Færslur: 2012 Mars

02.03.2012 17:00

Allt of margir


                   Þessi  fjórir voru uppi á bryggju í Sandgerði í maí 2008 © Emil Páll


 Hérna bak við litlu bátanna sjáum við þrjá gamla vertíðarbáta sem ekki vouru þá í útgerð © Emil Páll

Saga þessa varð sú að  eikarbátarnir fjórir sem voru uppi á bryggjunni voru myljaðir niður, þar sem þeir eru með öllu ónýtir. Þessir bátar voru 1237 Una SU 89, 1390 Jón Guðmundsson ÍS 75, 1232 Gunnhildur ST 29 og 1294 Hafrós KE 2. Uppi höfðu verið áform um að fara með þá þrjá fyrst nefndu annað, en ekkert varð af því. Uppi á bryggju annarstaðar var  1764 Anton  GK 68 sem þarna var álitinn fara sömu leið og hinir en svo var ekki og komst hann aftur i útgerð, þá voru við bryggjuna 573, Hólmsteinn GK 20 sem nú er varðveittur, 450 Eldey GK 74 sem fór í pottinn og  923 Röstin GK 120 sem komin er með annað nafn og eftir mikla skveringu hefur lengið við bryggju í Njarðvík undanfarna mánuði

02.03.2012 16:00

5 myndir frá Gunnari Harðarsyni í Nigeríu

Gunnar Harðarson er einn þeirra fjölmörgu íslendinga sem starfa sem sjómenn út um heim og sendir hann mér nú fimm myndir sem teknar eru í Vestur- Afríku. Hann er nú yfirstýrimaður um borð  í Mansour Tiden sem  er 70 metra langur og 16 m  á breidd með 2x3500KW aðalvelar og 3 hliðarskrúfur 1000 HÖ hver Togkraftur 125 tomm Drattarvir 65mm, hámarks átak a spil er 300 tonn á bremsum

Segist hann verða kominn heim til Namibiu i frí i byrjun April, en vinnufyrirkomulagið eru 60 dagar og 60 i fríi. - Sendi ég Gunnari kærar þakkir fyrir þetta -


                                              Fiskibátur í Banjul í Gambíu


                                               FPSO Sea Eaglle, í Nigeríu


         Nordmand Installer, viðgerðarskip, 128 m. langt og 24 metra breitt, með krana upp á 400 tonn


                                                   Drattar sabba


                        FPSO Sea Eagle © myndir Gunnar Harðarson, í Vestur - Afríku

02.03.2012 15:00

Línubátar að landa á Siglufirði

sk.siglo.is:

Löndun úr Oddi á Nesi
Löndun úr Oddi á Nesi

Aflabrögð á línubátum voru sæmileg í febrúar þrjú til fimm tonn í róðri. Hér á þessum myndum er verið að landa úr Oddi á Nesi SI-76 sem er í eigu Freys Steinars Gunnlaugssonar sem rekur og á útgerðafélagið Nesið ehf.

Gunnlaugur Oddsson á og rekur bátana Jonna SI-86 og Mávur SI-96 (áður Ingunn Sveinsdóttir)Texti og myndir: GJS

02.03.2012 14:00

Eigendur skulu róa sjálfir

Fiskifréttir.is:

Sjávarútvegsráðherra gerir breytingar á reglugerð um strandveiðar  

Smábátar

Sjávarútvegsráðherra hefur undirritað reglugerð um strandveiðar 2012. Nokkrar breytingar eru frá fyrirkomulagi veiðanna í fyrra.  Það helsta er að forsenda þess að viðkomandi bátur fái heimild til strandveiða er að eigandi sé lögskráður á bátinn.  Í reglugerðinni er eftirfarandi útfærsla á eignarhaldsákvæðinu:

"Einungis er heimilt að veita hverri útgerð, eiganda, einstaklingi eða lögaðila, leyfi til strandveiða fyrir eitt fiskiskip.
Eigandi fiskiskips skal vera lögskráður á skipið. Þegar fiskiskip er í eigu lögaðila er  fullnægjandi ef einn eigenda lögaðilans er lögskráður á skipið. Í umsókn lögaðila um leyfi til strandveiða skulu koma fram upplýsingar um eignarhald á lögaðilanum og þann/þá sem koma til með að vera lögskráðir á fiskiskip."

Vakin er athygli á þessu á vef Landssambands smábátaeigenda.

02.03.2012 13:00

Ósk KE 5

Það eru ekki margar myndir af þessum báti með þetta nafn, í umferð. Þetta var fyrsta nafnið og bar hann það stutt því hann skemmdist í eldi og eftir endurbygginguna fékk hann nýtt nafn og hefur lengst af heitið Árni í Teigi GK 1


     2500. Ósk KE 5, í reynslusiglingu á Reykjavíkurhöfn © mynd  Jón Páll Ásgeirsson

02.03.2012 12:00

Aðalsteinn Jónsson SU 11, núna áðan


         2699. Aðalsteinn Jónsson SU 11, núna rétt áðan © mynd Sigurbrandur 2. mars 2012

AF Facebook:
Guðni Ölversson Þetta er mikið skip og fer vel við hvannirnar í fjallahringnum umhverfis fjörðinn fagra.

02.03.2012 10:00

Jón Kjartansson SU 111 í Reykjavík í gær


       1525. Jón Kjartansson SU 111, í Reykjavík í gær © mynd Jón Páll Ásgeirsson, 1. mars 2012

Af Facebook:
Anna Kristjánsdóttir Hvað voru þeir að gera í Reykjavík?

02.03.2012 00:00

Plastarar


                                    7037. Guðmundur Rauði í Reykjavikurhöfn


                                        1794. Guðrún SH 164, í höfn í Ólafsvík


                                          6390. Guggan, í Grófinni, Keflavík


                             2419. Magnús Ingimarsson SH 301, í höfn í Ólafsvík


                            6807. Gunnlaugur Tóki KE 200, í Grindavíkurhöfn


                                      6120. Hansa GK 106, í Keflavíkurhöfn


                                      6272. Hansi MB 1, í höfn á Akranesi


       1737. Helga Guðrún SH 62, í höfn á Grundafirði © myndir Emil Páll í ágúst 2009, nema myndina af 6390. Guggan, hún er tekin í júlí 2009.

01.03.2012 23:00

20 ára fangelsi fyrir ólöglegar veiðar

Fiskifréttir.is:

Hæstiréttur Tanzaníu kveður upp þungan dóm fyrir ólöglegar túnfiskveiðar 

Túnfiskveiðar

Hæstiréttur Tanzaníu dæmdi nýlega tvo menn í 20 ára fangelsi fyrir ólöglegar veiðar í efnahagslögsögu Tanzaníu. Mennirnir geta losnað við að afplána fangelsisdóminn með því að greiða 12 milljónir dollara í sekt hvor, eða sem samsvarar 1,5 milljarði ISK.Málið hefur tekið langan tíma en fyrir þremur árum var kínverska skipið Tawaliq staðið að ólöglegum túnfiskveiðum í lögsögu Tanzaniu í Indlandshafi. Skipið var þá með falskt nafn og falsað veiðileyfi. Fimm manns voru ákærðir en tveir hlutu dóm, kínverskur skipstjóri og umboðsmaður skipsins í Tanszaniu. Skipið var einnig gert upptækt. Áhöfnin, um 30 manns, var látin laus í júlí í fyrra eftir að hafa dvalið tvö ár í gæsluvarðhaldi

01.03.2012 22:00

Úr MOLUM

Eftirfarandi frásögn birti ég á síðu sem hér hélt út og hét MOLAR, þann 28. des. 2009

Björgun Svans KE

3200. Köfunarþjónusta Sigurðar hefur nú á hálfu ári staðið að björgun fjögurra báta sem sokkið hafa og sýna myndirnar nú, björgun Svans KE sem sökk í Njarðvikurhöfn í gær. Nánar á emilpall.123.is   -  Ljósm. Emil Páll í dag 28. des. 2009

Hér er allt á kafi eftir að skorið var á landfestar
Hér er allt á kafi eftir að skorið var á landfestar
Loftbelgir eru notaðir til að ná upp bátnum
Loftbelgir eru notaðir til að ná upp bátnum
Sigurður Stefánsson
Sigurður Stefánsson
Sigurður (lengst til hægri) ásamt starfsmönnum sínum
Sigurður (lengst til hægri) ásamt starfsmönnum sínum
Stýrishúsið á kafi
Stýrishúsið á kafi
Svona leit þetta út áður en skorið var á landfestar
Svona leit þetta út áður en skorið var á landfestar
Allt á kafi
Allt á kafi

01.03.2012 21:00

Eldborg HF 13 / Hólmaborg SU 11 / Jón Kjartansson SU 111


                                    1525. Eldborg HF 13 © mynd Jón Páll


                                 1525. Hólmaborg SU 11 © mynd Jón Páll


                   1525. Hólmaborg SU 11 © mynd af Google, ljósm. ókunnur


                          1525. Jón Kjartansson SU 111 © mynd Jón Páll

01.03.2012 20:00

Tróndur í Götu FD 175, í Reykjavík 
           Tróndur í Götu FD 175, í Reykjavík © myndir Jón Páll Ásgeirsson, 28. feb. 2012

01.03.2012 19:00

Baldvin Njálsson GK 400


             2182. Baldvin Njálsson GK 400, að taka olíu í Reykjavík © mynd Jón Páll Ásgeirsson, á hlaupársdag, 29. feb. 2012

01.03.2012 18:00

Héðinn AK 7


                                Héðinn AK 7 © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is

01.03.2012 17:00

Saga K og Ásta B, í Tromsö

Hér sjáum við íslendingabátanna Sögu K og Ástu B, í Tromsö í Noregi, en myndin birtist á Facebook-síðu Sögu K.


                    Saga K og Ásta B, í Tromsö í Noregi © mynd af FB síðu Sögu K