Færslur: 2012 Mars

15.03.2012 14:00

Frá Grindavík


      Frá Grindavík, fyrir einhverjum tugum ára og þarna má þekkja m.a. Gylfa Örn GK 303 og Sigrúnu GK 380 © mynd Emil Páll

15.03.2012 13:00

Við Bátalón fyrir einhverjum tugum ára


                  Við Bátalón í Hafnarfirði, fyrir einhverjum tugum ára © mynd Emil Páll

15.03.2012 12:55

Þorlákur fékk á sig brot

bb.is

Þorlákur ÍS í Ísafjarðarhöfn.
Þorlákur ÍS í Ísafjarðarhöfn.
Línuskipið Þorlákur ÍS frá Bolungarvík fékk brot á sig í fyrrinótt. Við það brotnaði rúða og sjór flæddi inn í eldhús skipsins en engum úr áhöfninni varð þó meint af. Þorlákur kom í land í gær og er nú staddur í Ísafjarðarhöfn.

15.03.2012 12:00

Vatnsnes KE 30

                       

                    327. Vatnsnes KE 30, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll


                         327. Vatnsnes KE 30, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll

Smíðaður í Nyköbing, Danmörku 1955, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Kom í fyrsta sinn til heimahafnar á Dalvík 28. des. 1955. Úrelding 1. des. 1981. Sökkt N af Hraunum 9. júní 1982.

Nöfn: Bjarmi EA 760, Gullvík KE 45, Vatnsnes KE 30, Vatnsnes KE 130 og Stafnes KE 130.

15.03.2012 11:13

Flestar landanir í Sandgerði

Næsta koma Bolungarvík, Ólafsvík og Grindavík

Fiskifréttir 
Sandgerði.

 

Á fiskveiðiárinu 2010/2011 voru 60.842 landanir skráðar í aflaskráningarkerfi Fiskistofu, að því er fram kemur í starfsskýrslu Fiskistofu fyrir árið 2011.

Þetta er svipaður fjöldi landana og á fiskveiðiárinu 2009/2010 en þá voru skráðar landanir 60.754. Eins og svo oft áður voru flestar landanir í Sandgerði en því næst komu Bolungarvík, Ólafsvík og Grindavík. 

15.03.2012 11:09

Hrygnir grásleppan aðeins einu sinni hér við land?

Fiskifrettir.is

Viðamiklar rannsóknir á hrognkelsum standa nú yfir hjá BioPol og Hafrannsóknastofnuninni

 
Grásleppa

Endurheimtur á merkjum gefa vísbendingar um að grásleppan hrygni aðeins einu sinni hér við land. Um það er þó ekki hægt að fullyrða þar sem rannsóknir standa enn yfir, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Á síðustu árum hafa rannsóknir á hrognkelsum verið efldar og hafa þær verið samstarverkefni milli BioPol ehf. og Hafrannsóknastofnunarinnar. 

Alls hafa verið merktar um 9.383 grásleppur á fjögurra ára tímabili og undirbúningur er hafinn að merkingum á vertíðinni í ár, fimmta árið í röð. 

Flest merkin núna endurheimtust á fyrsta ári, eða um 8,8%, en aðeins 0,9% endurheimtra merkja fundust árið eftir. Ekkert merki fannst hins vegar eftir þrjú ár. Þetta vekur þær spurningar hvort grásleppan komi aðeins einu sinni á lífsferlinum upp að strönd Íslands til að hrygna og tvisvar í örfáum tilvikum. Um það er ekkert hægt að fullyrða fyrr en rannsóknum lýkur.

15.03.2012 11:00

Steinunn RE 32


                             50. Steinunn RE 32, í Hafnarfirði © mynd Emil Páll

Smíðaður í Frederikssund, Danmörku 1956. Úrelt í okt. 1979.

Ef ég man rétt þá var brúin flutt af þessum yfir á 219, sem í dag er Portland VE 97

Bar aðeins tvö nöfn þ.e.: Fákur GK 24 og Steinunn RE 32.

15.03.2012 10:28

Raggi Gísla SI 73


               2594. Raggi Gísla SI 73 á Siglufirði © mynd SK. Sigló. Á miðnætti birtast fleiri myndir frá undirbúningi grásleppuveiðanna, en þær eru nú hafnar.

15.03.2012 10:00

Sæborg RE 20


                       47. Sæborg RE 20, í Reykjavíkurhöfn © mynd úr safni Emils Páls

Smíðaður í skipasmíðastöð Nóa Kristjánssonar, Akureyri 1943 eftir teikningu Rafns Péturssonar. Brann og sökk út af Malarrifi 11.sept. 1975.

Nöfn: Fagriklettur GK 260 og Sæborg RE 20.

15.03.2012 09:00

Hrönn GK 240 / Hrönn HU 15


                                    589. Hrönn Gk 240 © mynd af teikningu Emil Páll


                       589. Hrönn GK 240 © myndaúrklippa úr safni Emils Páls


         589. Hrönn HU 15, brunarústir á Fitjum í Njarðvík © mynd Emil Páll 1988

Smíðanr. 3 hjá Dráttarbraut Keflavíkur hf., Keflavík 1944. Dæmd ónýt vegna fúa 6. sept. 1967. Rennt á land á Fitjum í Njarðvík, rétt sunnan við Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. og brennd þar. Flakið var hálfbrunnið þar til 20. sept. 1990 að það var fjarlægt.

Egill Þorfinnsson, Keflavík teiknaði bátinn og var þetta fyrsti báturinn sem hann teiknaði og smíðaði.

Nöfn: Hrönn GK 240 og Hrönn HU 15.

15.03.2012 08:34

Jarl KE 31 / Margrét HF 20

Það eru örugglega fáir bátar ef þó nokkur í íslenska flotanum sem borið hafa fleiri skráningar en þessi bátur. Allt um það hér fyrir neðan, þó ég birti aðeins myndir af þremur nafnana.


                            259. Jarl KE 31, fyrir yfirbyggingu © mynd Emil Páll


                           259. Jarl KE 31, eftir yfirbyggingu © mynd Emil Páll


                                      259. Jarl KE 31 © mynd Emil Páll


                    259. Margrét HF 20, í Þorlákshöfn © mynd Emil Páll í okt. 2009

Smíðanr. 165 hjá A/S Framnes Mek. Verksted, Sandefjord, Noregi 1964. Lengdur 1966. Yfirbyggður við bryggju í Keflavík frá sept. 1982 til feb. 1983 af Vélsmiðju Sverre Steingrímsen hf. í Keflavík.

Báturinn hefur borið 14 skráningar og 35 eigandabreytingar.

Nöfn: Súlan EA 300, Súlan EA 310, Stígandi ÓF 30, Stígandi RE 307, Jarl KE 31, Valdimar Sveinsson VE 22, Beggi á Tóftum VE 28, Beggi á Tóftum SF 222, Bervík SH 143, Klængur ÁR 20, Margrét ÁR 20, Margrét SK 20, Margrét HF 20 og núverandi nafn: Jökull ÞH 259

15.03.2012 00:00

Antarctic / Háberg GK 299 / Anders / Anders EA 510 / Fagervoll / Havbas

Hér um að ræða rúmlega 30 ára gamalt skip sem m.a.hefur borið íslensk nöfn og númer, annað þeirra tvisvar og hitt einu sinni.


                                        Antarctic LK 145 © mynd Ships Photos


               2644. Háberg GK 299 © mynd Shipspotting, Birkir Agnarsson


                     Anders GDY 038 © mynd Shipspotting, Anton Heumann


        2644. Anders EA 510 © mynd Sax, Valur Hafsteinsson


                           Anders GDY 38 © mynd Shipspotting, Frank Behrends, 10. júní 2007


        Fagervoll M-75-SJ, í Stornoway © shipspotting, Guido Blokland, í sept. 2008


                                            Fagervoll M-74-A © mynd Skipsmedia. no


          Fagervoll M-74-A í Leirvik © mynd Shipspotting. Sydney Sinclair, 8. okt. 2011


             Fagervoll M-74-A, í Alesundi, Noregi © mynd shipspotting Aage, 7. feb.  2012


          Havbas T-92-T, í Leirvick UK © mynd shipspotting Sydney Sinclair, 13. feb. 2012


            Havbas T-92-T, í Honningsvag, Noregi © mynd shipspotting, roar jensen, 13. mars 2012

Smíðanúmer 68 hjá Mandals Slip & Mek. verksted A/S. Innrétting og niðursetning vélbúnarðar hjá Fitjar Mek verksted A/S með smíðanúmeri 6 og afhent síðan af Mandals Slip & Mek verksted A/S, í Mandal, Noregi 1979.

Kom til Grindavíkur í fyrsta sinn aðfaranótt 1. desember 2004.

Endurbyggður 1991. Breytt hjá Nordship, Gdynja, Póllandi, 2004 og var þar í breytingum er eldur kom upp í íbúðum skipverja 11. okt. 2004 og tafðist verkið fram til loka nóvembers vegna þess.

Keypt fyrst hingað til lands í sept. 2004 og selt síðan til dótturfyrirtækis Samherja, í Póllandi haustið 2005. Flaggað aftur heimí  des. 2007 og aftur til Póllands i feb. 2008, en kom þó strax aftur, og var síðan skráð hjá pólska fyrirtækinu í rúman mánuð en þá selt úr landi til Noregs i mars 2005, en fór ekki út fyrr en í apríl og þá undir norska nafninu.

Nöfn: Eldjárn H-28-AV, Eldjárn, Antartic D-97, Andarctic LK 135, Antarctic LK 3453, Háberg GK 299, Anders GDY 38, Anders EA 510, aftur Anders GDY 038 og aftur Anders EA 510 og enn aftur Anders GDY 38, Fagervoll M-75-SJ, Fagervoll M-74-A og núverandi nafn, frá 7. feb. sl.: Havbas T-92-T

14.03.2012 23:00

Ti Franky 2


           Ti Franky 2, í Frakklandi © mynd shipspotting, mattib. 15. feb. 2012

14.03.2012 22:00

SPN09


                            SPN09 í Belgíu © mynd shipspotting, gilljansen, 12. mars 2012

14.03.2012 21:31

Jón Oddsson GK 14


         Hér sjáum við 180. Helgu Björg HU 7, koma með 620. Jón Oddsson GK 14, logandi til hafnar í Keflavík, 25. ágúst 1971, eftir að eldur hafði komið upp úti á miðunum. Báturinn var síðan tekinn upp í Dráttarbraut Keflavíkur þar sem það átti að endurbyggja hann, en hann var þó dæmdur ónýtur árið eftir. Þeir hjá Dráttarbrautinni ætluðu samt að endurbyggja bátinn og stóð hann uppi í slippnum í Keflavík í mörg ár, en aldrei varð sú raunin á og var hann að lokum brenndur í slippnum © mynd Heimir Stígsson

Af Facebook:
Guðni Ölversson Það var eftirdjá að Jóni Oddssyni. Flottur bátur sem mokfiskaði á síldinnni og landaði gjarnan á Eskifirði. Þar kynntist ég frábærum manni sem Ómar Einarsson heitir.