég hér mynd sem ég tók af skipinu úti á Stakksfirði og síðan aðra af MarineTraffic, sem sýnir betur hvernig skipið lítur út.

West Stream, á Stakksfirði í gær © mynd Emil Páll, 27. des. 2012

West Stream, í Hollandi © mynd Marine Traffic, Ria Maat, 27. okt. 2012
28.12.2012 07:00
Nordkyn í Helguvík í gær

Nordkyn, í Helguvík í gær © mynd Emil Páll, 27. des. 2012
28.12.2012 00:00
Valur / Vesturland / Frendo Hvalsnes ex Hvalsnes og síðan sagan um Álfsnes
1341. Valur, í UK © mynd shipspotting, PWR

1341. Valur, í UK © mynd shipspotting, PWR

1341. Vesturland, í UK © mynd shipspotting, PWR
1341. Vesturland ex Hvalsnes, í höfn í Keflavík © mynd Emil Páll
1341 hafði smíðanúmer 25 hjá Fiskerstrand Verft A/S í Fiskarstrand Noregi 1973. Skráð í Noregi 18. mars 1991, og hélt nafninu Valur, en eigendur voru í raun íslenskir. Skipið sökk í höfninni Vyborg í Rússlandi 22. okt. 1992.
Nafninu Frendo- var bætt framan við Hvalsnes er það hóf leigusiglingar erlendis á vegum Odd Fjell, Noregi sem rak þá og gerir kannski enn Frendo skipahringinn.
Sem Vesturland var skipið fyrsta flutningaskipið sem kom til Sandgerðis og það gerðist 28. sept. 1977.
Nöfn: Hvalsnes, Frendo-Hvalsnes, aftur Hvalsnes, Vesturland og Valur.
1341. Vesturland ex Hvalsnes, í Keflavík © mynd Emil Páll

1341. Frendo - Hvalsnes, í UK © mynd shipspotting PWR
- o -
Saga 1479. Álfsnes er svohljóðandi: Smíðanr. 515 hjá Batservice Verft A/S í Mandal í Noregi 1965. Skipið var selt á nauðungaruppboði er það hét Austri til þess norska aðila sem átti það fyrst 6. okt. 1977. Frá því að skipið fékk nafnið Fonntind 1979 er ekkert vitað um það.
Skipið fékk nafnið Frendo-Simby, er það var leigt Frendo skipahringnum eins og var með Hvalsnesið.
Nöfn: Lutro, Bergo, Álfsnes, Frendo-Simby, Austri, Öksöy og Fonntind.
.
27.12.2012 23:00
Erling KE 140

233. Erling KE 140, að koma inn til Njarðvíkur © mynd Emil Páll, 5. apríl 2009
27.12.2012 22:00
Mánatindur SU 95

181. Mánatindur SU 95, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll, um 1980
27.12.2012 21:00
Sandgerðingur GK 268

171. Sandgerðingur GK 268, í Sandgerði © mynd Emil Páll, fyrir einhverjum áratugum
27.12.2012 20:00
Polaris ex Fiskaklettur HF 123

162. Polaris ex Fiskaklettur HF 123, í Hafnarfirði © mynd Gunnar Th., 12. apríl 2009

162. Polaris ex Fiskaklettur HF 123, í Hafnarfirði © mynd Emil Páll, 12. apríl 2009
27.12.2012 19:20
Faxi og Víkingur vel skreyttir á Akranesi
Sigurbrandur Jakobsson: Svona var þetta á Akranesi jólin 2009, Faxi RE 9 og Víkingur AK 100 vel skreyttir
![]() |
1742. Faxi RE 9 og 220. Víkingur AK 100, vel skreyttir á Akranesi © mynd Sigurbrandur Jakobsson, 27. des. 2012 |
27.12.2012 19:00
María Júlía BA 36

151. María Júlía BA 36, í Skipasmíðastöð Njarðvikur, fyrir allmörgum árum sem sést best á því að þarna er verið að setja á hana hvalbakinn © mynd Emil Páll
27.12.2012 18:00
Magni, sá eldri
![]() |
146. Magni, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll, í júlí 2009 |




