Færslur: 2012 Mars

07.03.2012 10:00

Háey II ÞH 275


                                2757. Háey II ÞH 275 © mynd MarineTraffic, JC

07.03.2012 08:30

Dísa GK 136 og Happasæll KE 94


      2110. Dísa GK 136 og 13. Happasæll KE 94, í Keflavíkurhöfn © mynd MarineTraffic, Albrecht Fricke, 28. feb. 2012

07.03.2012 00:00

Skemmtileg flétta út af Grindavík

Hér endurbirti ég myndasyrpu er sýnir fléttu með þremur skipum út af Grindavík að morgni fimmtudagsins 28. október 2010. Þarna eru það varðskipið Týr sem kom upp undir Grindavík og sendi síðan léttabát í land og þriðja skipið er Árni í Teigi GK 1 sem var á veiðum og sést hann á veiðisvæðinu á fyrstu myndinni, en síðan sjást myndir af bátnum í innsiglingunni og er hann kemur að landi í Grindavík.


     1421. Týr á leið í áttina að Grindavík og til vinstri sést 2500. Árni í Teigi GK 1 á veiðisvæði


       1421. Týr á reki stutt frá Grindavíkurhöfn og búið að sjósetja léttabátinn


                         1421. Týr á reki, meðan léttabáturinn er í landi


           Mynd tekin frá hafnargarðinum í Grindavík og sýnir innsiglingamerkin og sjóvarnargarð


        Hér sést auk varðskipsins, 2500. Árni í Teigi GK 1 á leið til lands í Grindavík


                           Léttabátur varðskipsins á leið út frá Grindavík


                            Léttabáturinn öslar út innsiglinguna í Grindavík


          Allir þátttakendur: F.v. 2500. Árni í Teigi GK 1, Léttabátur Týs og 1421. Týr


         2500. Árni í Teigi GK 1, í innsiglingunni og léttabáturinn fyrir aftan 1421. Tý


                       2500. Árni í Teigi GK 1 kemur inn innsiglinguna


                         2500. Árni í Teigi GK 1 kominn inn í Grindavíkurhöfn


                          2500. Árni í Teigi GK 1 kominn að bryggju í Grindavík


         Löndun hafin úr 2500. Árna í Teigi GK 1  © myndir Emil Páll, 28. okt. 2010

06.03.2012 23:20

Ásgeir ÞH 198


        1790. Ásgeir ÞH 198, á Húsavík © mynd MarineTraffic, edillio Boirral, 9. ágúst 2008

06.03.2012 22:00

Ragnar Alfreð GK 183


            1511. Ragnar Alfreð GK 183, í Sandgerði © mynd MarineTraffic, robert georgsson

Af Facebook:
Guðni Ölversson Raggi sálugi á Hrauni var mun flottari en báturinn.

06.03.2012 21:00

Valberg VE 10

©
       1074. Valberg VE 10, í Vestmannaeyjum © mynd MarineTraffic, Anna Grétarsdóttir, 17. sept. 2008


        1074. Valberg VE 10, í Nuuk © mynd MarineTraffic, Steffen Bramsen, 20. júní 2011

06.03.2012 20:00

Páll Jónsson GK 7


        1030. Páll Jónsson GK 7, í Grindavík © myndi MarineTraffic, Albrecht Fricke,  20. feb. 2012

06.03.2012 19:41

Kristrún RE 177


                      2774. Kristrún RE 177 © mynd Sigurður Bergþórsson, í mars 2012

06.03.2012 19:00

Hrafn Sveinbjarnason GK 255, 1975


                1028. Hrafn Sveinbjarnason GK 255 © mynd Snorrason, 1975

Af Facebook:
Guðni Ölversson Flott mynd af mjög góðum báti.
Eiríkur Tómasson Myndin tekin á góðviðrisdegi í apríl 1975, einn af síðustu róðrum Sveins Ísaks sem skipstjóra áður en hann fór yfir á Hrafn.( Númerið er 1028)
Emil Páll Jónsson Já Eiríkur er skrifa 1028 sem númerið, framan við nafnið undir myndinni.

06.03.2012 18:00

Tómas Þorvaldsson GK 10


          1006. Tómas Þorvaldsson GK 10, í Grindavík © mynd MarineTraffic, Alberecht Fricke, 20. feb. 2012

06.03.2012 17:00

Skúmur GK 22


                               191. Skúmur GK 22 © mynd Snorrason

Af Facebook:
Guðni Ölversson Gullfalleg mynd

06.03.2012 16:00

Frá Vestmannaeyjum


       Vestmannaeyjar, blái báturinn er 1855. Maggý VE 108 © mynd Sigurbrandur í feb. 2012

06.03.2012 15:00

Neskaupstaður í blíðunni í gær

Mynd þessa tók Sigurbrandur í gær frá bræðslunni á Neskaupstað og út fjörðinn.


                       Neskaupstaður í blíðunni í gær © mynd Sigurbrandur, 5. mars 2012

06.03.2012 14:00

Flestir treysta Landhelgisgæslunni

Af vef Landheilgisgæslunnar:

Landhelgisgæslan nýtur traust 89,8% landsmanna samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Í ár tóku 97% afstöðu til könnunarinnar og dreifist traustið nokkuð jafnt á milli kynja og aldurs aðspurðra. Virðist traust landsmanna til Landhelgisgæslunnar hafa aukist lítilsháttar milli ára því fyrir ári síðan kannaði Gallup traust landsmanna fyrir Landhelgisgæsluna og mældist traustið þá 88,5%.

Gallup hefur kannað traust almennings til nokkurra stofnana og embætta frá árinu 1993 og var að þessu sinni kannað traust til fimmtán stofnana og embætta.


    1066. Ægir og TF - SIF  © mynd af vef Landhelgisgæslunnar

Af Facebook:
Anna Kristjánsdóttir Það er af sem áður var :o)

06.03.2012 13:00

175 milljón króna aflaverðmæti í einum túr

grindavik.is:

175 milljón króna aflaverðmæti í einum túr

Óhætt er að segja að frystitogarar Þorbjarnar hf. geri það gott þessa dagana. Kom Hrafn Sveinbjarnarson úr mettúr á dögunum og í gær kom Hrafn GK 111 úr 30 daga veiðitúr og landaði 440 tonnum. Verðmæti aflans var hvorki meira né minna en 175 milljónir króna.

Frá þessu var greint á vefnum grindavik.is