Færslur: 2010 Júní
17.06.2010 09:40
Skipsflak í Akureyrarhöfn
Nú í júníbyrjun voru starfsmenn Siglingarstofnunar að störfum við mælingar í Akureyrarhöfn en við það verk er m.a. notaður fjölgeislamælir. Mælingarnar gáfu til kynna fyrirstöðu sunnan Oddeyrarbryggju og við nánari athugun kom í ljós að um skipsflak var að ræða sem raunar hefur verið vitað um árum saman. Hinsvegar hefur ekki verið mælt niður á það með þessari tækni fyrr.
Í desembermánuði 1996 var fjallað um skipsflakið í Morgunblaðinu. Þar kemur fram að tveir kafarar á Akureyri hafi þá fundið flak af gamalli skútu sem strandaði í fjörunni við Strandgötu fyrr á síðustu öld og kölluð var barkurinn. Hafi hún legið þar í nokkur ár áður en hún hvarf snögglega í hafið þar sem meðfylgjandi myndir frá mælingum starfsmanna Siglingastofnunar sýna að hún liggur enn. Sömu mælingar segja að lengd hennar sé 59 metrar og að hún liggi á um 25 metra dýpi.
Á vef Sportkafarafélags Íslands eru ítarlegri upplýsingar um þessa skútu. Þar segir að heiti hennar sé "Standard" og hafi verið smíðuð í Bandaríkjunum 1876 en verið móðurskip þýska fyrirtækisins Nordsee í síldveiðum við Ísland sumarið 1905. Þannig hafi fimm gufuskip farið til veiða og landað svo aflanum um borð í Standard þar sem hún lá á Pollinum. Örlög hennar hafi svo verið með þeim hætti sem áður segir. Ennfremur segir á vefnum að skútan sé nú einn skemmtilegasti köfunarstaður sem völ er á en tekið fram að sérstakt leyfi hafnaryfirvalda á Akureyri þurfi til köfunar í hana.
Yfirlitsmynd af Google Earth þar sem staðsetning skútunnar sést.
Mynd byggð á mælingum starfsmanna Siglingastofnunar með fjölgeislamæli.
17.06.2010 00:01
Steini GK 45 á línuveiðum stutt frá landi

2443. Steini GK 45, á Vatnsnesvík

Lagt á stað í land

Komið fyrir hafnargarðinn í Keflavík




2443. Steini GK 45 kominn inn í Keflavíkurhöfn

Bjóðin bíða eftir að vera hífð á land © myndir Emil Páll, 16. júní 2010
16.06.2010 19:51
William R. Croyle II og systurskip þess

William R. Croyle II © mynd MarineTraffic, Piotr. Jaglinski 8. ágúst 2009

Systurskipið © mynd Einar Örn Einarsson, 2009
16.06.2010 18:18
Hapag Lloyd

Hapag Lloyd © mynd Einar Örn Einarsson, í maí 2009
16.06.2010 12:47
Þrír á Hvammstanga

1126. Harpa HU 4

1344. Brimill

1834. Neisti HU 5 © myndir Birgir Karlsson
16.06.2010 11:25
Gamla Merkatze

Gamla Merkatze í Cuxhaven © mynd Einar Örn Einarsson, í apríl 2009
16.06.2010 08:19
Goðafoss

Goðafoss á Elbu í Hamborg

Goðafoss á Kielskurði

Goðafoss á Kielskurði © myndir Eimskip, en eigandi Einar Örn Einarsson
16.06.2010 06:35
Lögreglan tekur á móti bátnum
Línu- og handfærabáturinn, Eyjólfur Ólafsson GK-38, sem leitað var að í gærkvöld, fannst kl. 21:45 um 40 sjómílur SV af Reykjanesi eða á svipuðum slóðum og þegar síðast heyrðist til hans um hádegið samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.
Var nærstaddur bátur fyrstur til að ná sambandi við bátinn en varðstjórar Landhelgisgæslunnar höfðu ítrekað reynt að ná sambandi við hann en það bar ekki árangur.
Var því þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út um kl. 20:30 í gærkvöld auk þess sem varðskipið Týr, björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Suðurnesjum og nærstaddur bátar voru beðnir um að hefja leit.
Var bátnum vísað til hafnar þar sem hann gerðist brotlegur við fiskveiðilöggjöfina með því að vera fyrir utan langdrægi fjareftirlitsbúnaðar.
Einnig gerðist hann brotlegur við siglingalög og reglugerð um tilkynningaskyldu.
Eyjólfur Ólafsson GK-38 er gerður er út frá Sandgerði en þar mun lögreglan taka á móti bátnum er hann kemur til hafnar nú um kl. 08:00.
2175. Eyjólfur Ólafsson GK 38, kemur til Sandgerðis © mynd Emil Páll, 24. apríl 2010
16.06.2010 00:00
Jón Guðmundsson KE 4 / Guðbjörg ST 17 / Stefán Rögnvaldsson EA 345 / Stefán Rögnvaldsson HU 345
Þótt ótrúlegt sé, þá er þessi hálfrar aldar gamli trébátur enn í útgerð og skipti m.a. um nafn fyrr á þessu ári
616. Jón Guðmundsson KE 4 © mynd Emil Páll
616. Jón Guðmundsson KE 4 © mynd Snorrason
616. Guðbjörg ST 17 © mynd Snorrason
616. Stefán Rögnvaldsson EA 345 © mynd Snorrason
616. Stefán Rögnvaldsson EA 345 © mynd Hafþór Hreiðarsson 2004
616, Stefán Rögnvaldsson EA 345 © mynd Hafþór Hreiðarsson 2006

616. Stefán Rögnvaldsson HU 345 © mynd Markús Karl Valsson
Smíðaður hjá Schlichting Werft, Lubeck-Travemunde, Þýskalandi 1960. Kom til Keflavíkur í mars 1960.
Rak upp í kletta í Eyrarbakkahöfn í jan. 1975 og stórskemmdist. Bjargað af Björgun hf. og endurbyggður í Skipamíðastöð Njarðvíkur hf., Njarðvík 1975-1976.
Nöfn: Jón Guðmundsson KE 4, Ísleifur ÁR 4, Askur ÁR 13, Guðbjörg ST 17, Laufey ÍS 251, Dagur SI 66, Egill BA 77, Stefán Rögnvaldsson EA 345, Stefán Rögnvaldsson HU 345 og núverandi nafn: Stefán HU 38.
15.06.2010 21:00
Cimbria

Cimbria í Immingham © mynd Einar Örn Einarsson í apríl 2010
15.06.2010 20:02
Þýska landhelgisgæslan

Þýska landhelgisgæslan © mynd Einar Örn Einarsson í maí 2009




