Færslur: 2012 Mars

06.03.2012 12:00

Ábyrgar fiskveiðar - fiskur til framtíðar

grindavik.is:

Ábyrgar fiskveiðar - fiskur til framtíðar 

Vísir hf. í Grindavík tekur þátt í verkefni um ábyrgar veiðar Íslendinga, Iceland Responsible Fisheries en myndband um verkefnið má sjá hér. Eins og kemur fram á heimasíðu IRF þá eru "upprunamerki fyrir íslenskar sjávarafurðir og vottun ábyrgra fiskveiða Íslendinga markaðstæki sem gefur framleiðendum og seljendum íslenskra sjávarafurða tækifæri til að staðfesta frumkvæði sitt í að mæta kröfum markaðarins með hagsmuni framtíðar kynslóða að leiðarljósi. 

Með markvissu innra starfi sjávarútvegsins og viðeigandi kynningarátaki er unnið að því að skapa íslenskum sjávarútvegi og íslenska merkinu traust og virðingu og treysta þannig stöðu íslensks sjávarútvegs á samkeppnismörkuðum." 

Hér má sjá fyrsta af nokkrum kynningarmyndböndum IRF en þar bregður fyrir þremur kynslóðum af fjölskyldu Páls H. Pálssonar. Einnig er þar viðtal við framkvæmdastjóra Vísis, Pétur Hafstein Pálsson, þar sem hann talar um tenginguna frá miðum til markaða ásamt ábyrgð þeirra sem veiða að ganga vel um miðin og fullnýta allt sem við tökum úr náttúrunni.

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á www.responsiblefisheries.is.

Frá þessu var greint á vefnum grindavik.is

06.03.2012 11:00

Lady Sophie


      Lady Sophíe, í Litháen © mynd shipspotting, Gena Anfirmov, 23. ágúst 2009

06.03.2012 10:13

Múlaberg SI 22, í gær


         1281. Múlaberg SI 22, Siglufirði í gær © mynd Hreiðar Jóhannsson, 5. mars 2012

06.03.2012 09:33

Bjarni Sæmundsson á Siglufirði í gær
        1131. Bjarni Sæmundsson RE 30, á Siglufirði í gær © myndir Hreiðar Jóhannsson, 5. mars 2012

06.03.2012 00:00

Sævík GK ex Hafursey lítur illa út

Í kvöld birti ég eina mynd tekna úr brú Sævíkur GK 257, sem áður hét Hafursey VE 122 og Vísir hf. í Grindavík keypti í haust. Nú birti ég syrpu sem Skipasmíðastöð Njarðvíkur birti á Facebooksíðu sinni nú um helgina. Fyrst birtast myndir teknar um áramótin er báturinn var kominn upp í slippinn og síðan myndir af ástandi bátsins og er þær teknar nú fyrir helgi og dæmi hver fyrir sig.


      1416. Sævík GK 257, ex Hafursey VE 122, í Skipasmíðastöð Njarðvikur © myndir af FB  SN

05.03.2012 23:00

Þyrlusveit Landhelgisgæslunar er lífsnauðsynleg

Eftirfarandi grein birtir Sigmar Þór Sveinbjörnsson á síðu sinni og birti ég hana hér óstytta.


  Niðurskurður í þyrlusveit Landhelgisgæslunar eru sannarlega váleg tíðindi, eftirfarandi sem ég hef tekið saman snýr eingöngu að öryggi  og björgun sjómanna og ætti að fá fólk til að hugsa um það mikilvæga hlutverk sem Landhelgisgæslan hefur gagnvart öryggi þeirra. Við skulum hafa það í huga að þetta er eingöngu einn þáttur í hennar í starfsemini.  LHG Sinnir einnig mjög stóru hlutverki í sjúkra og björgunarstörfum á landi.    

Landhelgisgæslan PUMA TF-LÍF  PÚMA TF-LÍF

Þegar fækkun dauðaslysa á sjó ber á góma kemur fyrst upp í hugann Landhelgisgæslan, hún mun eiga stóran þátt í að bjarga sjómönnum frá alvarlegum slysum og dauða, hún hefur haft á að skipa góðum sjómönnum, flugmönnum og flugliðum. Hennar  þyrlusveit hefur unnið ótrúleg björgunarafrek, og hefur hróður þyrluáhafna aukist til muna eftir að LHG fékk stærri og kraftmeiri þyrlur eins TF LÍF, en hún kom til landsins 23 júní 1995.

þyrlusveit á sjómannadaginn 1994 II

 Í samantekt sem ég fékk hjá flugdeild LHG kemur fram að frá árunum 1999 til 2008 eða í 10 ár hafa þyrlurnar bjargað 203 sjómönnum úr sjó eða frá skipum og er þá með taldir þeir sem sóttir hafa verið veikir eða slasaðir um borð í skip á hafi úti.

Þyrlusveitir LHG hafa því bjargað að meðaltali 23,3 mönnum á ári síðustu 10 árin. Það var stórt gæfuspor þegar ákveðið var að kaupa  nýju Puma þyrluna sem hefur sannað gildi svo um munar. TF LÍF og áhöfn hennar hefur bjargað hundruðum sjómanna á undanförnum árum.

Myndin er tekin á Sjómannadaginn 1994 af TF-SIF

Þyrlan TF LÍF bjargaði einu og sömu vikuna 5. til 10. mars 1997 hvorki meira né minna en 39 sjómönnum af þremur skipum sem voru: Flutningaskipið Vikartindur sem strandaði við Þjórsárósa þan 5 mars 1997. Þar bjargaði Þyrlan 19 mönnum af skipinu í slæmu veðri 8-9 vindstigum og gekk á með hagléli hvössum vindhviðum og  mikilli ölduhæð. Svo slæmt var veðrið og skyggni að björgunarmenn í landi sáu ekki þegar skipverjar voru hífðir frá skipinu þótt skipið væri aðeins 100 til 150 metra frá landi. 

Áhöfn TF LÍF

Flutningaskipið Dísarfelli sem fórst 9. mars 1997 er það var statt 100 sjómílur SA af Hornafirði í kolvitlausu veðri  og 8 til 10 metra ölduhæð. Þar var 10 sjómönnum bjargað en tveir menn fórust. Mennirnir höfðu þá verið í sjónum innan um fljótandi gáma, brak og olíubrák í tvo tíma þegar þyrlan kom þeim til bjargar, en þeir höfðu klæðst björgunarbúningum rétt áður en skipið fórst. 

 Þann 10 mars 1997 bjargaði TF LÍF  tíu manna áhöfn netabátsins Þorsteins GK þegar skipið rak vélarvana að landi undir Krýsuvíkurbergi, þar sem það strandaði upp í klettunum. Rétt eftir að björgun var lokið standaði skipið og eiðilagðist á strandstað

Áhöfn TF-LÍF sem bjargaði áhöfn á Dísarfelli. Tfv; Benóný Ásgrímsson Flugstjóri, Auðunn Kristinsson stýrimaður og sigmaður, Hilmar Þórarinsson flugvirki og spilmaður, Hermann Sigurðsson flugmaður, Óskar Einarsson læknir.

Þótt ég hafi hér að ofan nefnt örfáar bjarganir sem framkvæmdar voru á TF-LÍf, þá hefur ekki síður mörgum verið bjargað með öðrum þyrlum LHG.

þyrlusveit á sjómannadaginn 1994

Þann 14. Mars 1987 strandaði Barðinn GK norðurundir Dritvík á Snæfellsnesi þar sem hann skorðaðist milli klettana og hallaði 70 til 80° á stjórnborða. Skipbrotsmenn voru allir í þvögu inni í kortaklefa sem er inn af stýrishúsi. Stýrishúsið var opið og gekk sjór þar í gegn og voru mennirnir meira og minna í sjó.

Ekki reyndist mögulegt að bjarga mönnunum frá landi þó skipið væri mjög stutt frá björgunarmönnum sem komnir voru á strandstað.

Áhöfn TF SIF

Þegar Þyrlan TF- SIF kom á vetfang sást engin hreyfing á mönnum um borð enda gaf sjó yfir allt skipið. Eftir nokkra stund sáust menn í stýrishúsi Barðans GK.  Þrátt fyrir erfiðar aðstæður tókst áhöfn þyrlunnar að slaka línu niður að brúardyrum og þannig hífði áhöfn þyrlunnar mennina upp í þyrluna einn í einu. þarna var allri áhöfn skipsins  9 mönnum bjargað úr bráðum lífsháska, þegar ekkert annað gat komið þeim til hjálpar.

Barðinn GK 475 á strandstað

Þetta eru dæmi um afrek starfsmanna Landhelgisgæslunnar, það eru ekki fá mannslíf sem þeir  hafa bjargað, og oft á tíðum sett sig í lífshættu til þess.

Menn skulu hafa það í huga að björgunarstörf eru oft unnin við mjög erfiðar aðstæður og eru því oft á tíðum mjög hættuleg. Það er því rétt að minnast þess að LHG hefur misst 10 starfsmenn frá 1960 þar af fjóra í flugslysi í nóvember 1983 þegar Þyrlan TF-RÁN fórst í Jökulfjörðum og með henni fjórir menn. Sex hafa látist við skyldustörf á skipunum. Þá má einnig minnast þeirra 12 sjómanna sem fórust með vitaskipinu Hermóði 1959 en skipið hafði á þessum tíma verið leigt til að sinna landhelgisstörfum. 

Ég er ekki í vafa um að LHG og þyrlusveit hennar á mjög stóran þátt í að dauðaslysum á sjómönnum hefur fækkað á síðustu 20 til 30 árum.

Barðinn GK 475 á strandstað og TF-SIF við björgun. Myndina tók Stefán Böðvarsson Hellissandi

Kær kveðja SÞS

05.03.2012 22:34

Sævík GK ex Hafursey VE: Brúin illa farin

Eins og sést á þessari mynd þá er brúin á Sævík GK 257, ex Hafursey VE 122 ansi illa farin af ryði o.fl.


  Illa farin brúin í 1416. Sævík GK ex Hafursey VE © mynd á FB síðu SN

05.03.2012 22:00

Dadimar


       Dadimar, í Porto Grand, Cape Vernde eyjum © mynd shipspotting, Emilyan, 12. mars 2011

05.03.2012 21:00

Skarðsvík SH 205


                   1416. Skarðsvík SH 205 © mynd Snorrason

Af Facebook:
Guðni Ölversson Ekki falleg. En eitthvað við þessa Mandalsbáta. Þeir höfðu karakter.

05.03.2012 20:00

Norwegia Spirit


      Norwegia Spirit, í Missisippi River, Bandaríkjunum © mynd shipspotting, Captain Ted, 29. nóv. 2011

05.03.2012 19:38

NauðungarsalaAuglýsing þessi birtist m.a. á Fb. síðu SN

05.03.2012 19:00

Cape Cook


                 Cape Cook, Kanada © mynd shipspotting, dirk septer 12. nóv. 2008

05.03.2012 18:00

Um borð í Hoffelli SU 80


                    Um borð í Hoffelli SU 80 © mynd hoffellsu80.123.is  2012

05.03.2012 17:00

Tróndur í Götu FD 175 og Hoffell SU 80


           Trondur í Götu FD 175 og 2345. Hoffell SU 80 © mynd hoffellsu80.123.is  2012

05.03.2012 16:00

Ásgrímur Halldórsson SF 250


                 2780. Ásgrímur Halldórsson SF 250 © mynd Hoffellsu80.123.is  2012