Færslur: 2010 Febrúar

17.02.2010 12:30

Sæljómi GK 150 / Far GK 147 / Hafrós KE 2

Hér kemur smá myndasyrpa af einum af Bátalónsbátunum svo nefndu, sem var þó nokkuð lengi til eða þar til á árinu 2008.


         1294. Sæljómi GK 150 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Grindavíkur


                         1294. Far GK 157 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson


              1294. Hafrós KE 2, sokkin í Sandgerðishöfn 2008 © mynd af google


       1294. Hafrós KE 2, á hafnargarðinum í Sandgerði og
bíður eftir að vera kurlaður niður © mynd Rikarður Ríkarðsson 12. apríl 2008

Smíðanúmer 392 hjá Bátalóni hf., Hafnarfirði 1973. Afskráður 1998, en settur aftur á skrá í byrjun árs 1999. Afskráður sem fiskiskip og þá skráður sem skemmtibátur 2006. Sökk i smábátahöfninni í Sandgerði 25. okt. 2007, en Björgunarsveitin Sigurvon náði honum að bryggju. Talinn ónýtur eftir það og stóð lengi á hafnrgarðinum í Sandgerði eða þar til hann var kurlaður niður í maí 2008.

Nöfn: Sæljómi GK 150, Ljómi GK 150, aftur Sæljómi GK 150, Far GK 147, Far KE 2 og Hafrós KE 2.

17.02.2010 09:34

Gjögv Færeyjum
                                  Gjögv í Færeyjum © myndir Svafar Gestsson

17.02.2010 00:00

Drangey SK 1 / Sólbakur EA 307 / Umanak GR 15-191 / Sermalik II GR 5-4

Hér er á ferðinni togari sem upphaflega var smiðaður fyrir Skagfirðinga en fór síðan aðeins á flakk um landið áður en hann var seldur fyrst að nafninu til, til Danmerkur og þaðan til Grænlands þar sem hann er ennþá.


                           1276. Drangey SK 1 © mynd Snorrason


                                      1276. Drangey SK 1 © mynd Þór Jónsson


                               1276. Drangey SK 1 © mynd Þór Jónsson


                          1276. Sólbakur EA 307 © mynd Þorgeir Baldursson


1276. Sólbakur EA 307
© mynd Þorgeir Baldursson


                                                       Umanak GR 15-191


Sermalik II GR 5-4 © mynd Nikolaj
Petersen / Shipspotting.com

Smíðanúmer 808 hjá Navasaki Zosen K.K., Muroran, Japan 1973. Lengdur og endurbyggður Þýskalandi 1986. Breytt í flakafrystitogara í Slippstöðinni á Akureyri 1989 og vélarnar fengnar ú húsnæði Hraðfrystihúss Keflavíkur.  Seldur til Danmerkur í apríl 1999 og þaðan til Grænlands í 2001.

Nöfn: Drangey SK 1, Aðalvík KE 95, Sólbakur EA 307, Unamak, Unamak GR 15-191, Manu GR 7-43, Manu II GR 7-143 og núverandi nafn: Sermilik II GR 5-4.

16.02.2010 21:51

Er Auðunn að íta bryggjunni?

Nei svo er ekki, heldur beið hann þarna í dag eftir að Axel kæmi inn í Helguvík upp við eitt bryggjukerið.


                 2043. Auðunn í Helguvík í dag © mynd Emil Páll 16. febrúar 2010

16.02.2010 20:42

Hafbjörg SH 37

Bátur þessi kom við sögu Eiríks Kristóferssonar og Landhelgisgæslunnar og segir nánar frá því fyrir neðan myndina, sem ég tók af honum einhverjum mánuðum eftir að hann rak upp við Kvíós í Grundarfirði.


       517. Hafbjörg SH 37, á strandstað við Kvíós í Grundarfirði © mynd Emil Páll 1975

Smíðaður í Nykobing, Danmrku 1924. Rak upp við Kvíós í Grundarfirði og talinn ónýtur 7. febrúar 1975.

Sumarið og haustið 1925 var báturinn sem Haraldur VE leigður Landsjóði við strandgæslu fyrir Vesturlandi. Var þetta fyrsta skipið undir stjórn Eiríks Kristóferssonar hjá Lanhelgisgæslunni.
 
Sem Jón Guðmundsson TH var hann gerður töluvert út frá Sandgerði 1944 og sem Jón Guðmundsson NK frá Keflavík 1945 og 1946.

Nöfn: Haraldur VE 246, Runólfur GK 517, Jón Guðmundsson GK 517, Jón Guðmundsson TH ???, Jón Guðmundsson  EA 743, Jón Guðmundsson NK 97, Hlýri SU 97, Hafbjörg NK 7 og Hafbjörg SH 37.

16.02.2010 19:31

Meckelnburg-Vorpommern í Reykjavík

Af vef Landhelgisgæslunnar:

 

Þýsk freigáta í Reykjavík - landsleikur við áhöfnina

16.2.2010

Þýska freigátan Meckelnburg-Vorpommern kom til Reykjavikur mánudaginn 15. febrúar en hún verður staðsett á Miðbakka meðan á heimsókn til Reykjavíkur stendur en hún er hér á landi í kurteisisheimsókn Freigátan verður opin almenningi þriðjudaginn 16. febrúar og miðvikudaginn 17. febrúar milli kl. 14:00 og 16:00.

Áætluð er heimsókn áhafnar til Landhelgisgæslunnar en einnig verður leikinn fótboltaleikur milli starfsmanna Landhelgisgæslunnar og áhafnar skipsins . Leikurinn verður á Valsvellinum Hlíðarenda þriðjudaginn 16. febrúar kl. 11

Freigátan Meckelnburg-Vorpommern var smíðuð í Bremen árið 1996 og er 6.275 tonn að stærð. Lengd skipsins er 140 metrar og breitt 16,7 metrar en það ristir 6,8 metra. Meckelnbrg-Vorpommern gengur mest 29 hnúta. Skipið er sérstaklega smiðað til kafbátahernaðar en er einnig notað til loftvarna ef svo ber undir. Í áhöfn eru 199 manns en auk þess er 19 manna flugáhöfn

16.02.2010 16:27

Syrpa með Axel

Mikið var ég vonsvikinn út í sjálfan mig áðan þegar ég frétti af því að flutningaskipið Axel stefndi inn á Keflavíkina, ástæðan var sú að ég var ekki með myndavélina með mér og þurfti því að fara heim eftir henni. Jú mikið rétt þegar ég keyrði fram hjá Keflavíkinni var skipið komið inn fyrir Nípuna og var að taka lóðsinn um borð inn á sjálfri Keflavíkinni. Eftir að hafa brunað heim og náð í vélina náði ég einni mynd þegar hann var nýbúinn að yfirgefa Keflavíkina og stefndi á Helguvík og síðan varð ég á undan skipinu út í Helguvík og tók þá hinar myndirnar.


                    Axel búinn að yfirgefa Keflavíkina og stefnir í átt að Helguvík


                      Axel gæist upp fyrir Hólmsbergið rétt hjá Helguvík


                             Hér nálgast skipið innsiglinguna að Helguvík


                Axel komin fram hjá Hólmsberginu og Vatnsleysuströndin í baksýn

                                    Skipið komið inn á Helguvíkina

                                      Hér sést móta í nýja sjóvarnargarðinn

           Axel nánast kominn inn í höfnina © myndir Emil Páll 16. febrúar 2010

16.02.2010 14:16

Jón Garðar KE 1 / Hraunsvík GK 75 / Fjóla SH 7

Hér kemur einn af minni stálbátunum, en þessi var smíðaður í Stálsmiðjunni hf. Í Reykjavík.


                                2070. Jón Garðar KE 1 © mynd Tryggvi Sig.


 2070. Hraunsvík GK 75
© mynd Hafþór Hreiðarsson


                                            2070. Fjóla SH 7 © mynd Jón Páll


                               2070. Fjóla SH 7 © mynd Ríkarður Ríkarðsson

Smíðaður í Stálsmiðjunni hf., Reykjavík 1980. Kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Keflavík 13. júli 1990. Lengdur á hafnargarðinum í Sandgerði 1995.

Nöfn: Jón Garðar KE 1, Hrunsvík GK 75, Kópur GK 175 og  núverandi nafn: Fjóla SH 7.

16.02.2010 09:05

Færeyjar
                                 Frá Færeyjum © myndir Svafar Gestsson

16.02.2010 00:00

Skipsflök og gamalt stýrishús í Flatey á Breiðafirði

Nú eru tekin fyrir skipsflök í Flatey á Breiðafirði og einnig birtast tvær myndir af stýrishúsi, en vitað er af hverjum allar myndirnar nema ein er. Ljósmyndari á myndasyrpu þessari er Ríkarður Ríkarðsson og sendi ég honum bestu þakkir fyrir myndirnar.

              912. Guðmundur Magnússon SH 101, sem hét fyrst Vörður TH 4
                                               © myndir Ríkarður Ríkarðsson

                                                            Óþekkt flak

                                             © mynd Ríkarð Ríkarðsson

       Stýrishúsið af Konráð BA 152. Á neðri myndinni sést Snæfellsjökull í baksýn                                            © myndir Ríkarð Ríkarðsson

15.02.2010 21:59

Vigri RE 71 - Mánaberg ÓF 42 - Páll Pálsson ÍS 102


                                                       1265. Vigri RE 71


                                                 1270. Mánaberg ÓF 42


                                1274. Páll Pálsson IS 102 © myndir Þór Jónsson

15.02.2010 20:53

TF- Eir og kennsluvél frá Keili

TF-Eir er þyrlan sem talað hefur verið um að hverfi á árinu úr flugflota Landhelgisgæslunnar. Hin myndin er af flugvél sem flaug yfir höfði mínu er ég var við myndatökur í Njarðvíkurhöfn í lok janúar sl. og veit ég engin deili á þeirri vél. Það er nú komið í ljós að sú vél er kennsluflugvél frá Keili á Ásbrú (gamla vallarsvæðið).


                                                        TF- EIR


Kennsluvél frá Keili á leið til lendingar á Keflavíkurflugvelli © mynd Emil Páll 27. janúar 2010

15.02.2010 20:20

Dux RE 300

Bátur þessi var 20. bátur Jóhanns Guðjónssonar, betur þekktur sem Jói Black í Keflavík, en Jóhann var talinn einn elsti og reyndasti vélstjóri landsins, en hann hóf útgerð á þessum báti.


                   Dux RE 300 © mynd Snorrason

Smíðaður í Gautaborg, Svíþjóð 1943. Brann og sökk til hliðar við innsiglinguna  til Sandgerðis 29. júní 1963.

Nöfn: Anglía (Svíþjóð), Anglía ST 104, Þristur RE 300, Dux RE 300 og Dux KE 38.

15.02.2010 17:51

Dúgvan


         Dúgvan að leggjast að bryggju í Leirvik í Færeyjum © mynd Svafar Gestsson

15.02.2010 15:42

Frábært bátagrúsk Ríkarðs

Oft hef ég státað mig af því að vera einn fárra bátagrúskara hér á netinu, en það er deginum sannarra að flestir síðueigendur nenna ekki að grúska um bátanna eða leggja mikla vinnu í að finna sögu þeirra, hvorki í máli né myndum. Þó fer þeim fjölgandi sem það gera, en án þess að skrökva nokkuð standa ég og Markús Karl Valsson trúlega upp úr hvað þetta varðar. Það er því gaman þegar þeim fjölgar sem þetta gera og nýlega birti Ríkarð Ríkarðsson frábæra úttekt á sögu trillubáts, sem nú er að auki verið að gera upp í upprunalegt horf í Hafnarfirði. Bátur þessi hét síðast Fleygur ÞH 301 og birti ég hér fyrir neðan mynd frá Ríkarði af honum eins og hann leit út árið 2006 og bendi áhugasömum mönnum síðan á að lesa um fróðleikinn um bátinn á síðu hans rikkir.123.is, eins er tengill beint á hana hér til hliðar. 


    Svona leit 5079. Fleygur ÞH 301 út þar sem hann stóð í Hafnarfirði árið 2006, en nú er verið að byggja bátinn upp og saga hans er á síðunni sem ég visa til hér fyrir ofan myndina © mynd Ríkarður Ríkarðsson