Færslur: 2012 Desember
21.12.2012 11:00
Hera ÞH 60

67. Hera ÞH 60, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll, í mars 2009
21.12.2012 10:00
Búddi KE 9, Aðalbjörg RE 5 og Aðalbjörg II RE 236



13. Búddi KE 9, 1755. Aðalbjörg RE 5 og 1269. Aðalbjörg II RE 236, í Sandgerðishöfn © myndir Emil Páll, í mars 2009
21.12.2012 09:00
Nýr framúrstefnubátur frá OK Hull í Kópavogi og annar eldri
Um síðustu helgi kom út úr húsi einu í Kópavogi, mjög svo framúrstefnulegur bátur, framleiddur af íslensku fyrirtæki sem nefnist OK Hull, en er nú að breytast í Rafnar.
Hér í þessari færslu birti ég úrdrátt af umfjöllun um fyrirtækið sem birtist á vefsíðu Landhelgisgæslunnar 15. mars sl. er gæslan var með bát frá fyrirtækinu í reynslu.
Þá birtast þrjár myndir sem voru teknar um síðustu helgi af bátnum og síðan ein mynd sem ég tók í Kópavogshöfn fyrir þremur árum af minni bát frá sama fyrirtæki.



Báturinn sem kom út hjá þeim, í Kópavogi um síðustu helgi

7656. O.K. í Kópavogshöfn © mynd Emil Páll, í mars 2009
Þetta mátti lesa á vefsíðu Landhelgisgæslunnar frá 15. mars 2012:
Þróunar- og hönnunarferli íslenska fyrirtækisins OK Hull hefur staðið yfir frá árinu 2005 og sótt hefur verið um einkaleyfi á hönnuninni á skrokklaginu sem mun nýtast öllum tegundum báta og skipa, hvort sem um ræðir skemmtibáta, vinnubáta, varðskip, skip til fiskveiða eða ferjuflutninga. Um er að ræða íslenska nýsköpun og mun fyrirtækið nú í ár kynna sex útgáfur fullbúinna báta á markaðinn, þ.e. þrjár útgáfur af 6 metra fjölnotabát, tvær útgáfur af 10 metra harðbotna slöngubát og 15 metra snekkju sem ætluð er til lengri og skemmri skemmti- og könnunarferða. Aðrar stærðir og tegundir eru á teikniborðinu og munu verða kynntar í náinni framtíð.
OK Hull hefur vaxið hratt og starfa nú 35 manns hjá fyrirtækinu við hönnun, prófanir, smíði og framleiðslu. Gert er ráð fyrir að 50 manns verði þar við störf í árslok 2012. OK Hull er staðsett í 2400 fm húsnæði við Vesturvör í Kópavogi og á næstu mánuðum verður tekin í notkun 4500 fm bygging á sama stað. Ennfremur áætlar fyrirtækið byggingu 6000 fm húsnæðis sem mun í framtíðinni hýsa stærstan hluta starfseminnar. ( ath. þetta er skrifað í mars sl.)
21.12.2012 08:00
Smábátar í Hafnarfjarðarhöfn

Smábátahöfnin í Hafnarfirði © mynd Guðni Ölversson, 14. des. 2012
21.12.2012 07:00
Esja í Reykjavíkurhöfn


45. Esja, í Reykjavíkurhöfn © myndir 101Reykjavík.is
21.12.2012 00:00
Helga Guðmundsdóttir BA 77 / Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 / Seley ÞH 381 / Jóhanna Gísladóttir ÍS 7
1076. Helga Guðmundsdóttir BA 77 í Njarðvík © mynd Emil Páll
1076. Helga Guðmundsdóttir BA 77. óyfirbyggð © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Snorri Snorrason

1076. Helga Guðmundsdóttir BA 77, í yfirbyggingu við bryggju í Njarðvík © mynd Sigurður Bergsveinsson

1076. Helga Guðmundsdóttir BA 77 í yfirbyggingu © mynd Sigurður Bergsveinsson

1076. Helga Guðmundsdóttir BA 77 í yfirbyggingu í Njarðvik © mynd Sigurður Bergsveinsson

1076. Helga Guðmundsdóttir, yfirbyggð © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Snorri Snorrason

1076. Helga Guðmundsdóttir BA 77 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Halldór Þórðarson

1076. Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 © mynd af google, ljósm.: ókunnur

1076. Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 © mynd Svafar Gestsson

1076. Seley ÞH 381 © mynd Þór Jónsson

1076. Seley ÞH 381 © mynd Þór Jónsson
1076. Jóhanna Gísladóttir ÍS 7 í Grindavík © mynd Emil Páll á sjómannadaginn 2008
1076. Jóhanna Gísladóttir ÍS 7, að veiðum í Skápnum út af Langanesi © mynd Þorgeir Baldursson 2009
1076. Jóhanna Gísladóttir ÍS 7 © mynd Faxagengið, faxire9.123.is 4. sept. 2012
Smíðanúmer 20 hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts hf., Akranesi 1969, eftir teikningu Benedikts Erlings Guðmundssonar. Lengdur 1974 og yfirbyggður hjá Vélsmiðjunni Herði hf., Njarðvík 1977. Lengdur aftur 1998 og þá voru gerðar gagngerðar breytingar á skipinu hjá Nauta Shipyard í Gdynía í Póllandi og kom það úr þeim breytingum 20. febrúar 1997. Breytt í línuveiðiskip hjá Slippstöðinni hf., Akureyri 2005 og varð við það stærsti línubátur íslenska flotans.
Kom til Húsavíkur undir Seleyjarnafninu í lok janúar 2004 og var afhentur Vísi hf. 16. jan. 2005.
Nöfn: Helga Guðmundsdóttir BA 77, Guðrún Þorkelsdóttir SU 211, Seley ÞH 381 og núverandi nafn: Jóhanna Gísladóttir ÍS 7.
20.12.2012 23:00
Fram GK 328

419. Fram GK 328 © mynd Snorri Snorrason. Í gær var sögð saga bátsins í stórum dráttum hér á síðunni undir nafninu Binni í Gröf KE 127 og verður ekki endurtekin því nú.
20.12.2012 22:00
Brimnes KE 204

359. Brimnes KE 204, í Njarðvik © mynd Emil Páll, í upphafi níunda áratugs, síðustu aldar. Báturinn sökk 2. apríl 1989, eftir árekstur við strandferðaskipið Heklu. Áhöfnin bjargaðist öll fyrst í gúmibát og síðan í Heklu.
20.12.2012 21:00
Blátindur KE 88

347. Blátindur KE 88 © mynd Snorri Snorrason. Þar sem þessi bátur var smíðaður í Vestmannaeyjum stóð til að varðveita hann þar, en ekki er ég alveg viss um að þau mál gangi eins vel upp eins og áætlanir voru um.
20.12.2012 20:00
Lundey NS 14 í Keflavík

155. Lundey NS 14, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, í febrúar 2009
20.12.2012 19:00
Laxá

141. Laxá © mynd Snorri Snorrason. Stutt er síðan skipið var til umfjöllunar hér og því verður það ekki endurtekið nú.
20.12.2012 18:00
Brimir KE 104

101. Brimir KE 104 © mynd Snorrason. Tekinn af skrá 1979, þá talinn ónýtur.
Af Facebook:
20.12.2012 17:51
Silver Copenhagen kominn aftur til Neskaupstaðar
![]() |
Silver Copenhagen er kom aftur til Neskaupstaðar í dag og var skipað út í það frosinni loðnu rúm 1000 tonn sem fryst var nú í desember © mynd og texti Bjarni Guðmundsson, 20. des. 2012 |
20.12.2012 17:00
Gullfoss

70. Gullfoss © mynd Snorri Snorrason. Þar sem stutt er síðan ég sagði sögu skipsins, endurtek ég það ekki nú.
20.12.2012 16:00
Fagranes

46. Fagranes © mynd Snorri Snorrason. Þetta skip hét síðast Moby Dick og var þá selt til Grænhöfðaeyja sem Tony, en fór aldrei og endaði á uppboði hérlendis og komst þá í eigu Skipasmíðastöðvar Njarðvikur og er því nú til sölu

