Færslur: 2012 Mars

09.03.2012 21:00

Willie Joe


                             Willie Joe © mynd MarineTraffic, Claran Whelan, 2010

09.03.2012 20:00

Alida


                      Alida, í Norðursjó © mynd af MarineTraffic, frá 24. sept. 2009

09.03.2012 19:00

Dúddi Gísla GK 48 á sýningu

Þessi mynd var tekin á sjávarútvegsýningunni í Kópavogi, þó ekki þeirri síðustu, heldur þeirri þar áður og á miðnætti bætast fleiri myndir við og sýna þær að hluta til svolítið annað sjónarhorn á sýningu sem þessari              ALLT UM ÞAÐ Á MIÐNÆTTI


          2778. Dúddi Gísla GK 48, á sjávarútvegssýningunni í Smáranum, Kópavogi 2008 © mynd Emil Páll

09.03.2012 18:00

Green Atlantic ex Jökulfell

Þetta skip er búið að vera oft hér á síðunni að undanförnu, sem stafar af því að það bilaði á Reyðarfirði fyrir nokkrum mánuðum og síðan hefur verið unnið að viðgerð og er henni nú að ljúka. Hér birti ég myndir sem teknar voru af skipinu sem er svolítið tengt okkur þar sem það bar nafnið Jökulfell hér á árum áður og eru þessar myndir frá árinu 2009 og þá af því í Litháen.


       Green Atlantic ex 1683. Jökulfell,  í Klaipeda, Litháen © myndir shipspotting, Gena Anfirov, 23. sept. 2009

09.03.2012 17:00

Grímsnes BA 555 komið í sparifötin


      89. Grímsnes BA 555, komið í sparifötin í Skipasmíðastöð Njarðvíkur í gær © mynd af FB síðu SN

09.03.2012 16:00

Sigurður Ólafsson SF 44, núna áðan


        173. Sigurður Ólafsson SF 44 ( þessi rauði) á Hornafirði, núna áðan © mynd Sigurbrandur, 9. mars 2012

09.03.2012 15:00

Kristín AK 30


        5909. Kristín AK 30, á Akranesi © mynd MarineTraffic Guðmundur Hafsteinsson, 6. ágúst 2010

09.03.2012 14:00

Helgi SH 135


                    2017. Helgi SH 135 © mynd af MarineTraffic frá 25. feb. 2006              

09.03.2012 13:00

Hafnarröst - nú Fríða í Ghana

Hér er mynd sem Svafar Gestsson sendi mér af gömlu Hafnarröst sem heitir Fríða í dag og er enn staðsett í Ghana.


                   249. Hafnaröst ÁR 250 nú Fríða í Ghana © mynd Svafar Gestsson

09.03.2012 12:07

Páll Helgi ÍS 142


       1502. Páll Helgi ÍS 142, í Bolungarvík © mynd MarineTraffic, gummi@ernir.is, 22. ágúst 2006


       1502. Páll Helgi ÍS 142, á Ísafirði © mynd MarineTraffic, gummi@ernir.is  18. ágúst 2008

09.03.2012 11:00

Miraseti


           Miraceti, í Brest, Frakklandi © mynd shipspotting, Michael FLOCH, 2. nóv. 2011

09.03.2012 10:00

Fáskrúðsfjörður


                                   Fáskrúðsfjörður © mynd Óðinn Magnason, í mars 2012

09.03.2012 09:07

Hornafjörður í morgunsárið

Sigurbrandur tók þessar myndir nú í morgunsárið á Hornafirði og sendi mér.


                         Hornafjörður, í morgunsárið © myndir Sigurbrandur, 9. mars 2012

09.03.2012 00:00

TF-SIF í ískönnun við Vestfirði - tveir borgarísjakar við Horn

Af vef Landhelgisgæslunnar:

_MG_3693

Fimmtudagur 8. mars 2012

TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar fór í gær í eftirlits- og æfingaflug sem m.a. var nýtt til ískönnunar við Vestfirði.

Þegar svæðið undan Horni var rannsakað með eftirlitsbúnaði flugvélarinnar kom í ljós að á svæðinu eru tveir borgarísjakar, sá minni ca 80x80m að flatarmáli og ca 40m á hæð en sá stærri 235x100m og u.þ.b. 60m á hæð.  Þá var eitthvað um íshröngl í grennd við jakana en einnig að sjá dýpra á Hornbankanum.  Hafísröndin var (smkv. ratsjá) næst landi um 70sml NNV af Straumnesi. 

Er þetta borgarískjaki sem tilkynnt var um fyrir nokkrum dögum og virðist sem hann hafi brotnað í tvennt og rekið austar á svæðinum

Í fluginu var einnig miðaður út neyðarsendir sem féll útbyrðis af togara í fyrrinótt. Miðað var bæði á 406MHz og 121,5MH og  fengust ágæt krossmið sem gáfu stað um 0,2sml í radíus. 

Stærri jakinn er á stað: 66°25,3´N-022°12,6´V eða 5,2 sjml. ASA af Horni.

Minni jakinn er á stað: 66°24,5´N-022°08,0´V eða 7,3 sjml. ASA af Horni.

08032012_Iskonnun3
Stærri ísjakinn er 235x100m og u.þ.b. 60m á hæð
08032012_Iskonnun2
Minni ísjakinn mældur. Hann er ca 80x80m að flatarmáli og ca 40m á hæð

08032012_Iskonnun1
08032012_Iskonnun6
Horn sést efst til vinstri á myndinni. Ísjaki fyrir miðju og hægra megin.

08032012_Iskonnun4
Minni ísjakinn mældur.

08032012_Iskonnun5
Stærri ísjakinn


08.03.2012 23:00

Fleur de Gwarés


         Fleur de Gwarés, í Brest, Frakklandi © mynd shipspotting, Michael FLOCH, 31. okt. 2011