Færslur: 2012 Mars

05.03.2012 15:28

Hrólfur Gautreksson NK 2, núna áðan

Sigurbrandur tók þessa mynd á Neskaupstað núna áðan og sendi mér.


          583. Hrólfur Gautreksson NK 2, í Neskaupstað, núna áðan © mynd Sigurbrandur, 5. mars 2012

05.03.2012 15:00

Trondur í Götu FD 175


                        Trondur í Götu FD 175 © mynd Hoffellsu80.123.is  2012

05.03.2012 14:20

Sigurður VE 15


                        183. Sigurður VE 15 © mynd frá Hoffelli SU 80, 2012

05.03.2012 13:00

Rut ST 50
                 6123. Rut ST 50 © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is  3. mars 2012

05.03.2012 12:00

Grettir, Karlsey o.fl. á Reykhólum


      Þarna sjáum við Grettir, Karlsey, Knolla og einn til viðbótar sem ég þekki ekki á Reykhólum © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is, 3. mars 2012

05.03.2012 11:20

Starlight PD 786


               Starlight PD 786, í Bretlandi © mynd shipspotting, ally1903, 22. feb. 2012

05.03.2012 09:50

Eurusund sækir Ceg Cosmos til Eskifjarðar og Green Atlantic ex Jökulfell að komast í lag

Samkvæmt upplýsingum frá Bjarna Guðmundssyni á Neskaupstað nú  á Eskifirði er nú Dráttarbáturinn Eurosund og er hann að ná í mjölskipið Ceg Cosmos sem er bilað þar. Þá hefur hann frétt af  Green Atlantic sem einu sinni hét Jökulfell og hefur legið í marga mánuði bilað á Reyðarfirði sé að það að komast í lag á næstu dögum


         Eurosund, sem er að sækja skip til Eskifjarðar © mynd MarineTraffic, Juergen Braker


              Ceg Cosmos, sem er bilað á Eskifirði © mynd MarineTraffic, Finn Emsby


         Green Atlantic ex 1683. Jökulfell, er að komast í lag á Reyðarfirði © mynd Sigurbrandur, 7. sept. 2011

05.03.2012 09:02

Arcturus LK 59


         Arcturus LK 59, í Pererhead harbours, Bretlandi © mynd shipspotting, ally1903, 22. feb. 2012

05.03.2012 00:00

Seley SU 10
                      1556. Seley SU 10 © myndir  Magnús Þór Hafsteinsson

04.03.2012 23:00

Loðnugangan komin inn á Breiðafjörð

Fiskifréttir.is:

Koppalogn og ládautt á veiðisvæðinu í nótt.

Lundey NS, skip HB Granda. (Mynd: Guðm. St. Valdimarsson)

Loðnugangan, sem veitt hefur verið úr undanfarnar vikur, er nú komin inn á Breiðafjörð og í nótt voru skipin að veiðum um átta mílur norður af Öndverðarnesi. Lundey NS fékk um 1.100 tonna afla í þremur köstum í nótt og er rætt var við Stefán Geir Jónsson, fyrsta stýrimann og afleysingaskipstjóra, átti Lundey eftir um klukkutíma siglingu til Akraness.

,,Loðnan hefur gengið hratt norður eftir og er nú komin inn í Breiðafjörðinn. Við erum búnir að elta þessa göngu og aflinn hefur verið mjög góður og reyndar merkilega góður í ljósi þess hvernig tíðarfarið hefur verið. Það hafa verið ríkjandi vestan og suðvestanáttir og stöðugar brælur og það var ekki fyrr en í nótt að við fengum loksins almennilegt veður, koppalogn og ládauðan sjó," segir Stefán Geir á heimasíðu HB Granda.

Að hans sögn eru menn nú að stunda veiðarnar í verri veðrum en oft áður. Það helgast öðrum þræði af því að mikil verðmæti eru í húfi og ekki megi heldur gleyma því að veiðarfærin séu orðin mun betri en þau voru fyrir nokkrum árum og því megi bjóða þeim upp á meiri átök.

Loðnan, sem nú veiðist norðan við Öndverðarnes, á ekki langt eftir í hrygningu og Stefán Geir segir að hrognafyllingin sé örugglega um 26-27%.
,,

Það eru örugglega einhverjar torfur af loðnu sem eiga eftir að skila sér. Nú er okkar helsta vandamál að það er spáð skítabrælu næstu þrjá sólarhringana. Það mun örugglega koma niður á veiðunum en maður verður bara að vona það besta," segir Stefán Geir Jónsson.

04.03.2012 22:00

Sjómanndagurinn í Keflavík 1977

Þar sem mynd þessi er nokkuð góð tel ég mig þekkja sjö af þessum bátum og í stað þess að nafngreina þá, þá vil ég geta þess hvað hefur orðið af þessum sjö bátum. Einn þeirra og sá stærsti er ennþá til liggur nýmálaður við bryggju, tveir hafa verið varðveittir, einn strandaði og sökk, annar brann og sökk. einn seldur úr landi og enn annar fórst.


          Sjómannadagurinn í Keflavík 1977 © mynd af forsíðu Sjómanndagsblaðsins 1978. Eins og ég segi fyrir ofan myndina þekki ég sjö af þessum bátum og birti örlög þeirra.

Af Facebook:
Árni Árnason það væri gaman að fá nöfnin á þessum bátum
Emil Páll Jónsson Þau eru ekki í boði, þú verður bara að spá. jheje
Guðni Ölversson Skemmtileg mynd, En verð að viðurkenna að ég þekki ekki eitt einasta prik í höfninni.
Emil Páll Jónsson Ok félagar ég skal nú upplýsa það sem ég veit: Þessi sem er fremstur heitir þarna 955. Óli Bjarna KE 37, nú varðveittur á Fáskrúðsfirði sem Rex NS 3, Í röðinni sem við sjáum fyrst er 311. Baldur KE 97 nú varðveittur í Keflavík, innan við hann er 1065. Glaður KE 67 sem hét Glaður ÍS 28 er hann strandaði skammt frá Flatey á Breiðafirði og sökk. Við hlið Glaðs er 821. Sæborg KE 177 sem Fórst er báturinn hét Sæborg SH 377 út af Rifi á Snæfellsnesi og þar við bryggjuna er 82. Hamravík KE 75 sem seld var úr landi. Utastur í hinni röðinni er 784. Stafnes KE 38 sem brann og sökk í Húnaflóadýpi er báturinn bar nafnið Litlanes ÍS 608. Við bryggjuna þar liggur  971. Boði KE 132, sem í dag er Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25, aðra þekki ég ekki án þess að skoða nánar
Guðni Ölversson Ég hefði náttúrulega átt að þekkja Hamravíkina. Sú var alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér á síldarárunum

04.03.2012 21:00

Aftari hlutinn af Kópanesi RE 8

Báturinn hafði orðið fyrir áfalli og var verið að draga hann til hafnar í Grindavík, er hann rak upp í fjöru þann 28. feb. 1973 og ónýttist og hér sjáum við aftari hlutann, nokkrum vikum síðar.


       Aftari hlutinn af 1154. Kópanesi RE 8, á strandstað við Grindavík © mynd Emil Páll, 1973

Af Facebook:
Sigurbrandur Jakobsson Fór ekki brúin af því á Sandey ll

04.03.2012 20:00

Júpiter ÞH 363


                              2643. Júpiter ÞH 363  © mynd Svafar Gestsson, 2011

04.03.2012 19:00

Fagraberg


                                  Fagraberg © mynd Svafar Gestsson, 2011

Af Facebook:
Guðni Ölversson Gamla Krunborgin sem Eiler lét byggja. Einn fallegasti bátur Færeyja

04.03.2012 18:00

Beitir NK 123


                              2730. Beitir NK 123 © myndir Svafar Gestsson, 2011