Færslur: 2010 Febrúar

02.02.2010 12:43

Arnarborg EA 316


                    2270. Arnarborg EA 316 © mynd Svafar Gestsson

02.02.2010 10:40

Alki SK 59


                                        5266. Alki SK 59 © mynd Svafar Gestsson

02.02.2010 08:40

Akraberg FD 10


                                     Akraberg FD 10 © mynd Svafar Gestsson

02.02.2010 00:00

Haraldur AK 10 / Gandí VE 171 / Guðjón VE 7 / Gandí VE 171

Hér sjáum við bát sem verður fimmtugur á næsta ári og hefur nánast bara borið tvö nöfn um æfina, þar sem hann bar þriðja nafnið mjög stutt og eins hefur hann í tvígang borið sama nafnið.


                                84. Haraldur AK 10 © mynd Snorri Snorrason


                                  84. Haraldur AK 10 © mynd batarogskip


                                 84. Gandí VE 171 © mynd Tryggvi Sig.


                                      84. Guðjón VE 7 © mynd Tryggvi Sig.


                     84. Gandí VE 171 © mynd Tryggvi Sig.


                                         84. Gandí VE 171 © mynd Jón Páll


                                     84. Gandí VE 171 © mynd Tryggvi Sig.


                             84. Gandí VE 171 á nefinu í Skipalyftunni í Eyjum


                                     84 Gandí VE 171 © mynd af heimasíðu VSV.


                 84. Gandí VE 171, í Njarðvík © mynd Emil Páll 29. jan. 2010


                 84. Gandí VE 171, í Njarðvik © mynd Emil Páll 29. janúar 2010

Smíðaður hjá  P. Höivalda Mek. Verksted, Kristiansand, Noregi 1961. Yfirbyggður 1981. Lengdur 1990.

Var í Skipalyftunni í Vestmannaeyjum þegar lyftan botnaði og fór skipið á nefið eins og sést á einni myndinni. Síðan hefur lyftan verið óstarfhæf.

Nöfn. Haraldur AK 10, Gandí VE 171, Guðjón VE 7 og síðan aftur, núverandi nafn: Gandí VE 171.

01.02.2010 21:24

Líkön

Bjarni Sv. Benediktsson, sem oft hefur sent myndir frá Flateyri og nágrenni sendi mér þessar myndir og með svohljóðandi bréf sem ég birti og skýra málið:

Sæll Emil!!

Ég sá á síðunni hjá þér að þú hefur verið mikill bátaáhugamaður frá unga aldri eins og ég, þess vegna datt mér í hug að senda þér myndir af bátum sem ég smíðaði þegar að ég var 13 og 14 ára í grunnskólanum á Flateyri.Þetta er líkan af Torfa Halldórssyni og togari sem ég smíðaði eftir mynd sem ég sá í mogganum af Stálvík SI-1.Þá var byrjað á því að teikna líkanið upp í fullri stærð og málsetja (togarinn er 120 cm en Torfi 67 cm) Það var mikið smíðað af bátum og bílum í smíði á þessum árum.Ég er nú ekki að senda þér til að þú setjir þetta á síðuna hjá þér, heldur bara þér til skemmtunar.

 Kveðja. Bjarni Ben.
              © Smíði og myndir Bjarni Sv. Benediktsson

01.02.2010 20:30

Ragnar SF 550
                                           2755. Ragnar SF 550 © myndir Þór Jónsson

01.02.2010 17:55

Guðmundur Sig. SF 650
                           2585. Guðmundur Sig. SF 650 © myndir Þór Jónsson

01.02.2010 16:11

Arnar KE 260 / Stjáni Ebba ÍS 56

Bátur sá sem nú verður kynntur, var að mig minnir upphafið af smábátaútgerð Festis, sem fór í þrot á síðasta hausti.


                               2515. Arnar KE 260, á Djúpavogi © mynd Þór Jónsson


                  2515. Stjáni Ebba ÍS 56 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson 2009

Af gerðinni Gáski 1120 frá Mótun ehf., Njarðvík og var í raun með smíðanúmer 12 frá stöðinni í Njarðvík. Sjósettur í Grófinni í Keflavík, föstudaginn 7. mars 2003 og afhentur samdægurs.

Nöfn: Arnar KE 260 og núverandi nafn: Stjáni Ebba ÍS 56.

01.02.2010 16:08

Fyrsta löndunin á nýrri bryggju í Grindavík

Af vefnum grindavik.is:

Fyrsta löndunin á nýju bryggunni við Norðurgarð
Fyrsta löndunin á nýju bryggunni við Norðurgarð

Jóhanna Gísladóttir ÍS 7 sem Vísir hf. í Grindavík gerir út, varð fyrsti báturinn til þess að landa á nýju bryggjunni við Norðurgarð. Báturinn kom til hafnar í nótt og hóf löndun snemma í morgun. Um borð í Jóhönnu Gísladóttur voru 80 tonn af blönduðum afla. Löndunin gekk vel undir styrkri stjórn Ágústs Ingólfssonar.

Bryggjan við Norðurgarð er beint fyrir framan Vísi hf. og því hæg heimatökin. Myndirnar voru teknar við löndunina í morgun.