Færslur: 2012 Desember
11.12.2012 10:00
RANGÁ / John / Phillipos K

169. Rangá, smíðað í Þýskalandi 1967 og hélt þessu nafni til 1974. Fór í pottinn árið 2007, í Tyrklandi, en síðasta nafnið var Phillipos K, sem sést á mynd hér neðar © mynd shipspotting, Bent - Rune Inberg, í Póllandi.
John ex 169. Rangá, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll í maí 1978

Phillipos K ex ex John ex ex 169. Rangá © mynd shipspotting, Phil English 20. júní 2007
11.12.2012 09:00
Gullfoss

70. Gullfoss. Smíðaður í Danmörku 1950 og bar þetta nafn frá þeim tima og til ársins 1970, en þá var skipið selt til Libanon þar sem það fékk nafnið Mecca. Brann það síðan 18. desember 1977 og sökk tveimur dögum síðar © mynd shipspotting, Kees Hemmskerk
11.12.2012 08:00
Brúarfoss

31. Brúarfoss í Halifax © mynd shipspotting Mac Mackey, 18. maí 1976
Smíðaður í Danmörku 1960 og bar þetta nafn á árunum 1960 til 1980. Bar nokkur nöfn eftir söluna héðan og það síðasta og um leið nafnið sem var á skipinu er það fór í pottinn var Triton Trader
11.12.2012 07:00
Hvalur 8 og Hvalur 9

117. Hvalur 8 RE 388 og 997. Hvalur 9 RE 399, í Reykjavíkurhöfn © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is og nonni.123.is í des. 2012
11.12.2012 00:00
Guðfinnur KE 32 / Farsæll SH 30 / Happasæll KE 94

475. Guðfinnur KE 32, á leið nýr frá Akranesi til Keflavíkur
í jan. 1955 © mynd úr Faxa

475. Guðfinnur KE 32, með fullfermi af síld
475. Farsæll SH 30 © mynd Snorrason

475. Happasæll KE 94 © mynd Jóhann

475. Happasæll KE 94 © mynd í eigu Jóhanns Þórlindssonar

475. Happasæll KE 94 © mynd Emil Páll

475. Happasæll KE 94 © mynd Jóhann
Smíðanúmer 8 hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs Jósefssonar, Akranesi 1955, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar.
Báturinn var afhentur 5. janúar og fór í sinn fyrsta róður 8. janúar 1955.
Úreldur í júní 1982. Brann og sökk norður af Hraunum í Faxaflóa 23. júli 1982.
Nöfn: Guðfinnur KE 32, Farsæll SH 30, Happasæll KE 94, Happasæll RE 94 og aftur Happasæll KE 94.
10.12.2012 23:00
Rósin og Magni

2761. Rósin og 146. Magni (gamli), í Reykjavíkurhöfn © mynd Jón Halldórsson, nonni.123.is og holmavik.123.is í des. 2012
10.12.2012 22:00
Nóney BA 11, Nóney BA 11 (aftur), Fjóla BA 150 og Karlsey


6885. Nóney BA 11, 1924. Nóney BA 11 (já, báðir með sama nafni og nr.), 1192. Fjóla BA 150 og 1400. Karlsey, á Reykhólum © myndir Bjarni Guðmundsson, 10. júlí 2011
10.12.2012 21:00
Kleif ST 72



6674. Kleif ST 72 o.fl. á Norðurfirði, á Ströndum © myndir Bjarni Guðmundsson, 12. júlí 2011
10.12.2012 20:00
Ólöf ríka DA 3 á Skarðsströnd

6789. Ólöf ríka DA 3, á Skarðsströnd © mynd Bjarni Guðmundsson, 8. feb. 2011
10.12.2012 19:00
Fíi SH 9

7205. Fíi SH 9, í Grindavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 2009
10.12.2012 18:00
Harpa og Óðinn

7741. Harpa og 159. Óðinn, í Reykjavíkurhöfn © mynd Jón Halldórsson, nonni.123.is og holmavik.123.is í des. 2012
10.12.2012 17:10
Bommelbas, sem fær nafnið Adrar eftir nokkra daga
Skip það sem Svafar Gestsson hefur ráðið sig á og heitir Bömmelbas, en kemur til með að heita Adrar eftir fáeina daga
|
Bömmelbas, sem kemur til með að heita Adrar eftir fáeina daga © mynd Svafar Gestsson í des. 2012 |
10.12.2012 17:00
Borg óttans

Borg óttans © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is 2. des. 2012
10.12.2012 16:00
Fiskibátahöfnin í Bodö í Noregi

Fiskibátahöfnin í Bodö, í Noregi © mynd shipspotting, Paul Schmeider, 1. mars 1984
10.12.2012 15:00
Goðafoss á siglingu út af Reykjavík

Goðafoss, á siglingu út af Reykjavík © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123. is, 6. des. 2012

