Færslur: 2010 Febrúar

24.02.2010 14:40

Gandí VE 171 ex REX HF 24

Þá er búið að svala forviti manna varðandi hvaða Vestmannaeyjanafn togarinn Rex HF 24 fengi, því búið er að mála á togarann nafnið Gandí VE 171, Spurningin er því hvaða nafn verður sett á gamla Gandí?

.             2702.Gandí VE 171 ex Rex HF 24 í kví í Hafnarfirði í morgun © mynd Emil Páll 24. febrúar 2010. Ef menn trúa ekki að þetta sé Rex má sjá upphleypta stafi ef myndin er vel skoðuð.

24.02.2010 14:33

Súlan og Erika

Þessa mynd tók ég í morgun úti í Helguvík og sýnir loðnuskipin Súluna EA og Eriku.


  1060. Súlan EA 300 og Eriku í Helguvík í morgun © mynd Emil Páll 24.´febrúar 2010

24.02.2010 00:00

Óskar Halldórsson RE 157 / Gestur SU 160 / Votaberg SU 10 / Óskar RE 157

Hér er á ferðinni einn tæplega hálfrar aldar gamall. Upphaflega fiskiskip, síðan skuttogari og nú hefur hann farið nokkrar ferðir sem flutningabátur milli Íslands og Grænlands tilefni gulleitarhóps sem þar starfaði, en fréttir berast nú að sé kominn í þrot. Hér birtast myndir af fjórum nöfnum sem skipið hefur borið, en ekki hafa fundist myndir af tveirmur nöfnum hans.


          962. Óskar Halldórsson RE 157 © mynd af google, ljósmyndari ókunnur


                       962. Óskar Halldórsson RE 157 © mynd Þorgeir Baldursson


          962. Óskar Halldórsson RE 157 © mynd Snorrason


                  962. Óskar Halldórsson RE 157 © mynd Tryggvi Sig.


                          962. Óskar Halldórsson RE 157 © mynd Þór Jónsson


                     962. Gestur SU 160 © mynd Snorrason


                           962. Votaberg SU 10 © mynd Hafþór Hreiðarsson


    962. Votaberg SU 10 © mynd úr sögu Hraðfrystihúss Eskifjarðar, Helgi Garðarsson


                       962. Óskar RE 157, í höfn í Njarðvík © mynd Emil Páll


                        962. Óskar RE 157, í höfn í Sandgerði © mynd Emil Páll

Smíðanúmer 1217 hjá Scheepswerf De Beer NV., Zaandam, Hollandi 1964 eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Lengdur Noregi 1967. Yfirbyggður 1975. Fyrsti hluti breytinga úr fiskiskipi í skuttogara voru framkvæmdar í Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf., Njarðvík 1980

Árið 2006 var búið að framkvæma það miklar breytingar á bátnum að það eins sem eftir var frá upphafi voru upphleyptir stafir á bóg skipsins RE 157 og stefnismerkið  ZZ.

Nöfn: Óskar Halldórsson RE 157, Gestur SU 160, Votaberg SU 10, Aldey ÞH 380, Óskar ÞH 380 og núverandi nafn: Óskar RE 157.

23.02.2010 20:31

Friðrik Sigurðsson ÁR 17 / Vörðunes GK 45 / Hafnarvík ÁR 113 / Sleipnir VE 83

Þá er það einn af þessum dönsku eikarbátum, sem voru í raun dæmigerðir vertíðarbátar. Þessi var seldur úr landi eftir rúmlega 30 ára útgerð hérlendis, en hver saga hans er þar er ekki vitað.


                               951. Friðrik Sigurðsson ÁR 17 © mynd batarogskip


                     951. Vörðurnes GK 45 © mynd Snorrason


                                951. Vörðurnes GK 45 © mynd batarogskip


                                 951. Hafnarvík ÁR 113 © mynd batarogskip


                                   951. Sleipnir  VE 83 © mynd Tryggvi Sig.


                                        951. Sleipnir VE 83 © mynd Tryggvi Sig.

Smíðanúmer 35 hjá Marstal Træskibswærft A/S, Marstal, Danmörku 1963. Úreltur 29. sept. 1994 og seldur úr landi til Englands

Nöfn: Friðrik Sigurðsson ÁR 17, Vörðunes GK 45, Hafnarvík ÁR 113 og Sleipnir VE 83. Ekkert er vitað um nöfn eða aðra sögu bátsins eftir að hann var seldur úr landi.



23.02.2010 19:48

Þjóðaratkvæðagreiðsla um sjávarútvegsmál

Af vefnum Lífið í Sandgerði -245.is

23.2.2010 12:11:04
Stefnt að þjóðaratkvæðagreiðslu um sjávarútvegsmálin

Fjölmennur fundur í gærkvöldi á Vitanum


Finnbogi Vikar, Grétar Mar Jónsson, Eiríkur Stefánsson fundarstjóri, Jón Gunnar Björgvinsson og Lúðvik Kaaber sat inn í sal

Í gærkvöldi var fundur um sjávarútvegsmálin haldinn á Vitanum og voru nær 100 manns mættir á fundinn til að hlusta á frummælendur sem voru:

Finnbogi Vikar
Lúðvik Kaaber
Jón Gunnar Björgvinsson
Grétar Mar Jónsson

Til stóð að Jón Baldvin Hannibalsson væri einn af frummælendum en hann komst ekki vegna veikinda.

Þarna voru samankomnir áhugamenn um sjávarútvegsmál og stefnan tekin á að stofna samtök um auðlindir í almannaþágu og kröfurnar eru einfaldar, það er að Þjóðaratkvæðagreiðsla verði á núverandi fiskveiðastjórnarlögum.

Grétar Mar sagði í samtali við 245.is að fundargestir væru ánægðir með fundinn.  Nú er í gangi mikil undirbúningsvinna og má vænta þess á næstu dögum að stjórn verði kosin sem og undirbúningsnefnd sem hefur það markmið að safna 50-60 þúsund undirskriftum.


Einnig var þéttsetið í innri salnum á Vitanum

Myndir: Smári/245.is | lifid@245.is

23.02.2010 19:45

Brimlending


Af vef Landhelgisgæslunnar:


Ægir með brimlendingaræfingar.

22.2.2010

Mánudagur 22. febrúar 2010

Björgunaraðgerðir eiga sér sjaldnast stað í sléttum sjó, því er nauðsynlegt að æfa þær við erfiðar aðstæður. Það gerði áhöfnin á Ægi fyrir skemmstu en markmið æfinganna er að menn þekki réttu handtökin, þekki bát og búnað, áhöfn bátsins og síðast en ekki síst eigin takmörk. Að lenda bát í brimfjöru er alvöru mál og margt sem hafa þarf í huga. Það er einnig vandasamt að koma bát út úr slíkri fjöru. Ekki margt þarf að bregða útaf svo menn missi stjórn á aðstæðum. Æfingarnar fara fram undir stjórn og leiðsögn þrautþjálfaðra manna og öryggisbátur alltaf með í för. Æfingar þessar þykja hin mesta skemmtun og koma blóðinu aðeins á hreyfingu.

Meðfylgjandi myndir voru teknar af Guðmundi St. Valdimarssyni og sýna þær það sem æft var. Sú fjara sem fyrir valinu varð bauð upp á öll stig æfingarinnar, allt frá sléttum sjó upp í krappar öldur.

Myndaserían heitir Brimlending.

Brimlending

Brimlending
Báturinn lendir í fjörunni. Honum er strax snúið með stafninn upp í ölduna og haldið þannig.

Brimlending_(1)

Brimlending 1
Sér í áhöfnina á bak við ölduna sem er að vinda sig upp framan við bátinn

 Brimlending_(2)

Brimlending 2
Brotið skellur á bátnum.

 Brimlending_(3)

Brimlending 3
Báturinn lyftir sér upp á ölduna og honum er haldið uppí

 Brimlending_(4)

Brimlending 4
Báturinn kominn af stað úr fjörunni,

 Brimlending_(5)

Brimlending 5
En þá þarf ekki endilega allt að vera búið, hérna er ekki um neitt annað að ræða en að halda áfram

 Brimlending_(6)

Brimlending 6
Upp á ölduna

 Brimlending_(7)

Brimlending 7
Það eru átök við að fara í gegn

 Brimlending_(8)

Brimlending 8
Láta svo vaða í gegn um ölduna

 Brimlending_(9)

Brimlending 9
Hérna hafa allir hent sér fremst í bátinn svo ekki fari hann yfir sig.

 Brimlending_(10)

Brimlending 10
Þeim félögum leiddist þetta nú ekki. Í áhöfn bátsins voru í þessari ferð. Óskar Skúlason bátstjórnandi, Guðmundur Ragnar Magnússon, Gunnar Kristjánsson, Sævar Magnússon og Snorre Grail.

Myndir og texti Guðmundur St. Valdimarsson

23.02.2010 19:38

Júní GK 345 / Venus HF 519


                                         1308. Júní GK 345 © mynd Þór Jónsson


                                   1308. Venus HF 519 © mynd Þór Jónsson

23.02.2010 15:38

Guðbjartur ÍS 16


                                1302. Guðbjartur ÍS 16 © mynd Þór Jónsson

23.02.2010 00:00

Grindvíkingur GK 606


                      1512. Grindvíkingur GK 606 © mynd af google, ljósm. ókunnur


                              1512. Grindvíkingur GK 606 © mynd Þór Jónsson


     1512. Grindvíkingur GK 606 © mynd af google, ljósm. ókunnur


               1512. Grindvíkingur GK 606 © mynd Snorrason


                              1512. Grindvíkingur GK 606 © mynd Þór Jónsson


     1512. Grindvíkingur GK 606 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Grindavíkur

22.02.2010 20:13

Herjólfur


                                            1461. Herjólfur © mynd Þór Jónsson

22.02.2010 19:44

Sigluvík SI 2






                                       1349. Sigluvík SI 2 © myndir Þór Jónsson

22.02.2010 16:35

Verður áfram blár og mun heita Ósk KE 5

Vegna færslu hér fyrir neðan, hefur komið í ljós að Einar Magnússon fyrrum eigandi af Ósk KE 5 hefur keypt bátinn aftur af Stormi Seafood, en það fyrirtæki hafði meiri áhuga fyrir að eigast Geir KE 1 sem það hefur nú gefið nafnið Stormur KE 1. Geir KE 1 var áður í eigu fyrirtækis Einars. Ósk KE 5 verður því áfram blá og mun áfram bera það nafn og mun hið nýja fyrirtæki Einars, Ósk ehf., taka  formlega, aftur við bátnum á morgun.


                     1855. Ósk KE 5, er ekki á förum frá Keflavík © mynd Emil Páll

22.02.2010 14:52

Aðalstein Jónsson SU 11 sækir Elvar Aron til Keflavíkur

Skemmtileg saga átti sér stað í Keflavík í dag, er Aðalsteinn Jónsson SU 11 lagðist að bryggju og strákur að nafni Elvar Aron Daðason stökk um borð og síðan var farið frá bryggju. Elvar Aron er sonur Daða Þorsteinssonar 1. stýrimanns og annars af skipstjórum skipsins og því afabarn Þorsteins Kristjánssonar aðalskipstjóra skipsins og fékk að fara um borð, en skipið mun vera úti á Stakksfirði í nótt við að fullvinna afla og landa síðan í Hafnarfirði á morgun. Tók ég eftirfarandi syrpu við þetta tækifæri, en því miður bilaði hjá mér batteríið þegar stráksi stökk um borð og eins gat ég ekki af þeim ástæðum tekið mynda af Elvari Aron með afa sínum Þorsteini, en tók aftur á móti áður mynd af stráksa og þá líka með hinum afa sínum Bjarna Einarssyni.


     2699. Aðalsteinn Jónsson siglir fram hjá Stóra-Hólmi í Leiru í dag á leið til Keflavíkur


                    Hér siglir Aðalsteinn Jónsson SU 11 fram hjá Helguvík


                        2699. Aðalsteinn Jónsson SU 11 út af Vatnsnesi


                  2699. Aðalsteinn Jónsson SU 11 kominn á ytri höfnina í Keflavík


                                                     Elvar Aron Daðason


   Elvar Aron ásamt hinum afa sínum Bjarna Einarssyni © myndir Emil Páll 22. febrúar 2010

22.02.2010 14:46

Andvari, Golan eða Kaldi? Blár eða rauður

Í dag var aflaskipið Ósk KE 5 tekið inn í hús í Skipasmíðastöð Njarðvikur  og voru gárungarnir ekki lengi að koma með getgátur um að báturinn yrði orðinn rauður þegar hann kæmi út úr húsinu og nafn hans hugsanlega Andvari?, Golan? eða Kaldi? En tvennar sögur fara af því hvort eigendaskipti hafi orðið að bátnum eður ei og þá hvort Stormur Seafood eigi hann en þeir hafa mála báta sína rauða og gefið þeim nöfnin Blíða og Stormur KE.


      1855. Ósk KE 5, gerð klár til að renna inn í hús hjá Skipasmíðastöð Njarðvikur í dag © mynd Emil Páll 22. febrúar 2010

22.02.2010 08:03

Skúta og ferjan Ritan

Hér kemur mynd frá Þórshöfn í Færeyjum sem Svafar Gestsson tók og sýnir skútu og ferjuna Ritan.


            Frá Þórshöfn í Færeyjum, ferjan Ritan og skúta © mynd Svafar Gestsson