Færslur: 2012 Mars

17.03.2012 08:23

Pálsfiskur á Vestfjarðarmiðum

Pálsfiskurinn sem slæddist á land á Ísafirði í venjulegri veiðiferð.
Pálsfiskurinn sem slæddist á land á Ísafirði í venjulegri veiðiferð.

bb.is

Svokallaður Pálsfiskur veiddist á Vestfjarðamiðum í byrjun vikunnar en slíkur fiskur er afar sjalgæfur hér við land. "Hann veiddist fyrst við Ísland árið 2002, einn fiskur. Síðan gerðist það árið 2008 að það fréttist af fimm pálsfiskum við landið, en síðan ekki meir fyrr en núna," segir Jónbjörn Pálsson sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun og bætir við að fiskurinn sé "frændi pétursfisks. Fiskurinn vakti þó nokkra athygli eftir að hann kom á land á Ísafirði eftir hefðbundna veiðiferð og var kallað á bb.is til að leita upplýsinga um hann. Þá kunnu reyndustu sjómenn ekki deili á honum enda ekki furða þar sem um er að ræða fyrsti pálsfiskinn sem veiðist á Vestfjarðamiðum svo vitað sé.

Um er að ræða hávaxinn fisk og mjög þunnvaxinn með allstóran haus og nokkuð stór augu. Kjaftur er mjög stór og þverstæður og geta skoltar glennst vel út. Tennur á skoltum eru smáar til meðalstórar. Bakuggi er tvískiptur og er fremri hluti hans hár og broddgeislaður og teygjast fremstu geislar hátt upp en aftari hluti er lægri og með liðgeislum. Þrír fremstu geislar raufarugga eru broddgeislar en aðrir geislar liðgeislar. Liðgeislahlutar bak- og raufarugga eru jafnlangir og svipaðir að lögun. Eyruggar eru frekar stuttir en kviðuggar sem eru framan við eyrugga mun lengri. Sporðblaðka er stór. Spyrðustæði er mjög grannt. Rák er greinileg og liggur í stórum boga yfir eyruggum. Ekkert hreistur er á haus né hliðum en 7-8 hreisturflögur eru eftir kviði á milli kviðugga og raufar og 7-9 stórar bogadregnar beinflögur eru meðfram rótum bakugga og 5-7 við rætur raufarugga.

Hann er silfurgrár, dökkur blettur á miðjum fiski, uggahimnur dökkar. Svartir blettir eru á víð og dreif á bol og stirtlu ungra fiska. Þessi tegund hefur veiðst í Norðaustur-Atlantshafi norðvestur, vestur og suðvestur af Írlandi og í Biskajaflóa suður fyrir Marokkó í Afríku. Í Suðaustur-Atlantshafi frá Walvisflóa í Namibíu og suður fyrir Góðrarvonarhöfða og þaðan inn í Indlandshaf. Í Norðvestur-Atlantshafi undan austurströnd Ameríku frá landgrunnsbrúnum við Sable-eyju undan Nýja-Skotlandi til Norður-Karólínu og allt suður til Argentínu. Pálsfiskur er miðsjávar- og botnfiskur sem veiðst hefur á um 50-600 metra dýpi en er mest á 200-300 m og oft í smáum torfum. Fæða er einkum fiskar. Um hrygningu er lítið vitað nema undan Vestur-Afríku fer hún fram að sumri til.

17.03.2012 00:00

Víkingur AK 100, Sighvatur Bjarnason VE 81, Börkur NK 122, Tróndur í Götu o.fl.


                                           220. Víkingur AK 100


                                          220. Víkingur AK 100


                                        2281. Sighvatur Bjarnason VE 81


                                                 2827. Börkur NK 122


                                                      Tróndur í Götu


                             © myndir Faxagengið, í febrúar og mars 2012

16.03.2012 23:01

Strandflæsa N-12-VV


           Strandflæsa N-12-VV, í Honningsvag, Noregi © mynd shipspotting, roar jensen, 15. mars 2012

16.03.2012 22:00

Reynsmúli KG 587


            Reynsmúli KG 587, í Kollafirði, Færeyjum © mynd skipsportalurin, 13. feb. 2012

16.03.2012 21:00

Mostein H569B


     Mostein H569B, í Honningsvag, Noregi © mynd shipspotting, roar jensen, 14. mars 2012

16.03.2012 20:00

Havskjer M-200-A


             Havskjer M-200-A, í Kollafirði, Færeyjum © mynd skipin.fo., í mars 2012 

16.03.2012 19:00

Halas
                      Halas, Tyrklandi © myndir shipspotting, ademkaptan, 17. júlí 2005

16.03.2012 18:02

Bruse og Coral Meandra


        Bruse og Coral Meandra © mynd shipspotting, Tomas Östber-Jocomsen, 14. mars 2012

16.03.2012 17:00

Hilmir ST 1


         7456. Hilmir ST 1, kemur að landi á Hólmarvík © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is 14. mars 2012

16.03.2012 16:00

Áður en Hólmatindur ST 70 og fl. yfirgáfu svæðið

12.03.2012 20:01

Hólmavíkurhöfnin áður en Hólmadrangur ST 70 yfirgaf svæðið ásamt fleirum sem sjást þarna
                                      © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is

16.03.2012 15:00

TF-SIF greinir olíu vestan við landið

Af vef Landhelgisgæslunnar


   Olíusleikjan sem áhöfn á TF - SIF sá 15. mars 2012 

TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar fór í eftirlitsflug í dag þar sem flogið var frá Reykjavík að Langanesi, Grímsey, N af Horni-, um Vestfirði og Faxaflóa. Í fluginu greindi eftirlitsbúnaður flugvélarinnar olíuslikju vestur af Snæfellsnesi og utan við Faxaflóa. Málið var tilkynnt til Umhverfisstofnunar og Siglingastofnunar og stendur rannsókn á uppruna olíunnar yfir.

16.03.2012 14:24

Grásleppuveiðar hafnar

bb.is:

Vel fór um grásleppuna baðaða í ís í lágum körum. Mynd smabatar.is.
Vel fór um grásleppuna baðaða í ís í lágum körum. Mynd smabatar.is.

Grásleppuveiðar hófust á fimm veiðisvæðum í gær, við Vestfirði, á Faxaflóa, í utanverðum Breiðafirði, Norðurlandi frá Skagatá og austur úr og suður að Hvítingum. 1. mars var heimilt að hefja veiðar við Reykjanes sunnan Garðskaga. Frá því er greint á vef Landssambands smábátaeigenda að 72 bátar hafi haft leyfi til að leggja netin í dag og virðist sem flestir hafi nýtt sér þann rétt.

Haft er eftir Hafsteini Sæmundssyni á Trylli GK frá Grindavík að grásleppan sem fékkst hafi verið mjög stór og með góða hrognafyllingu. Hafsteinn sagðist aðspurður að nokkur áhætta væri að byrja svo snemma vegna þorsksins, en það væri heldur ekki gott að bíða þar sem reynsla undanfarinna ára sýndi að besta veiðin væri fyrstu daganna.

16.03.2012 14:00

Færeyski togarinn Aníta TG 788
             Aníta TG 788, á Spáni © myndir shipspotting, Gildo M. Couveiro, 15. mars 2012

16.03.2012 13:00

Anda


       Anda, í Groningen, Hollandi © mynd shipspotting, Leo Johannes, 15. ágúst 2009

16.03.2012 12:00

Melöyfjord N-51-ME

Af síðu Guðna Ölverssonar, Noregi: Dæmigerður nýr strandfiskibátur í Noregi. Þessir bátar mega bara veiða í fjöruborðinu og út á 200 mílur. Flestir þeirra eru útbúnir fyrir nót og snurvoð.


                        Melöyfjord N-51-ME © mynd af síðu Guðna Ölverssonar