Færslur: 2012 Mars
01.03.2012 16:07
Skrúður og Vöttur, í dag
1919. Skrúður, að koma frá Mjóafirði til Neskaupstaðar í dag
2734. Vöttur, Neskaupstað í dag © myndir Bjarni G., 1. mars 2012
01.03.2012 15:37
Green Italy, Bjartur NK 121, Börkur NK 122 og Lauganesið á Neskaupstað í dag
Green Italy
Green Italy, 1278. Bjartur NK 121 og 2827. Börkur NK 122
1278. Bjartur NK 121, 2827. Börkur NK 122 og 2305. Lauganes
2827. Börkur NK 122 og 2305. Lauganes
2827. Börkur NK 122
1278. Bjartur NK 121, Neskaupstað í dag © myndir Bjarni G., 1. mars 2012
01.03.2012 14:53
Eldur í Kópi BA í morgun
Eldur kviknaði í Kóp BA á TálknafirðiAllt tiltækt slökkvilið á Bíldudal, Patreksfirði og Tálknafirði var kallað út í morgun þegar eldur kom upp í lest línubátsins Kóps BA sem var við bryggju á Tálknafirði. Menn voru að vinna við logsuðu í lestinni og kviknaði í, út frá henni í einangrun milli þilja. Davíð Rúnar Gunnarsson, slökkviliðsstjóri á Patreksfirði, segir að nokkuð mikill reykur hafa komið upp og var hann hættulegur vegna eiturgufa úr einangruninni. Mennina sem voru við störf sakaði ekki en illa gekk að slökkva eldinn. Hann var milli þilja og þurfti að rífa frá til að finna eldsupptök. Búið er að slökkva eldinn en slökkviliðsmenn eru enn að störfum til að tryggja að hvergi leynist neisti.
1063. Kópur BA 175 © mynd Þorgeir Baldursson
01.03.2012 14:32
Stafnes KE 130
980. Stafnes KE 130 © mynd Magnús Þór Hafsteinsson
01.03.2012 11:00
Eimskip fjárfestir í þremur frysti- og kæliskipum
Eimskip hefur gengið frá kaupum á þremur frysti- og kæliskipum sem byggð voru í Árósum í Danmörku. Eimskip hefur verið með skipin á leigu síðan árið 2005. Skipin þrjú hafa verið mikilvægur hlekkur í frysti- og kæliflutningum Eimskips, en þau henta mjög vel fyrir flutninga á frystum sjávarafurðum á Norður Atlantshafi, segir í tilkynningu frá Eimskip.
Eimskip tók við rekstri skipanna í lok febrúar, en skipin ganga undir heitinu Íssysturnar, þar sem um systurskip er að ræða, sem bera nöfnin Ice Star, Ice Crystal og Ice Bird. Skipin hafa aðallega verið gerð út frá Noregi og verið í flutningum þaðan inn á Eystrasalt og Rússland, en þau hafa einnig þjónað flutningi á frystum fiskafurðum frá Íslandi, Færeyjum og Nýfundnalandi eða á aðal markaðsvæði Eimskips.
"Með þessari fjárfestingu er Eimskip að efla frekar stoðir og rekstraröryggi siglingakerfisins á Norður Atlantshafi og sérstaklega í þeirri þjónustu sem skipin hafa verið í við Noreg," segir Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips.
Skipin eru hvert um sig 3.625 tonn að stærð, 93 metrar á lengd og 16 metrar á breidd og þykja mjög hagkvæm í rekstri í samanburði við önnur sambærileg skip á markaðnum. Þau eru útbúin sem frysti- og kæliskip, eru hliðarlestuð sem flýtir hleðslu þeirra í höfnum og tryggir betri vörumeðferð, útbúin krönum og með þrjú lestunardekk, lyftur og lyftara.
Eimskip er með 18 skip í rekstri og eru nú 12 þeirra í eigu félagsins, eftir þessa fjárfestingu, segir í tilkynningu.
01.03.2012 08:43
Drekkhlaðnir í þoku á Stakksfirði
Drekkhlaðnir bátar í þoku á Stakksfirði fyrir allmörgum árum © myndir Emil Páll
Af Facebook:
Árni Og Júlla J Gaman að skoða þetta Þú átt hrós skilið rifjar upp gamlar minningar og þetta voru Bátar með línur
