Færslur: 2010 Febrúar

18.02.2010 18:02

Nýr Oddur á Nesi SI 76 sjósettur

Af vefnum sk.siglo.is:

Oddur á Nesi (SI 76) kominn á flot

Oddur á Nesi
Oddur á Nesi
Það er ekki á hverjum degi sem nýr bátur bætist í flota Fjallabyggðar en í gær var sjósettur nýr glæsilegur bátur, Oddur á Nesi SI 76.

Báturinn var smíðaður há Siglufjarðar-Seig ehf. á Siglufirði og er sá stærsti sem fyrirtækið hefur smíðað til þessa. JE-vélaverkstæði ehf á Siglufirði sá um vélaniðursetningu og alla stálvinnu um borð. Raffó ehf á Siglufirði og Sónar ehf á Akureyri sáu um rafmagn og siglingatæki.

Báturinn er 14.96 brúttótonn og er mesta lengd hans 12.36m og breidd 3.90m. Vélin er Volvo Penta D-12, 650 hestöfl. Báturinn er útbúinn til línuveiða og er möguleiki að setja beitningavél um borð.
Eigandi bátsins er Útgerðarfélagið Nesið ehf á Siglufirði.

Sigló.is óskar Nesinu til hamingju með hið nýja og glæsilega fleyg.


18.02.2010 17:34

Merkt grind(hvalur) með mælieiningunni skinn

Í færslunni hér fyrir neðan eru sýndar myndir af hval (grindar)skurði í Eiði í Færeyjum, hér aftur á móti er sýnd merking með mælieiningunni Skinn. Sem fyrr er það Svafar Gestsson sem tók myndina.


                                         © mynd Svafar Gestsson

18.02.2010 17:24

Hvalskurður á Eiði

Færeyingar hafa verið þekktir fyrir hvalveiðar sínar eða öllu heldur hvalskurð dýra í fjörum. Hér birtast tvær myndir sem Svafar Gestsson tók þegar hann kom þar við, sem skipverji á Sighvati Bjarnasyni VE.
                        Hvalskurður á Eiði í Færeyjum © myndir Svafar Gestsson

18.02.2010 14:16

Harpa GK 111 / Hrísey SF 48 / Silfurnes SF 99 / Sóley SH 124

Þá er það aldarfjórðungsgömul íslensk smíði, sem enn er í fullum rekstri hér innanlands og hefur aðeins borið fjögur nöfn á þessum árum og eru myndir af þeim öllum hér fyrir neðan.


                            1674. Harpa GK 111 © mynd Snorrason


                      1674. Harpa GK 111 © mynd Tryggvi Sig.


                                    1674. Hrísey SF 48 © mynd sverriralla


                                  1674. Silfurnes SF 99 © mynd Tryggvi Sig.


                                     1674. Silfurnes SF 99 © mynd Jón Páll


                   1674. Sóley SH 124 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson


                                   1674. Sóley SH 124 © mynd Jón Páll

Smíðanúmer 18 hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar hf., Seyðisfirði 1985. Afhentur 2. mars 1985.

Skipið var selt til Þorlákshafnar 1994, en Bæjarsjóður Hafna neytti forkaupsréttar og því fór skipið ekki, heldur selt fyrirtæki á Höfn.

Nöfn: Harpa GK 111, Hrísey SF 48, Silfurnes SF 99 og núverandi nafn:  Sóley SH 124

18.02.2010 11:45

Grímsnes GK 555 í Nvk. slipp

Grindavíkurbáturinn Grímsnes GK 555, er nú í slipp í Njarðvik og er eitthvað verið að gera við botn, hans sem hefur a.m.k. verið málaður.


                                     89. Grímsnes GK 555 í Njarðvikurslipp


                      Frá vinnu við Grímsnesið © myndir Emil Páll 18. febrúar 2010

18.02.2010 11:35

Vogar á Reykjanesi

Eftirfarandi myndasyrpu tók ég í morgun í Vogum, en þar er smábátahöfn, þar sem aðallega liggja bátar frá Vogum og ýmsum stöðum til geymslu, auk þess sem við hafnargarðinn liggur bátur sem í haust var dreginn frá Sandgerði þar sem hann hafði legið árum saman. Hugmyndir eru um að fylla hann af járni og draga síðan erlendis í brotajárn. Fyrsta myndin sýnir minnismerki sjómanna eftir Erling Jónsson, en myndin er tekin í mikilli fjarlægð og verður merkinu því gerð betri skil síðar.


                                      Minnismerki sjómanna eftir Erling Jónsson


                                           Fimm bátar í smábátahöfninni


                             450. Eldey GK 74, sem draga á út í brotajárn


                                         2556. Mar, frá Garðabæ


                                          6120. Hansa GK 106, úr Vogum


                                                     6654. Hnoss


                                                   Svanur KE 6


                                      6504 © myndir Emil Páll 18. febrúar 2010

18.02.2010 09:22

Helgi skipstjóri


                Helgi skipstjóri © mynd Svafar Gestsson

18.02.2010 07:31

Götuskilti í Þórshöfn í Færeyjum


                                          © mynd Svafar Gestsson

18.02.2010 00:00

Einn hálfrar aldar gamall, en enn í gangi

Hér kemur einn af mótel 1960, sem þó er enn í gangi, að vísu erlendis og hefur farið í nokkrar stækkunar- og fegurðaraðgerðir.


                     212. Sæþór ÓF 5 © mynd í eigu Ljosmyndasafns Akraness


                       212. Hringur GK 18 © mynd Snorrason


                               212. Vatnsnes KE 30 © mynd Emil Páll


                                      212. Vatnsnes KE 30 © mynd Emil Páll


                       212. Skagaröst KE 70, fyrir breytingar © mynd Emil Páll


              212. Skagaröst KE 70, eftir breytingar © mynd Tryggvi Sig.


                             212. Ögmundur RE 94 © mynd Svafar Gestsson


                                  H.B. Lyberth GR 7-240 © mynd af Google

Smíðanúmer 256 hjá Lindströl Skips & Batbyggeri, Risör, Noregi 1960. Lengdur hjá Stálsmiðjunni hf., Reykjavík 1986. Yfirbyggður og breytt í Noregi 199?. Úreltur samkv. samþ. 3. sept. 1994. Seldur úr landi til Grænlands 22, desember 1994.

Kom í slipp í Hafnarfirði i júlí 2002 og var þá gjörbreyttur í útliti frá því sem áður var, er hann var undir íslenskum fána.

Nöfn: Sæþór ÓF 5, Sæfari AK 171, Erlingur Arnar VE 124, Hringur GK 18, Vatnsnes KE 30, Axel Eyjólfs KE 70, Skagaröst KE 70, Ögmundur RE 94, H.B. Lyberth GR 7-240, Anna Kill GR  6-8 og núverandi nafn: Mask Tender GR 6-8.

17.02.2010 22:38

Fyrsta loðnan á Skagann

Af vefnum visir.is

Vísir, 17. feb. 2010 18:43

Ingunn vel hlaðin með fyrstu loðnuna til Akraness

mynd
Mynd úr safni.

Menn bíða þess nú spenntir hvort loðnukvótinn verði aukinn á næstu dögum. Tugmilljarða verðmæti eru í húfi. Þessa stundina er verið að landa fyrstu loðnunni á þessari vertíð á Akranesi.

Ingunn AK var vel hlaðin þegar hún sigldi inn til Akraness nú undir kvöld með 600 tonna farm. Hátt verð fæst nú fyrir loðnuafurðir og gæti verðmæti farmsins nálgast 50 milljónir króna.

Elías Kristinsson, 2. stýrimaður, sagði í viðtali á Stöð 2 að loðnan hefði fengist í tveimur köstum á Faxaflóa, rétt fyrir utan. Þar væri loðna út um allt. Hún er við það að verða hrognafull en þá er loðnan komin í sitt mesta verðmæti og er stefnt að því að farmur Ingunnar fari í hrognavinnslu á Skaganum.

Flotinn er að veiða úr litlum byrjunarkvóta. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er hins vegar við mælingar á loðnutorfum við suðurstöndina og gætu niðurstöður jafnvel legið fyrir á morgun. Elías segir að menn geri sér því vonir um að meiri kvóti verði gefinn út.

Fyrir þjóðarbúið gætu næstu þrjár til fjórar vikur, áður en loðnan hrygnir og drepst, skipt höfuðmáli. Flotinn gæti náð nokkurra milljarða verðmæti úr loðnunni en einnig nokkurra tuga milljarða króna verðmæti. Loðnuævintýri gæti því verið í uppsiglingu.

17.02.2010 21:35

Hólmavík í tíð Hólmadrangs

Hér birtast myndir sem Jón Halldórsson tók á Hólmavík, er togarinn Hólmadrangur var gerður þaðan út. Myndir þessar birtust í dag á vef hans holmavik.123.is


 

17.02.2010 21:01

Með Hafbjörgu frá Neskaupstað til Gjögv í Færeyjum

 Bjarni Guðmundsson sem býr á Neskaupstað fannst gaman af því að sá myndir af Gjögv hér á síðunni í dag og datt í hug að senda þess vegna tvær myndir frá Gjögv teknar af sjó sumarið 2008 þegar þeir fóru á Björgunarskipinu Hafbjörgu til Færeyja. Sendi ég honum kærar þakkir fyrir.
    Gjögv í Færeyjum, frá sjó, 5. til 9. júní 2008 © myndir Bjarni Guðmundsson, Neskaupstað

17.02.2010 18:07

Bjartur NK 121


                                      1278. Bjartur NK 121 © mynd Þór Jónsson

17.02.2010 14:46

Fullt hús þ.e. myndir með öllum nöfnum

Skipasmíðastöð Njarðvíkur flutti inn þrjá skipsskrokka og kláraði tvo þeirra, en sá þriðji var fluttur aftur út hálf kláraður. Allir voru þeir að lokum seldir erlendis og er aðeins einn þeirra enn til og sá verður kynntur hér. Jafnframt birtast myndir af öllum nöfnum sem hann hefur borið, þ.e. er því fullt hús.


                          1625. Gunnjón GK 506 © mynd Tryggvi Sig.


                             1625. Gunnjón GK 506 © af síðu ieinarssonar


                    1625. Ljósfari HF 182 © mynd Snorrason


                         1625. Stefán Þór RE 77 © mynd Snorrason


                          1625. Jónína Jónsdóttir SF 12 © mynd Þór Jónsson


                               1625. Jónína Jónsdóttir SF 12 © mynd Þór Jónsson


                         Veidar M-1-G © mynd Aager Schjölberg / Shipspotting

Smíðanúmer 103 hjá Vaagland Batbyggeri A/S og einnig með smíðanúmer 38 hjá Solstrand Slip og Batbyggeri A/S, Tomrefjord, Noregi 1982. Skrokkurinn var dreginn frá Noregi til Njarðvíkur og kom þangað 7. jan. 1982 og var innréttaður og smíði og frágangi lokið hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf með smiðanúmer 5 frá þeirri stöð. Skipið var að lokum sjósett í Njarðvik 30. apríl 1982 og afhentur 28. maí sama ár.

Eldur kom upp í bátnum 20. júní 1983 er hann var að rækjuveiðum 60 sm. N af Horni og létust þrír skipverjar. Dró Bjarni Ólafsson AK bátinn til Njarðvikur þar sem gert var við hann.

Úreldingastyrkur var samþykktur fyrir bátinn í nóv. 1994, en hætt var við úreldingu 31. mars 1995, en þá hafði skipið verið selt úr landi, þó sú sala sé formlega sögð hafa gerst 20. júní 1995  og þá til Noregs. Hinir nýju eigendur þar hófu á skipinu miklar breytingar, en fljótlega kom upp mikill eldur í skipinu og því stöðvuðust framkvæmdir um tíma. Að lokum var báturinn þó gerður upp og skipt um brú á honum í Noregi í kjölfar brunans.

Nöfn: Gunnjón GK 506, Ljósfari HF 182, Stefán Þór RE 77, Jónína Jónsdóttir SF 12 og núverandi nafn: Veidar M-1-G


17.02.2010 13:10

Hafnarfjörður í morgun

Ég átti stutt stopp í Hafnarfirði í morgun og tók þá þrjár myndir sem koma hér fyrir neðan, verst þótti mér að hafa ekki tíma til að bíða eftir því að krani hæfi það verk að kurla niður Kambaröstina en hann var að gera sig kláran fyrir það verk.


         2641. Anna GK 540, sem seld hefur verið til Grindavíkur var komin upp á bryggju


          2750. Oddeyrir EA 210, kom inn til löndunar fyrir helgi, en þá kom upp eldur í vélarúmi skipsins og því verður einhver töf á að skipið fari aftur á veiðar


              Ocean Tiger R 38 var við bryggju © myndir Emil Páll 17. febrúar 2010