Færslur: 2012 Mars
31.03.2012 14:35
Siglufjörður: Slippurinn í eigu Síldarminjasafnsins
sk.siglo.is:
Undirritaður hefur verið samningur milli Síldarminjasafnsins og sveitarfélagsins Fjallabyggðarum yfirtöku safnsins á Slippnum á Siglufirði. Fór undirritunin fram við hátíðlega athöfn í Slippnum fimmtudaginn 29. mars. Slippeignin samanstendur af verkstæðishúsi og dráttarbraut með gömlu skipi ásamt lóð.
Siglufjörður á sér umtalsverða skipasmíðasögu. Á 19. öld voru stundaðar þar smíðar á skonnortum sem gengu til hákarlaveiða og síðar síldveiða. Í Slippnum var síðan stunduð bátasmíði og þjónusta við norðlenska bátaflotann í 60 ár. Má telja það nokkuð víst að hann sé elsta smábátasmíðastöð landsins og jafnvel sú eina sinnar tegundar.
Starfsmenn Síldarminjasafnsins hafa unnið að árabátasmíði í Slippnum síðan 2009 og hafið endurbætur á húsinu. Þar verður í senn sögusýning fyrir safngesti og stundaðar bátasmíðar og viðgerðir eldri báta.
- Nánar á miðnætti -
31.03.2012 14:17
Havörna N-155-G, þessi á erfitt með að tolla inni
Havörna N-155-G, Vestfjorden, Noregi © mynd shipspotting, frode adolfsen, 29. mars 2012
31.03.2012 14:03
Heröyland N-300-WR
Heröyland N-300-WR, Vestfjorden, Noregi © mynd shipspotting, frode adolfsen, 29. mars 2012
31.03.2012 12:00
Polarhav N-16-ME, ex 2140. Skotta og Eldborg
Polarhav N-16-ME, Vestfjorden, Noregi © mynd shipspotting, frode adolfsen, 30. mars 2012. Bátur þessi var upphaflega gerður út frá Grænlandi, en síðan keyptur til Íslands og fékk fyrst nafnið 2140. Skotta HF, síðan Skotta KE, þá Eldborg RE og Eldborg SH og síðan seldur til Noregs og er þetta þriðja nafnið sem hann ber þar.
31.03.2012 11:00
Havörn N-99-V
Havörn N-99-V, Vestfjorden, Noregi © mynd shipspotting, frode adolfsen, 28. mars 2012
31.03.2012 10:00
Havörn ST-17-T
Havörn ST-17-T, Vestfjorden, Noregi © shipspotting, frode adolfsen, 28. mars 2012
Af Facebook:
31.03.2012 09:25
Havörn AA-12-A
Havörn AA-12-A, Vestfjorden, Noregi © mynd shipspotting, frode adolfsen, 29. mars 2012
31.03.2012 00:00
Sjö nýir sem verða tilbúnir fyrir strandveiðarnar
Fjórir þessara bátar hafa þegar fengið úthlutað ÍS númer og svo vill til að allir hafa þeir verið fluttir til Hafnarfjarðar til að setja niður vélina og leggja rafmagnið. Fylgdist ég í dag með því þegar einn þessara báta var fluttur frá Ásbrú og inn í Fjörð. Sá fer til Bolungarvíkur, en hinir til Ísafjarðar.
Tveir bátar fara til Hólmavíkur og einn verður með heimahöfn á Grundarfirði.
Hér birtast myndir af þeim öllum auk þess sem nánari umfjöllum fer fram.
ÍS bátarnir
Þrír þeirra eru af gerðinn Sómi 870 og fá nöfnin Dengsi ÍS 17, Hrafntinna ÍS 150 og Otur ÍS 73. Bolungarvíkurbáturinn hefur þegar verið merktur sem Hjörtur Stapi ÍS 124 og er af gerðinni Sómi 990.
2823. Otur ÍS 73, 2824. Dengsi ÍS 17 og 2825. Hrafntinna ÍS 150, í Hafnarfirði, en þangað voru þeir fluttir fyrir nokkur. Þar sem ég hef fjallað mikið um þá í máli og myndum hér á síðunni læt ég þetta duga um þessa báta, en birti þó hér fyrir neðan myndir sem ég tók af fiskikörunum sem bíða eftir þeim í Hafnarfirði
Fiskikörin fyrir Ot, Dengsa og Hrafntinnu
7727. Hjörtur Stapi ÍS 124, kemur út úr húsi á Ásbrú rétt fyrir hádegi í morgun
Báturinn tilbúinn til ferðar í Hafnarfjörð, en athygli hefur vakið sérstakt skjól sem komið er aftan á stýrishúsið
Hér sést betur hvernig skjólið á húsinu er
Hólmavíkurbátarnir
Þar er um tvo báta af gerðinni Sómi 800, en ekki liggja fyrir nöfn þeirra eða skipaskrárnúmer.
Tveir bátar af gerðinni Sómi 800, eða ætti að vera Sómi 797, hafa framleiðslunúmerin 13 og 19 og fara til Hólmavíkur og fá því skráningabókstafina ST.
Grundarfjarðarbátur
Með heimahöfn í Grundarfirði fer Byr SH 9 sem er að gerðinni Sómi 990. Framleiðsla hans er það langt komin að búið er að merkja hann.
Myndirnar hér að ofan sýna 2809. Byr SH 9, í höfuðstöðvum Bláfells í Ásbrú. Neðsta myndin sýnir nýtt vörumerki Bláfells, en Byr og Hjörtur Sveinn eru fyrstu bátarnir sem það bera
Mennirnir bak við bátanna
Hér koma myndir af Elíasi Ingimarssyni, hjá Bláfelli, Óskari Guðmundssyni sem kenndur var við Bátasmiðju Óskars og er því í dag maðurinn sem á framleiðsluleyfin af Sómabátunum og Hafþór, veit að vísu ekki hvers son, en hann er sölumaðurinn bak við Volvo Pentavélarnar sem eru í Sómabátunum.
Elías Ingimarsson, eða Elli í Bláfelli, með pípuna góðu
Óskar og Elli við Hjört Stapa
Óskar Guðmundsson og Elías Ingimarsson, í Hafnarfirði í dag
Hér er þriðji maðurinn kominn í hópinn og stendur milli þeirra Ella og Óskars, sá heitir Hafþór og er sölumaður fyrir Volvo Penta © myndir Emil Páll, á Ásbrú og í Hafnarfirði, 30. mars 2012
30.03.2012 23:00
Havsula VA-25-LS
Havsula VA-25-LS, Vestfjorden, Noregi © mynd shipspotting, frode adolfsen, 29. mars 2012
30.03.2012 22:00
Havbris
Havbris, Vestfjorden, Noregi © mynd shipspotting, frode adolfsen, 29. mars 2012
30.03.2012 21:00
Hårek
Hårek, Vestfjorden, Noregi © mynd shipspotting, frode adolfsen, 29. mars 2012
30.03.2012 20:00
Gry Janne
Gry Janne, Vestfjorden, Noregi © mynd shipspotting, frode adolfsen, 29. mars 2012
30.03.2012 19:00
Meira á miðnætti
30.03.2012 18:00
4 ÍS, 2 ST og 1 SH - sjá um miðnætti
Hvað skildu þessi menn vera að spá í, allt um það og þessa nýju báta á - miðnætti - © myndir Emil Páll, 30. mars 2012
