Færslur: 2010 Febrúar

15.02.2010 09:38

Skipstrand við Hólmavík

Myndir þær sem nú birtast sýna bát sem strandaði við innsiglinguna til Hólmavíkur fyrir 16 árum, en hann mun hafa farið of norðanlega. Ekki veit ég um hvaða bát er að ræða, en gaman væri ef einhver lesenda þekktu hann. Myndirnar tók Jón Halldórsson á holmavik.123.is  Raggi P. er búinn að finna út bátsnafnið sem er 1415. Hafdís SF 75.


       1415. Hafdís SF 75,  á strandstað við Hólmavík fyrir um 16 árum © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is

15.02.2010 09:31

Bátar í Leirvik í Færeyjum

Við höfum á undanförnum vikum notið mynda sem Svafar Gestsson sendi til birtinga eftir áramótin. Þetta voru myndir frá Íslandi, Frakklandi og Færeyjum. En öllu góðu líkur og nú eru það Færeyjamyndirnar og þegar þær eru búnar, er þessum pakka með þessum frábæru  myndum lokið. Myndirnar tók henn  þegar hann var skipverji á Sighvati Bjarnasyni VE og þeir komu við í Færeyjum.
                         Bátar í Leirvik í Færeyjum © myndir Svafar Gestsson

15.02.2010 08:10

Glaður ST 10


              7087. Glaður ST 10, á Hólmavík © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is

15.02.2010 07:31

Hlökk ST 66

Myndasyrpa þessi sýnir er Hlökk ST 66 kom að landi á Hólmavík 6. febrúar sl. og að lokum er mynd af áhöfn bátsins. Myndirnar eru fengnar af láni frá Jóni Halldórssyni á holmavik.123.is


                    2696. Hlökk ST 66 kemur að landi á Hólmavík 6. febrúar 2010


       Áhöfn Hlakkar er Ingvar Pétursson Þórólfur Guðjónsson og Jón Trausti Guðlaugsson © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is

15.02.2010 00:00

Brettingur NS 50 og Arnar HU 1
                                1279. Brettingur NS 50 © myndir Þór Jónsson


                                     1307. Arnar HU 1 © myndir Þór Jónsson

14.02.2010 21:57

Þorsteinn EA 810


                               1903. Þorsteinn EA 810 © mynd Svafar Gestsson

14.02.2010 20:56

Þórður Jónasson EA 350

Hér er á ferðinni bátur sem enn er í fullri útgerð og mjög vel við haldið í dag. Báturinn heitir í dag Gullhólmi SH og er frá Stykkishólmi.


                          264. Þórður Jónasson EA 350 © mynd Svafar Gestsson

14.02.2010 19:26

Ögmundur RE 94

Þó margar myndir hafi í gegn um tíðina birts af þessu skipi og þá undir hinum ýmsu nöfnum, minnist ég þess ekki að hafa séð margar með þessu nafni, enda bar skipið þetta nafn mjög stutt.


                                 212. Ögmundur RE 94 © mynd Svafar Gestsson

14.02.2010 17:42

Guðmundur VE 29


               1272. Guðmundur VE 29, nú Sturla GK © mynd Svafar Gestsson

14.02.2010 17:39

Misstu meðvitund við löndun

Frétt af síðunni hoffellsu80.123.is

Eins og fram hefur komið í fréttum var slys í borð um Hoffellinu í morgun Sjá frétt ruv.
Áhöfnin á Hoffellinu sendir hlýjar kveðjur til þeirra með ósk um góðan bata.
Mennirnir tveir sem misstu meðvitund um borð í Hoffellinu á Fáskrúðsfirði í morgun, þegar verið var að landa Gulldeplu, eru báðir í öndunarvél á gjörgæslu Landspítalans.

Hoffellið hafði verið á Gulldepluveiðum í fimm daga suður af Reykjanesi og kom í land með um 700 tonna afla. Búið var að landa nær öllum aflanum þegar fyrsti maðurinn fer niður í lestina til að spúla restinni af aflanum í löndunardæluna. Hann missir meðvitund og þá fer næsti maður niður til hans með grímu. Sá missti einnig meðvitund og fer þá þriðji maðurinn niður með súrefnistæki á sér. Honum tekst að koma belti utan um mennina tvo svo hægt væri að hífa þá uppúr lestinni. Talið er að mennirnir hafi verið allt að 20 mínútur í lestinni. Þeir voru fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur.

Báðir eru mennirnir vanir löndun og höfðu sótt öryggisnámskeið í fyrra eftir að sambærilegt slys varð á Akranesi. Um borð í skipinu er færanlegur súrefnismælir sem á að láta síga niður í lestina til að kanna aðstæður en ekki er vitað hvort það var gert í þetta sinn.

Gulldepla er smávaxinn fiskur og erfið viðfangs því vegna smæðarinnar er ekki hægt að kæla hana eins og annan fisk því þá stífnar hún og festist í búnaði lestarinnar, svokölluðum lensistokkum. Þess vegna fer aflinn að rotna og getur myndað brennisteinsvetni og eytt súrefni. Í skýrslu rannsóknarnefndar sjóslysa um slysið á Akranesi í fyrra kemur fram að súrefnisskortur og myndun brennisteinsvetnis hafi líklega orðið vegna þess að elsti hluti aflans hafi verið orðinn nær vikugamall. heimild: frettir@ruv.is

Samkvæmt fréttum núna áðan á mbl.is er annar mannanna nú kominn úr öndunarvél.

14.02.2010 17:28

Bát bjargað í dag

Leki kom að Sómabátnum Grindjána GK 169 fyrir utan Hafnarfjarðarhöfn fyrr í dag en björgunarbátur frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu kom honum til aðstoðar. Mikill sjór var komin í bátinn þegar Landsbjargarmenn komu að, þeir hófu dælingu þegar í stað og drógu bátinn til Hafnarfjarðar.


                       7325. Grindjáni GK 169, í Grindavík © mynd Emil Páll 2009

14.02.2010 17:00

Frá Fáskrúðsfirði: Hoffell SU 80, Libras og Norderveg

Heimasíður margra skipa eru mjög vel gerðar og þar eru þeir á Hoffelli SU 80 engir eftirbátar, þar sem síða þeirra er stór glæsileg. Sá sem tekur flestar eða allar myndirnar er Óðinn Magnason, en hann sér einnig um að uppfæra síðuna. Tengill á síðuna er hér til hliðar undir nafni Óðins. Hann hefur nú lánað mér 6 myndir til að setja á síðuna og færi ég honum bestu þakkir fyrir. Allar eru þær teknar í dag nema ein sem er eldri.


    2345. Hoffell SU 80 við bæjarbryggjuna á Fáskrúðsfirði í dag með um 700 tonn, en skipið ber um 1400 tonn


         Libras á Fáskrúðsfirði með 800 tonn af kolmunna og búinn með kvóta sinn


                                       Libras er glæsilegt skip


                                              Libras gnæfir yfir frystihúsið


                            Norderveg landaði kolmunna á Fáskúðsfirði í morgun


    2345. Hoffell SU 80 með fullfermi © myndir Óðinn Magnason, hoffellSU80.123.is

14.02.2010 14:16

Sigurður Ólafsson SF 44 og Skinney SF 20 á netaveiðum núna rétt áðan

Svafar Gestsson greip þessa tvo netabátum á veiðum á leið Jónu Eðvalds með loðnu til Hornafjarðar og með myndunum fylgdi þessi texti:

Hér eru myndir af Skinney og Sigurði Ólafs að draga net á Hálsunum út af Suðursveit núna rétt í þessu.

Sökum þess að ég var ekki viðstaddur þegar myndirnar voru sendar, er rétt að geta þess að þær voru teknar um kl. 13 í dag.


                                            173. Sigurður Ólafsson SF 44


                                  173. Sigurður Ólafsson SF 44 á netaveiðum


                                                      2732. Skinney SF 20


   2732. Skinney SF 20 á netaveiðum á Hálsunum út af Suðursveit í dag © myndir Svafar Gestsson 14. feb. 201014.02.2010 14:13

Brynhildur KE 53 ex Tími KE 51

Þessi mynd er tekin í smábátahöfninni í Grófinni í Keflavík og sýnir nýtt nafn á 2112. sem áður hét Tími KE 51 en heitir nú Brynhildur KE 53


          2112. Brynhildur KE 53, í Grófinni, Keflavík © mynd Emil Páll 14. feb. 2010

14.02.2010 14:08

Vilhelm Þorsteinsson og Keilir á Stakksfirði

Þessar myndir tók ég núna rétt fyrir hádegið af Keili SI 145 og Vilhelm Þorsteinssyni EA 11 á Stakksfirði, en myndirnar eru bæði teknar út af Helguvík og eins út af Vatnsnesi. Vilhelm kom eins og frá Hafnarfirði í morgun og var síðan á dóli upp undir Helguvík og þaðan í stefnu á Vatnsnesið áður en hann tók strauið út Stakksfjörðinn. Sýnist mér að a.m.k. fjórir síðueigendur hafi notað hann sem myndefni sitt, þ.e. auk mín sáust Markús Karl Valsson, Valur Línberg og Arnbjörn Eiríksson munda myndavélum sínum að skipinu.
                        1420. Keilir SI 145 og 2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11
     2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11 á Stakksfirði © myndir Emil Páll 14. nóv. 2010