Færslur: 2012 Apríl
13.04.2012 13:00
Krummi BA 70 keyptur til Hólmavíkur
Þessi bátur var nýlega keyptur til Hólmavíkur og fer trúlega á strandveiðar í sumar.


6440. Krummi BA 70 © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is 12. apríl 2012
6440. Krummi BA 70 © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is 12. apríl 2012
Skrifað af Emil Páli
13.04.2012 12:00
Frá höfninni á Grenivík í apríl 2012
Frá höfninni í Grenivík © myndir Jóhannes Guðnason, í apríl 2012
Skrifað af Emil Páli
13.04.2012 11:00
Víkingur KE 10
2426. Víkingur KE 10, á Hólmavík © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is 12. apríl 2012
Skrifað af Emil Páli
13.04.2012 10:00
Hafdís SU 220 og Örn KE 14
2400. Hafdís SU 220 og 2313. Örn KE 14, í Njarðvikurslipp © mynd af FB síðu SN, 12. apríl 2012
Skrifað af Emil Páli
13.04.2012 09:06
Arnar ÁR 55
1056. ARnar ÁR 55, í Njarðvikurslipp © mynd af FB síðu SN, 12. apríl 2012
Skrifað af Emil Páli
13.04.2012 00:00
Jón Páll Jakobsson í Noregi
Það er alltaf fróðlegt og skemmtileg að lesa pislana frá Bíldælingnum Jóni Páli Jakobssyni sem er skipstjóri í Noregi. Nánar er hægt að lesa um hann á síðunni hans, en tengill á hana er hér til hliðar.
Áhöfnin á Polarhav þessa stuttu vertíð.
9.4.2012 | 15:48
Löndun lokið og stefnan sett á heimahöfn.
Já við erum búnir að landa hjá honum Oddbirni í Veidholmen Fisk AS. Gekk þetta allt eins og sögu og hann var ánægður með fiskinn og hækkaði verðið og borgaði okkur 3 kr hærra heldur en við fengum í Röst, en við fengum 18 kr( ca 390 kr íslenskar) fyrir kg.
Og nú erum við komnir enn og aftur stím og nú er það heimahöfnin og reikna ég með að það taki okkur rúman sólarhring að sigla þá leið. Ættum við að vera komnir til Örnes annað kvöld og þá er ekkert nema ganga frá skipinu og svo er bara offshore vinna framundan held ég niður á Heimdal svæðinu en útgerðin er kominn með samning við fyrirtækið Subsea Seven alveg fram í nóvember.
Áhöfnin á Polarhav þessa stuttu vertíð.
Veidholmen fisk AS og Polarhav við kajann.
Nú erum við strákarnir á leiðinni til löndunar og eru 223 sjm eftir þegar þetta er skrifað, við siglum utan skerja í góðu veðri og förum rólega spara olíu. Nú erum við að nálgast eyjuna Træna og svo siglum við suður með henni þangað til við förum inn fyrir Haltenvitann og svo milli Fröya og Hitra og svo komum við til Smöla og þar á endann er Veidholmen og nú segir leiðarreikingurinn að við verðum þar kl 2345 á morgun.
Strákarnir að slægja fiskinn í gærkveldi voru frekar ánægðir eftir erfið dag að þeirra mati, ég sagði nú við þá það væri nú ekki mikið mál á Íslandi að vaka eina vorvertíð.
Allt orðið fullt ca 30 tonn í kössum og 20 tonn laus í stíum. Og lestarstjórinn ánægður með árangurinn.
Kokkurinn enn og aftur að monta sig.
Ég hef mikið verið að hugsa um hvers vegna kvótinn sé ekki aukinn heima á Íslandi, hvað er að netabáturinn Saxhamar fer út með 4 trossur og fær 56 tonn sem er auðvita ævintýralegur afli. Í allann vetur hefur heyrt um ævintýralegann afla í net allt í kringum landið og menn eru með gömul og slitinn net til þess eins að fá ekki of mikið. Hvað er að þetta er bara ótrúlegt að kvótinn skuli ekki vera aukinn bara sorglegt.
© myndir og texti: Jón Páll Jakobsson í Noregi í apríl 2012
© myndir og texti: Jón Páll Jakobsson í Noregi í apríl 2012
Skrifað af Emil Páli
12.04.2012 23:00
Larsen Junior N-71-M
Larsen Junior N-71-M, í Svolvaer, Noregi © mynd shipspotting, frode adolfsen, 5. mars 2012
Skrifað af Emil Páli
12.04.2012 22:00
Kornbæk S 170
Kornbæk S 170 © mynd shipspotting, frode adolfsen, 3. júní 2007
Skrifað af Emil Páli
12.04.2012 21:00
Grásleppusyrpa af Ströndum
Á miðnætti annað kvöld birti ég grásleppusyrpu af Ströndunum sem sýna bæði bát, vinnu á bryggjunni og síðan við grásleppu uppi í húsi. Allt eru þetta myndir sem Árni Þór Baldursson í Odda tók í lok síðasta mánaðar og hér sýni ég tvær af myndunum úr syrpunni


Grásleppuvertíð á Ströndum - Nánar á miðnætti, annað kvöld © myndir Árni Þ. Baldursson, í Odda í mars 2012
Grásleppuvertíð á Ströndum - Nánar á miðnætti, annað kvöld © myndir Árni Þ. Baldursson, í Odda í mars 2012
Skrifað af Emil Páli
12.04.2012 20:00
Bjarni Þór Jakobsson grásleppukarl
Jón Páll Ásgeirsson hitti Bjarna Þór Jakobsson, grásleppukarl á Grandanum í fyrradag, þar sem hann var að landa grásleppu og hrognum úr fyrsta túrnum á þessari vertíð. Hann sagðist hafa dregið 5 trossur 3 nátta og afli var 60 sleppur sem honum fannst ekki nóg og gott. Hann var að draga við Kjalarnesið

Alltaf kemur einn og einn golþorskur með í netin, hér sýnir Bjarni Þór Jakobsson einn slíkan

Karlarnir á Jakob Leó RE 174 með grásleppuhrogn © myndir Jón Páll Ásgeirsson, 10. apríl 2012
Alltaf kemur einn og einn golþorskur með í netin, hér sýnir Bjarni Þór Jakobsson einn slíkan
Karlarnir á Jakob Leó RE 174 með grásleppuhrogn © myndir Jón Páll Ásgeirsson, 10. apríl 2012
Skrifað af Emil Páli
12.04.2012 19:00
Jakob Leó RE 174
6823. Jakob Leó RE 174, að koma inn til Reykjavíkur © mynd Jón Páll Ásgeirsson, 10. apríl 2012
Skrifað af Emil Páli
12.04.2012 18:00
Bátar úti á legunni í Keflavík
Áður en Keflavíkurhöfn var gerð notuðu Keflavíkurbátar, aðallega Miðbryggjuna og Básbryggju til að athafna sig og færðu sig síðan út á legu á Keflavíkinni þar sem þeir voru geymdir við bólfæri.
Bátar á legunni í Keflavík, á fjórða áratug síðustu aldar © mynd úr Faxa
Skrifað af Emil Páli
12.04.2012 17:00
Egill Skallagrímsson MB 83
Egill Skallagrímsson MB 83 © mynd úr Faxa
Skrifað af Emil Páli
12.04.2012 14:05
BBC Landeland, í Helguvík
BBC Langeland, sem nú er í Helguvík © mynd MarineTraffic, Martin Pick, 27. jan. 2012
Skrifað af Emil Páli
