Færslur: 2010 Júní
24.06.2010 22:56
Stafnes KE 130

964. Stafnes KE 130, í Njarðvík © mynd Hilmar Bragason 24. júní 2010
Skrifað af Emil Páli
24.06.2010 22:03
Makrílveiðiskip og olíuskip á Neskaupstað í dag
Bjarni Guðmundsson sendi mér eftirfarandi myndir frá Neskaupstað og fylgdi með þessi texti: Bjarni Ólafsson AK var að klára löndun í morgun, Börkur NK beið eftir að landa og Hákon EA var að landa frosnum makríl í dag. Olíuskipið Besiktas Halland kom um kaffileitið og fór kl 20.30 á myndinni er skipið á leið út fjörðinn til Eskifjarðar

2407. Hákon EA 148 og til hægri sést í 1293. Börk NK 122

1293. Börkur NK 122 og t.h. sést í 2287. Bjarna Ólafsson AK 70

2287. Bjarni Ólafsson AK 70

2407. Hákon EA 148

Beskilas Halland siglir út Norðfjörð á leið til Eskifjarðar © myndir Bjarni G., á Neskaupstað í dag 24. júní 2010

2407. Hákon EA 148 og til hægri sést í 1293. Börk NK 122

1293. Börkur NK 122 og t.h. sést í 2287. Bjarna Ólafsson AK 70

2287. Bjarni Ólafsson AK 70

2407. Hákon EA 148

Beskilas Halland siglir út Norðfjörð á leið til Eskifjarðar © myndir Bjarni G., á Neskaupstað í dag 24. júní 2010
Skrifað af Emil Páli
24.06.2010 20:18
Keilir SI 145 dreginn að landi
Mynd þessi er frá síðustu vetrarvertíð á Suðurnesjum og sýnir þegar þeir á Sægrími GK 525, koma með Keilir SI 145 í drætti til Njarðvíkur

1420. Keilir SI 145 í drætti hjá 2101. Sægrími GK 525 á síðustu vetrarvertíð
© mynd Þorgrímur Ómar Tavsen

1420. Keilir SI 145 í drætti hjá 2101. Sægrími GK 525 á síðustu vetrarvertíð
© mynd Þorgrímur Ómar Tavsen
Skrifað af Emil Páli
24.06.2010 20:13
Þorgrímur Ómar og Hafdís
Hér sjáum við mynd af Þorgrími Ómari Tavsen koma úr sérpantaðir ferð til Drangeyjar á bát sínum Hafdísi

Þorgrímur Ómar Tavsen kemur frá Drangey á Hafdísi sinni, 16. september 2002
© mynd í eigu Þorgríms Ómars

Þorgrímur Ómar Tavsen kemur frá Drangey á Hafdísi sinni, 16. september 2002
© mynd í eigu Þorgríms Ómars
Skrifað af Emil Páli
24.06.2010 18:00
Mikið gróinn
Sjálfsagt hafa ekki margir undrast sú sýn sem kom í ljós þegar Eldey GK 74 var komin upp í Njarðvíkurslipp. Báturinn er mjög mikið gróinn efir að hafa lengið í þó nokkur ár við bryggju, þó það sé á nokkrum stöðum, segja má því að nánast heill skógur hafi verið á sumum svæðum á botni bátsins. Hér birti ég myndasyrpu þessu til staðfestingar.





450. Eldey GK 74, er vel gróinn eins og sést á þessum myndum © myndir Emil Páll, í Njarðvíkurslipp 24. júní 2010





450. Eldey GK 74, er vel gróinn eins og sést á þessum myndum © myndir Emil Páll, í Njarðvíkurslipp 24. júní 2010
Skrifað af Emil Páli
24.06.2010 14:17
Síðasta sjóferðin
Fyrsti stálfiskibáturinn sem smíðaður var fyrir Íslendinga í Þýskaland, fór eftir hádegi í dag í sína hinztu sjóferð með aðstoð hafnsögubátsins Auðuns. Sú ferð var stutt eða frá Njarðvíkurhöfn að slippbryggjunni við Njarðvíkurslipp. Mun fyrirtækið Hringrás tæta hann niður eins og þeir gerðu með Valaberg II fyrr í mánuðinum, en fyrirtækið mun hafa tekið að sér að tæta niður 3 - 4 báta nú í einni lotu.
Upphaflega hét báturinn Geir KE 1 og síðan komu nöfnin Geir RE 406, Geir SH 187, Jökull SH 15, Sigurvin Breiðfjörð KE 7, Skúmur KE 122 og Eldey GK 74, en báturinn var smíðaður í Elmshorn, Vestur-Þýskalandi 1956.
Hér kemur myndasyrpa sem ég tók í dag er hann fór sína hinztu för.

2043. Auðunn kemur að 450. Eldey GK 74 í Njarðvíkurhöfn upp úr kl. 13 í dag

450. Eldey GK 74

Á leiðinni út úr höfninni

Bátarnir nálgast Njarðvikurslipp

Hinztu sjóferðinni lokið og báturinn kominn að slippbryggjunni í Njarðvík

450. Eldey GK 74 á leið í sleðann © myndir Emil Páll, 24. júní 2010
Upphaflega hét báturinn Geir KE 1 og síðan komu nöfnin Geir RE 406, Geir SH 187, Jökull SH 15, Sigurvin Breiðfjörð KE 7, Skúmur KE 122 og Eldey GK 74, en báturinn var smíðaður í Elmshorn, Vestur-Þýskalandi 1956.
Hér kemur myndasyrpa sem ég tók í dag er hann fór sína hinztu för.

2043. Auðunn kemur að 450. Eldey GK 74 í Njarðvíkurhöfn upp úr kl. 13 í dag

450. Eldey GK 74

Á leiðinni út úr höfninni

Bátarnir nálgast Njarðvikurslipp

Hinztu sjóferðinni lokið og báturinn kominn að slippbryggjunni í Njarðvík

450. Eldey GK 74 á leið í sleðann © myndir Emil Páll, 24. júní 2010
Skrifað af Emil Páli
24.06.2010 13:55
Danlés

Þýska skútan Danlés í Keflavíkurhöfn
© mynd Emil Páll, 24. júní 2010
Skrifað af Emil Páli
24.06.2010 11:09
Stafnes KE 130
Rétt fyrir miðnætti tók ég þessar myndir af Stafnesi KE 130, er það fór úr Njarðvík og grunar mig að það hafi verið að fara að leggja netin, því það var komið aftur að bryggju í morgun og þá engin net sjáanleg um borð.

964. Stafnes KE 130, siglir út úr Njarðvíkurhöfn

Hér siglir skipið fyrir sjóvarnargarðinn í Njarðvík

964. Stafnes KE 130, á siglingu út Stakksfjörðinn rétt fyrir miðnætti í nótt, en myndin er tekin frá Vatnsnesi í Keflavík © myndir Emil Páll, 23. júní 2010

964. Stafnes KE 130, siglir út úr Njarðvíkurhöfn

Hér siglir skipið fyrir sjóvarnargarðinn í Njarðvík

964. Stafnes KE 130, á siglingu út Stakksfjörðinn rétt fyrir miðnætti í nótt, en myndin er tekin frá Vatnsnesi í Keflavík © myndir Emil Páll, 23. júní 2010
Skrifað af Emil Páli
24.06.2010 11:04
Akureyri: Skemmtiferðaskip, skúta og Húni II
Svafar Gestsson hafði stutta viðdvöl á Akureyri í gær og skaut þá í fljótheitum þessum þremur myndum, en þær sýna skemmtiferðaskip, skútu og Húna II


© myndir Svafar Gestsson 23. júní 2010


© myndir Svafar Gestsson 23. júní 2010Skrifað af Emil Páli
24.06.2010 11:02
Tveir togarar

Tveir erlendir togarar í Hafnarfirði © mynd Jón Páll, 2010
Skrifað af Emil Páli
24.06.2010 00:00
Úr ferðinni með hafnsögubátnum: Farið milli skipa á ferð og böndum sleppt
Hér kemur 2. hluti af fjórum úr ferðasögunni sem ég fór með hafnsögubátnum Auðunn út i Helguvík. Auk þess að birta nýjar myndir af hafnsögumönnum, Jóhannesi og Karli, er syrpa af Karli Einari þegar hann fór úr tankskipinu og yfir í Auðunn, en eins og vant er þá eru bæði skipin á ferð og því notuð háaldan til að fara á milli. Þá eru líka myndir af hafnarstarfsmanni sleppa böndum af tankskipinu í Helguvík.

Aðalsteinn Björnsson, hafnarstarfsmaður losar aftari endanum frá tankskipinu

Hér sleppir hann endanum

Hér losar Aðalsteinn landfestina á framan

Karl Einar Óskarsson, hafnsögumaður, þessi t.v. fylgist með því hvenær hafnsögubáturinn kemur nógu nálægt

Beðið eftir að hafnsögubáturinn sé á háöldunni

Klifrað niður bandastigann sem er á skipshlið tankskipsins


Beðið eftir rétta tækifærinu

Kominn með aðra löppina í Auðunn

Kominn um borð í Auðunn og laus við tankskipið

Jóhannes Jóhannesson

Karl Einar Óskarsson

Komnir inn í Keflavíkurhöfn að nýju f.v. Jóhannes og Karl Einar við Auðunn
© myndir Emil Páll, 23. júní 2010

Aðalsteinn Björnsson, hafnarstarfsmaður losar aftari endanum frá tankskipinu

Hér sleppir hann endanum

Hér losar Aðalsteinn landfestina á framan

Karl Einar Óskarsson, hafnsögumaður, þessi t.v. fylgist með því hvenær hafnsögubáturinn kemur nógu nálægt

Beðið eftir að hafnsögubáturinn sé á háöldunni

Klifrað niður bandastigann sem er á skipshlið tankskipsins


Beðið eftir rétta tækifærinu

Kominn með aðra löppina í Auðunn

Kominn um borð í Auðunn og laus við tankskipið

Jóhannes Jóhannesson

Karl Einar Óskarsson

Komnir inn í Keflavíkurhöfn að nýju f.v. Jóhannes og Karl Einar við Auðunn
© myndir Emil Páll, 23. júní 2010
Skrifað af Emil Páli
23.06.2010 19:48
Grundarfjörður: Haukaberg, Jakob Einar, Helgi og Hringur.
Hér eru fjórar skemmtilegar myndir sem hinn þekkti og góði ljósmyndari og síðueigandi Jón Páll tók á Grundarfirði 20. júní sl.
Svona sem smá leikur: Vitið þið hverjir tveir af þessum, tengdust sama bæjarfélagi á Suðurnesjum í upphafi, og hvaða bæjarfélag er verið að tala um?
Rétt svar er komið: 1436. var smíðaður í Sandgerði sem Hamraborg og 2017. var í upphafi gerður út frá Sandgerði sem Þór Pétursson

1399. Haukaberg SH 20

1436. Jakob Einar SH 101

2017. Helgi SH 135

2686. Hringur SH 153 © myndir Jón Páll, á Grundarfirði, 20. júní 2010
Svona sem smá leikur: Vitið þið hverjir tveir af þessum, tengdust sama bæjarfélagi á Suðurnesjum í upphafi, og hvaða bæjarfélag er verið að tala um?
Rétt svar er komið: 1436. var smíðaður í Sandgerði sem Hamraborg og 2017. var í upphafi gerður út frá Sandgerði sem Þór Pétursson

1399. Haukaberg SH 20

1436. Jakob Einar SH 101

2017. Helgi SH 135

2686. Hringur SH 153 © myndir Jón Páll, á Grundarfirði, 20. júní 2010
Skrifað af Emil Páli
23.06.2010 17:44
Ferð með hafnsögubát Reykjaneshafna
Eins og kom fram í morgun hér á síðunni kom til Helguvíkur norska tankskipið Brövig Breeze og tók þar 600 tonn af lýsi. Héðan fór skipið síðdegis í dag upp á Akranes að sækja lýsi og áður en það kom til Helguvíkur tók það lýsi á Neskaupstað.
Er skipið fór frá Helguvík í dag slóst ég í för með hafnsögubátnum, en skipstjórinn í þessari ferð var Jóhannes Jóhannesson og var ferðin farin til að sækja hafnsögumanninn sem leiðbeindi skipinu út úr Helguvík, en sá er síðueigandinn Karl Einar Óskarsson, betur þekktur sem KEÓ og þriðji hafnarstarfmaðurinn sem kom við sögu var Aðalsteinn Björnsson sem leysti landfestarnar. Tók ég mikið magn af myndum í ferðinni sem ég mun birta næstu daga og sennilega koma syrpur eftir miðnætti í kvöld og næstu kvöld.
Birti ég hér sex mynda syrpu sem svona smá sýnishorn af þeim myndum sem ég tók í ferðinni. En um leið og ég birti þetta þakka ég fyrir ferðina.

Svona lítur Keflavíkurhöfn út, þegar siglt er út

Jóhannes Jóhannesson skipstjóri hafnsögubátsins Auðunn í þessari ferð

Brövig Breeze í Helguvík

Aðalsteinn Björnsson, leysir landfestarnar

Karl Einar Óskarsson kemur úr tankskipinu og yfir í Auðunn

Jóhannes Jóhannesson og Karl Einar Óskarsson að ferð lokinni © myndir Emil Páll, 23. júní 2010
Er skipið fór frá Helguvík í dag slóst ég í för með hafnsögubátnum, en skipstjórinn í þessari ferð var Jóhannes Jóhannesson og var ferðin farin til að sækja hafnsögumanninn sem leiðbeindi skipinu út úr Helguvík, en sá er síðueigandinn Karl Einar Óskarsson, betur þekktur sem KEÓ og þriðji hafnarstarfmaðurinn sem kom við sögu var Aðalsteinn Björnsson sem leysti landfestarnar. Tók ég mikið magn af myndum í ferðinni sem ég mun birta næstu daga og sennilega koma syrpur eftir miðnætti í kvöld og næstu kvöld.
Birti ég hér sex mynda syrpu sem svona smá sýnishorn af þeim myndum sem ég tók í ferðinni. En um leið og ég birti þetta þakka ég fyrir ferðina.

Svona lítur Keflavíkurhöfn út, þegar siglt er út

Jóhannes Jóhannesson skipstjóri hafnsögubátsins Auðunn í þessari ferð

Brövig Breeze í Helguvík

Aðalsteinn Björnsson, leysir landfestarnar

Karl Einar Óskarsson kemur úr tankskipinu og yfir í Auðunn

Jóhannes Jóhannesson og Karl Einar Óskarsson að ferð lokinni © myndir Emil Páll, 23. júní 2010
Skrifað af Emil Páli


