Færslur: 2012 Mars
21.03.2012 11:51
Banaslys um borð í Sigurbjörgu ÓF
Sigurbjörg ÓF er komin að bryggju á Ísafirði en einn meðlimur áhafnar hennar slasaðist mjög alvarlega um borð. Þyrla Gæslunnar var kölluð til og seig maður úr henni um borð er skipið var á leið til lands. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði er sjómaðurinn látinn.
Af Facebook:
Thorsteinn Jonsson Alltaf sárt að sjá eftir hetjum hafsins. Blessuð sé minning mannsins!
21.03.2012 11:39
Sigurbjörg ÓF komin til Ísafjarðar
Þyrla Gæslunnar og Sigurbjörg ÓF út af Ísafjarðardýpi í morgun
Sigurbjörg ÓF er komin að bryggju á Ísafirði en einn meðlimur áhafnar hennar slasaðist mjög alvarlega um borð og var kallað eftir aðstoð í morgun. Þyrla Gæslunnar var kölluð til og seig maður úr henni um borð er skipið var á leið til lands. Þyrlan bíður nú á Ísafjarðarflugvelli.
1530. Sigurbjörg ÓF 1, í Ísafjarðarhöfn í morgun © myndir Bæjarins besta
21.03.2012 11:06
Drysdale
Drysdale, Nýja Sjálandi © mynd shipspotting, Chris Howell 19. nóv. 2011
21.03.2012 10:50
Þyrlan komin til Ísafjarðar
Þyrla Landhelgisgæslunnar er komin til Ísafjarðar en kallað var eftir aðstoð hennar vegna slyss á skuttogara sem staddur var á Ísafjarðardjúpi. Læknir Gæslunnar seig niður í togarann en skipverjinn var ekki hífður upp. Þess í stað er togarinn á leið til lands.
Engar upplýsingar fengust um slysið, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var það mjög alvarlegt.
21.03.2012 10:16
Slys um borð í fiskiskipi
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF Gná Af vef Landhelgisgæslunnar Þyrla Landhelgisgæslu Íslands er á leið í Ísafjarðardjúp en kallað var eftir aðstoð Gæslunnar vegna alvarlegs slyss um borð í fiskiskipi. Talið er að þyrlan verði komin á vettvang um klukkan tíu.
Upplýsingar um líðan sjómannsins sem slasaðist liggja ekki fyrir að svo stöddu, né hvers konar slys var um að ræða.
21.03.2012 10:00
Artemis INS 564
Artemis INS 564, í Peterhead, UK © mynd shipspotting, Sydney Sinclair, 17. mars 2012
21.03.2012 09:00
Adeleide Pearl
Adeleide Pearl, Nýja Sjálandi © mynd shipspotting, Cris Howell, 6. ágúst 2010
21.03.2012 00:00
Lokauppgjör loðnuvertíðar?
1293. Birtingur NK 124 og 2827. Börkur NK 122
1610. Ísleifur VE 63
1742. Faxi RE 9
1903. Þorsteinn ÞH 360
2287. Bjarni Ólafsson AK 70
2363. Kap VE 4
2388. Ingunn AK 150
2407. Hákon EA 148 og 2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11
2407. Hákon EA 148, 2411. Huginn VE 55 og 2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11
2618. Jóna Eðvalds SF 200
2772. Álsey VE 2
2827. Börkur NK 122 © myndir Þorgeir Baldursson, 2012
20.03.2012 23:57
Fór í lítaaðgerð og síðan breytt í setustofu?
1091. Hafbjörg ÁR 15, á Kársnesi í Kópavogi © mynd Guðmundur Sigurðsson, 2004
20.03.2012 22:00
Maron HU 522 á veiðum
363. Maron HU 522, á netaveiðum © myndir Þorgrímur Ómar Tavsen, í mars 2012
20.03.2012 21:00
Grímsnes BA 555
89. Grímsnes BA 555, í Njarðvíkurslipp á dögunum © mynd Þorgrímur Ómar Tavsen, í mars 2012
20.03.2012 20:00
Wine Trader
Wine Trader, Spáni © mynd shipspotting, Robalisa, 27. feb. 2011
20.03.2012 18:00
Goldfinder
Goldfinder, Möltu © mynd shipspotting, Emmanuel L, 19. mars 2012

Gísli Gíslason ok sá þetta er komið inn á mbl líka..
Emil Páll Jónsson Nafnið var komið bæði á mbl. og bb.is áður en ég birti það og því fannst mér það vera í lagi. Annars hefði ég ekki birt það.
Emil Páll Jónsson Persónulega er ég á móti birtingum á nöfnum svona fljótt, en þarna var ég í raun bara að herma eftir öðrum.
Gísli Gíslason já fólk er að commenta inn á BB hvað þetta er ósmekklegt... hissa á mbl lika.. þeir ættu nú að vera sjóaðir í þessu.. Rúv birtir ekki nafnið á togarnum.. ég þekki það að hafa verið um borð í skipi þar sem alvarlegt slys varð... maður náði ekkert að hringja heim áður en þetta var farið að fréttast um allt... Hugur minn er hjá aðstaðdenum. Bestu kveðjur til þín Emil hef gaman að fylgjast með síðunni hjá þér ;)