Færslur: 2012 Mars
25.03.2012 15:04
Bryndís SH 271 á siglingu
Sigurbrandur sendi mér mikla syrpu af nokkuð gömlum myndum, sem ég mun í heild sinni sýna á miðnætti í nótt. Hér kemur ein þeirra en þar er á ferðinni Bryndís SH 271 og er Sigurbrandur þar sjálfur við stýrið
1777. Bryndís SH 271, á siglingu innan hafnar í Stykkishólmi, haustið 1991 og er Sigurbrandur við stýrið © mynd í eigu Sigurbrands. - Fleiri myndir af ýmsum bátum á miðnætti -
25.03.2012 14:00
L Ocezne
L Ocezne, Frakklandi © mynd shipspotting, mattib 14. mars 2012
25.03.2012 13:00
Neelje, Zuiderkruis og Stella Polaris
Neelje, Zuiderkruis og Stella Polaris, í höfn í Frakklandi © mynd shipspotting, mattib 8. mars 2012
25.03.2012 12:00
Slettholmen N-110-L
Slettholmen N-110-L, í Hammerfest, Noregi © mynd shipspotting, geirolje, 23. mars 2012
25.03.2012 11:00
Söröyfisk M-20-A
Söröyfisk M-20-A, Honningsvag, Noregi © mynd shipspotting, roar jensen, 24. mars 2012
25.03.2012 10:00
Bára SI seld til Drangsness
1774. Bára SI 10, á Drangsnesi © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is 24. mars 2012
25.03.2012 00:00
Heiða Lára í Noregi
Frá Osló og víðar í Noregi, í síðustu viku © myndir Heiða Lára, í mars 2012
Af Facebook:
24.03.2012 22:29
Morgunblaðið vísar til mynda af síðunni
Morgunblaðið birti í kvöld frétt um að sjóræningjar hafi sleppt gíslum og vísuðu til mynda hér á síðuni. Birti ég hér frétt mbl.is og síðan frásögnina frá 2010 þar sem myndir Bjarna G. komu fram
Þremur skipverjum sem rænt var af hollensku flutningaskipi við strendur Nígeríu fyrir mánuði síðan hefur verið sleppt úr haldi mannræningja. Þetta kemur fram í frétt ANP fréttastofunnar.
Mennirnir þrír, skipstjórinn, sem er rússneskur og samlanda hans og Filippseying, voru heilir á húfi en að sögn útgerðar skipsins, Seatrade, var komið vel fram við þá er þeir voru í haldi.
Ekki er vitað um þjóðerni mannræningjanna og ekki hefur verið gefið upp hvort lausnargjald var greitt fyrir skipverjana á flutningaskipinu Breiz Klipper sem greinilega hefur siglt til Vopnafjarðar
ef marka má mynd Emils Páls Jónssonar frá því haustið 2010.
Farmur skipsins var frosinn fiskur samkvæmt frétt ANP. Tilkynnt var um að sjóræningjar hefðu gert árás á skipið skammt frá höfn Harcourt í Nígeríu þann 29. febrúar. Sjóræningjarnir voru átta talsins og rændu þeir áhöfnina, alls 14 manns, áður en þeir hurfu á braut með skipverjana þrjá.
ooo
Í meðferð Mbl.is á tilvísunni á síðu mína breyta þeir að vísu Neskaupstað í Vopnafjörð eins og sést ef það sem er skrifað hér fyrir ofan er borið við það sem skrifað var hjá mér og kemur fram hér fyrir neðan, - eftir ábendingu frá mér leiðréttu þeir þetta í Neskaupstað
Breiz Klipper á Neskaupstað
ooo

Breiz Klipper

Breiz Klipper

Kristína EA 410, Breiz Klipper o.fl. á Neskaupstað í gær morgun
© myndir Bjarni G., 8. sept. 2010
24.03.2012 22:00
Silver King
Silver King, Möltu © mynd shipspotting, Emmanuel L, 22. mars 2012
24.03.2012 21:29
Flak Gesínu sem strandaði í Sandvík 1966, heimsótt í dag
Frá Sandvíkurferð í dag, þar sem flakið af Gesínu var skoðað © myndir Bjarni G., 24. mars 2012
24.03.2012 21:00
Ora Et Labora Z 35
Belgíska skipið Ora Et Labora, í Frakklandi © myndir shipspotting, mattib. 8. og 10. mars 2012
24.03.2012 20:00
Notre Dame Des Sables
Notre Dame Des Sables, Frakklandi © myndir shipspotting, mattib 8. mars 2012
24.03.2012 19:26
Á reki í rúmlega eitt ár

Japanski togarinn er orðinn illa farinn eftir rúmlega eins árs volk á Kyrrahafi. Mynd: kanadíska strandgæslan.
Togari sem hvarf í jarðskjálftanum mikla og flóðbylgjunni í Japan í mars í fyrra er fundinn undan strönd Bresku Kólumbíu í Kanada. Báturinn er 15 metrar að lengd.
Kanadískir strandgæslumenn sáu hann í eftirlitsflugi í gær. Hann hefur verið á reki frá 11. mars í fyrra og er orðinn ryðgaður eftir að hafa rekið yfir Kyrrahaf í illu veðri jafnt sem góðu. Hægt var að greina skráningarnúmer togarans og hafa þannig uppi á eigandanum. Hann greindi strandgæslumönnum frá því að báturinn hefði einkum verið notaður við smokkfiskveiðar. Hann hafi horfið frá Hokkaido eyju þegar flóðbylgjan reið yfir í kjölfar jarðskjálftans. Ekkert bendir til þess að mengun stafi af bátnum sem stendur. Yfirvöld í Kanada vilja að hann verði fjarlægður þar sem sæfarendum kunni að stafa hætta af honum. Ekki liggur ljóst fyrir hvort hann verði dreginn til hafnar eða honum sökkt.
24.03.2012 19:05
Joana Princessa
Joana Princessa, St. John's, Kanada © myndir shipspotting, wes pretty, 9. mars 2012

Guðni Ölversson Skemmtilegar myndir þetta. Dönskubátarnir, en svo kalla Norðmenn ferjurnar sem ganga á milli Noregs og Danmerkur, eru helstu félagsmiðstöðvar fólks á miðjum aldir og upp úr. Liðið flykkst um borð og skemmter sér næturlangt við drykkju, dans og spilakassa o.s.frv.