Færslur: 2012 Mars
17.03.2012 21:00
Tómas Þorvaldsson GK 10
1006. Tómas Þorvaldsson GK 10, í Grindavík © mynd Emil Páll, 2002
17.03.2012 20:00
Saga K. T-20-T íslendingabátur í Noregi
Saga K. T-20-T, nýr í Hafnarfirði © mynd MarineTraffic, Hrafn Sigvaldason, 29. feb. 2008
Saga K. T-20-T, í Berlavåg, Noregi © mynd MarineTraffic, 3. júli 2009
17.03.2012 18:00
Happasæll KE 94
2403. Happasæll KE 94, að koma inn til Keflavíkur © mynd Emil Páll, 2002
17.03.2012 17:00
Orntind F-7-LB, frá Trefjum í Hafnarfirði
Orntind F-7-8 © mynd MarineTraffic, Espen Eriksen, 17. júlí 2008
Orntind F-7-LB, í Kjöllefjord © mynd MarineTraffic, Tor Petter Krogh, 19. ágúst 2008
17.03.2012 16:00
Norskur bátur Grimsholm, frá Samtaki í Hafnarfirði
Grimsholm T-24-K, í Hafnarfirði © mynd MarineTraffic, Samtak, 18. maí 2009
Grimsholm T-24-K, í reynslusiglingu © mynd MarineTraffic, 26. maí 2009
17.03.2012 15:41
Þorbjörn hf. fékk menningarverðlaun Grindavíkurbæjar 2012

Róbert Ragnarsson bæjarstjóri, Gunnar Tómasson framkvæmdastjóri hjá Þorbirni hf. og Kristinn J. Reimarsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.
Þorbjörn hf. fékk menningarverðlaun Grindavíkurbæjar 2012 við upphaf menningarviku í Grindavíkurkirkju í dag, fyrir minja- og myndasýningu sína. Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri og einn eigenda fyrirtækisins, veitti viðurkenningunni móttöku en hann stóð fyrir því að árið 2010 setti fyrirtækið upp sýningu á gömlum munum og myndum sem safnast hafa upp hjá fyrirtækinu í gegnum árin, bæði tengdum fiskveiðum og fiskvinnslu.
Óskað var eftir tilnefningum frá bæjarbúum til menningarverðlaunanna. Í umsögn frístunda- og menningarnefndar Grindavíkur kemur fram að mikil metnaður hefur verið lagður í þessa sýningu og þetta framtak fyrirtækisins afar lofsvert til að varðveita þá menningu sem tengist sjávarútveginum í Grindavík. Á flettiskjám er sýndar gamlar myndir frá starfsemi fyrirtækisins. Sýningin eru í níu gluggum, sem innréttaðir eru sem sýningargluggar. Í gömlu fiskmótttökulúgunum við gamla salthúsið, sem nú hýsir Veiðafæraþjónustuna ehf. Við Ægisgötu (Garðvegs megin) eru átta gluggar og einn gluggi er svo að Hafnargötu 12, þar sem skrifstofa fyrirtækisins er.
Jafnframt hefur fyrirtækið sett töluverða upphæð og vinnu í að skanna inn myndasafn Ólafs Rúnars Þorvarðarsonar fyrrum kennara í Grindavík. Það framtak er sömuleiðis lofsvert og mun halda á lofti sögu samfélagsins í Grindavík, sérstaklega tengt sjávarútveginum, en Ólafur var ansi duglegur að festa samfélagið í Grindavík á filmu og safn hans ómetanleg heimild um þá uppbyggingu sem Grindavík hefur gengið í gegnum á undanförnum áratugum. Fyrirhugað er að nokkrar af þessum myndum muni prýða grindverk fyrirtækisins sem liggur með fram Bakkalág og er stefnt að því að það verði tilbúið fyrir sumarið.
Þessi stefna fyrirtækisins að leggja metnað í að varðveita muni og myndir og hafa það sýnilegt gestum og gangandi er til fyrirmyndar og vonandi til eftirbreytni fyrir önnur fyrirtæki í Grindavík.
Menningarvika Grindavíkur stendur frá 17.-25. mars. Tolli, Valgeir Guðjóns, Gospekór Fíladelfíu, Gunni Þórðar, Margrét Eir, Helga Bryndís og Arnþór, Friðarliljurnar og The Backstabbing Beatles, bara til að nefna nokkra af þeim fjölmörgu listamönnum sem koma fram í menningarviku Grindavíkurbæjar. Tónleikar, leiksýningar, myndlistasýningar, ljósmyndasýningar, fyrirlestrar og skemmtanir verða í fyrirrúmi. Tónlistarskólinn, bókasafnið, grunnskólinn, Kvikan, kaffihúsin og fleiri aðilar leggja allir sitt af mörkum til eflingar menningar í Grindavík. Hér er um met aflabrögð að ræða.
17.03.2012 15:00
Ontika EK 0101
2242. Onika EK 0101 © mynd MarineTraffic. YO, 5. feb. 2003
17.03.2012 14:00
Ingunn AK 150
2388. Ingunn AK 150 © mynd MarineTraffic, hbgrandi.is 2008
17.03.2012 13:00
Ísleifur VE 63
1610. Ísleifur VE 63 © mynd MarineTraffic, Huginn VE, 14. júní 2009
Af Facebook:
17.03.2012 12:00
Björgúlfur EA 312
1476. Björgúlfur EA 312 © mynd MarineTraffic, 18. ágúst 2010
17.03.2012 11:16
Torita M123A í Keflavík
Torita M123A, í Alesundi, Noregi © mynd MarineTraffic, Magnar Lyngstad, 5. júní 2011
Torita M123A, í Ellingsöy © mynd MarineTraffic, Arne A, 2. jan. 2012
17.03.2012 10:01
Þór of stór og bið með Surprise
Að sögn Stefáns Sigurðssonar hjá Skipasmíðastöð Njarðvikur er einhver bið með að Surprise komi, en varðandi gamla Þór er ljós að skipið er of stórt fyrir slippinn og því kemur hann ekki til Njarðvíkur í þeim tilgangi að verða rifinn þar.
137. Surprise HF 8, í Hafnarfirði © mynd Emil Páll, í ágúst 2009
229. Þór utan á 159. Óðni, í Reykjavíkurhöfn fyrir tugum ára © mynd Emil Páll. Svona viljum við flest muna eftir Þór, en ekki eins og hann lítur út í Gufunesi í dag.
17.03.2012 08:52
Borða grásleppuna upp til agna
GPG fiskverkun frysti 300 tonn af grásleppu í fiskvinnslu sinni á Raufarhöfn á síðustu grásleppuvertíð og seldi til Kína. Gunnlaugur Karl Hreinsson framkvæmdastjóri reiknar með mikilli aukningu á vertíðinni sem nú er að hefjast.
Uppistaðan í fiskvinnslunni á Raufarhöfn er söltun grásleppuhrogna. Þau eru keypt víða að. Þar er einnig vaxandi vinnsla á öðrum afurðum, svo sem loðnu- og þorskhrognum.
Í fréttaskýringu um þessa starfsemi GPG í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að gerðar hafa verið tilraunir með útflutning á grásleppu undanfarin þrjú ár. Ýmis vinnsla hefur verið prófuð. Gunnlaugur segir að niðurstaðan hafi orðið sú að Kínverjar vildu fá meginhluta hveljunnar en þó skorna niður eins og bolfisk, þvegna, flokkaða og frysta. "Þannig fæst besta verðið. Þeir steikja hana og sjóða og borða upp til agna með prjónum," segir Gunnlaugur um þessa afurð sem lengi vel var hent í sjóinn eftir að hrognin höfðu verið hirt.
17.03.2012 08:35
Sigurbjörg missti poka
Sigurbjörg hefur í yfirstandandi veiðiferð verið að karfaveiðum suður undan Reykjanesi og fiskað vel og eins og fram hefur komið hér á síðunni létti hún á sér í Reykjavík í síðustu viku.
Skömmu eftir að hún kom á miðin aftur missti hún pokann frá trollinu í slæmu veðri. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist hann ekki aftur upp, þó svo staðsetning hans væri alveg ljós.Það var svo s.l. miðvikudag að pokinn kom í troll Sturlaugs H. Böðvarssonar og reyndist hann lítið laskaður. Troll Sigurbjargar er því komið í samt lag aftur.

Skipverjar á Sturlaugi H. Böðvarssyni með pokann af trolli Sigurbjargar
Heimasíða Ramma hf
