Færslur: 2010 Júní
18.06.2010 20:45
Freyja GK 364

1209. Freyja GK 364 © mynd af málverki, Ísland 1990
18.06.2010 13:23
M.s. Axel í Sandgerðishöfn á ný

Jón Norðfjörð og Jón Magnússon
Að morgni 16. júní s.l. sigldi flutningaskipið ms. AXEL inn í Sandgerðishöfn og mun lesta fryst loðdýrafóður frá Skinnfiski. Skipið er gert út af fyrirtækinu Dregg ehf á Akureyri og hefur annast flutninga fyrir Skinnfisk nokkur s.l. ár.

Það sem tíðindum sætir við komu skipsins er að það hefur ekki komið í Sandgerðishöfn af ýmsum ástæðum síðan í október 2008 fyrr en nú. Frá þeim tíma hefur lestunarhöfn skipsins verið í Helguvík.
Það er mikið fagnaðarefni að fá skipið til lestunar hingað til Sandgerðis, enda skiptir það miklu tekjulega fyrir höfnina og einnig skiptir það miklu fyrir Skinnfisk að losna við aksturskostnað til Helguvíkur. Verðandi formaður nýs Atvinnu- og hafnarráðs, Jón Norðfjörð tók forskot á sæluna og framkvæmdi sitt fyrsta embættisverk ásamt Grétari Sigurbjörnssyni hafnarverði og færðu þeir ellefu manna skipshöfn ms. AXELS dýrindis rjómatertu og buðu þá innilega velkomna aftur til Sandgerðishafnar.

Jón og Grétar áttu gott spjall við skipstjóra skipsins, Jón Magnússon og áhöfn hans og ljóst er að vilji stendur til þess að framvegis muni skipið lesta hér í Sandgerðishöfn eftir því sem aðstæður leyfa. Að þessu sinni mun skipið lesta um 1800 tonn og hefst lestunin föstudaginn 18. júní. Skinnfiskur hefur að jafnaði framleitt um 20000 tonn af loðdýrafóðri á ári og hjá fyrirtækinu vinna nú 14 starfsmenn.

Frábært útsýni er úr 35 metra hárri brú skipsins eins og myndirnar sýna.







© myndir og texti: lifid@245.is
18.06.2010 09:56
Skemmtileg mynd af Hákoni EA
Hér er skemmtileg mynd sem John Berry tók af Hákon EA í gegnum kýrauga um borð í Huginn Ve á síldveiðum utan við Stykkishólm þann 15.des 2007.
2407. Hákon EA 148 © mynd John Berry 15. desember 2007
18.06.2010 00:00
Brimill







1344. Brimill, á Hvammstanga og á siglingu utan byggðarinnar © myndir Birgir Karlsson
17.06.2010 19:39
Jón Oddgeir

2474. Jón Oddgeir, í Njarðvík © mynd Emil Páll, 16. júní 2010
17.06.2010 14:13
Skemmtilegar óveðursmyndir af Frera RE 73
John Berry sendi mér skemmtilegar myndir sem eru í hans eigu og eru teknar um borð í Frera RE 73. Það er verið að taka það í frekar slæmu veðri þann 25.09.2009 . Sendi ég kærar þakkir fyrir sendingu þessa.





Um borð í 1345. Frera RE 73, 25. september 2009 © myndir í eigu John Berry
17.06.2010 12:31
Harpa HU 4 á veiðum og á Hvammstanga






1126. Harpa HU 4 © myndir Birgir Karlsson
17.06.2010 10:19
Birgir GK 263

2005. Birgir GK 263, í Njarðvikurhöfn © mynd Emil Páll, 16. júní 2010







