Færslur: 2010 Febrúar
05.02.2010 00:01
Brimir

Brúin á Brimir

Á Dorhnbanka, Guðvarður í gönguferð

Í ís á Dorhnbanka

Jóel Þórðarson skipstjóri

Trolldekk

Vélarrúmið

Trolldekk © myndir Svafar Gestsson
04.02.2010 22:04
Hvað vita menn um þessa?
Gunnlaugur Torfason sendi þessar myndir, sem hann skannaði frá ættingja konu sinnar. Myndirnar sýna gamla síðutogara þar sem þeir eru strandaðir við Arnarnes í Ísafjarðardjúpi.
Spurt er hvort einhver veit hvaða skip þetta eru og hvenær þetta gerðist?

Hvaða togarar eru þetta og hvenær gerðist þetta?
04.02.2010 20:53
Á brunaæfingu um borð í...............

Á brunaæfingu um borð í Björgu Jónsdóttur © mynd Svafar Gestsson
04.02.2010 19:53
Bliki EA 12 á Dorhnbanka

2286. Bliki EA 12, á Dorhnbanka © mynd Svafar Gestsson
04.02.2010 18:53
Gullsteinn BA 106

1760. Gullsteinn BA 106, í Stykkishólmi í morgun © mynd Sigurður Bergþórsson 4. febrúar 2010
04.02.2010 18:13
Björg Jónsdóttir ÞH 321

1508. Björg Jónsdóttir ÞH 321 © mynd Svafar Gestsson
04.02.2010 14:22
Svanur KE 90 kominn upp í fjöru

929. Svanur KE 90, eftir að hafa verið dreginn í strand í Helguvík © mynd Emil Páll 4. feb. 2010
04.02.2010 10:49
Hinsta för Svans KE 90

2043. Auðunn leggur á stað með 929. Svan KE 90, úr Njarðvíkurhöfn

Ferðin hafin að fullu

929. Svanur KE 90, yfirgefur Njarðvikurhöfn í síðasta sinn

Bátarnir út af Vatnsnesi, Keflavík og því komnir á ferð út Stakksfjörðinn

Hér er komið til Helguvíkur

Hér eru 2043. Auðunn og 929. Svanur KE 90 komnir inn á Helguvík og 7487. Pétur mikli á siglingu þar fyrir utan

Auðunn hjálpar Svaninu síðasta spölinn upp í fjöru

Stórvirkar vinnuvélar tilbúnar að draga bátinn upp i fjöruna

Hér mun báturinn standa í fjörunni um tíma, en honum verður fargað smátt og smátt
© myndir Emil Páll 4. febrúar 2010
04.02.2010 10:44
Pétur mikli





7487. Pétur mikli við Helguvík í morgun © mynd Emil Páll 4. febrúar 2010
04.02.2010 10:38
Sólarupprás í morgun

Vogar og Keilir

Vogastapi næst og Grindavíkurfjöllin fjær

Innri - Njarðvík og Þorbjörn

Esjan © myndir Emil Páll 4. febrúar 2010
04.02.2010 00:00
Laxadæling frá Silfurstjörnunni í brunnbáta
Hérna koma myndir af því er laxaseiðum var dælt frá Silfurstjörnunni í brunnbáta.
Árið 2001 var Jóna Eðvalds frá Hornafirði fenginn til þess að flytja laxaseiði úr Silfurstjörnunni í Öxarfirði í Mjóafjörð, var þetta tilraunaflutningur en seiðin voru keyrð með bíl á Kópasker þar sem að þau fóru um borð í Jónu Eðvalds. Tókst þessi flutningur með ágætum og var ákveðið að gera betur á árinu 2002. Um sumarið 2002 var tekinn ákvörðun um að dæla seiðunum í tank við Silfurstjörnuna og láta þau renna þaðan niður í fjöru sem að var 1000 metra leið, seiðin fóru í kar niður í fjöru en frá karinu voru síðan 400, metrar út í skip. Þetta ár var leigður sérhannaður brunnbátur frá Noregi og bar hann nafnið Rohav. Báturinn lá bundinn við ból en tveir stórir hlerar voru grafnir í sandfjöruna og stórum ankerum með 4, lóðum var sökkt úti fyrir ströndinni, var síðan strengt landfestingartóg á milli þar sem að brunnbáturinn batt sig í og spilaði sig fastan að framan og aftan. Gekk þetta alveg með ólíkindum vel þó svo að margar svartsýnisraddir hefðu heyrst í byrjun. Á árinu 2003, var síðan Guðmundi Ólafi breytt í brunnbát og fékk hann nafnið Snæfugl. Flutningum var hætt eftir þetta ár vegna sýkingar sem að kom upp í laxinum.
Kveðja
Gunnlaugur Torfason
Snæfugl kemur að bólinu (2003)
Snæfugl bundin við bólið (2003)
Þrengt að seiðunum svo að þau fari í rörið (2003)
Snæfugl fastur við bólið (2003)
Fyrstu flutningar með Jónu Eðvalds (2001)
Seiðinn flutt með bíl og um borð í Jónu (2001)
Jóna Eðvalds í Kópaskershöfn (2001)
Dælt um borð í Norska brunnbátinn Rohav (2002)
Tekin frá skipi í land (2002)
Seiðum dælt um borð í Rohav, aðeins farið að blása (2003)
Seiðum dælt í kvíar í Mjóafirði
Rohav í Mjóafirði
03.02.2010 22:09
Árnes og Hópsnes í Reykjavík í dag

Humarskipið, eða 994. Árnes, í slipp í Reykjavík í dag

2673. Hópsnes GK 77, í Reykjavík © myndir Sigurður Bergþórsson 3. febrúar 2010
03.02.2010 21:33
Norsk veiðiskip út af Austfjörðum: Selvaag Senior og Aakeroy
Selvaag Senior N-24-ME var út af Austfjörðum © mynd Roar Jensen/MarineTraffic
Aakeroy N-300-DA, var kominn inn á Reyðarfjörð eða Eskifjörð © mynd Björnar Henningsen / Marine Traffic


