Færslur: 2010 Febrúar

11.02.2010 14:48

Gullver NS 12
                                1216. Gullver NS 12 © myndir Þór Jónsson

11.02.2010 12:57

Rússadallur


                                       Rússadallur  © mynd Svafar Gestsson

11.02.2010 10:34

Náttfari


                                          Náttfari © mynd Svafar Gestsson

11.02.2010 09:00

Naustavík


                                    Naustavík © mynd Svafar Gestsson

11.02.2010 08:56

Minnisvarði um 11 breska sjómenn sem urðu úti við Mávsvatn

Mynd sú sem nú birtist og Svafar Gestsson tók er af minnisvarða um 11 breska sjómenn sem urðu úti við Mávsvatn.


                       © mynd Svafar Gestsson

11.02.2010 00:00

Paimpol í Frakklandi - Fyrri hluti

Hér birtist skemmtileg frásögn frá Paimpol í Frakklandi þar sem ýmislegt er til að minnast Íslands. En Svafar heimsótti staðinn ásamt konu sinni og hér birtist fyrst frásögn hans um staðinn og síðan birtast helmingur myndanna, en síðari hluti frásagarinnar birtist eftir sólarhring:

Paimpol í Frakklandi er lítið sjávarþorp á norðanverðum Bretagne þaðan komu margar af frönsku gólettunum sem stunduðu þorskveiðar við Íslandsstrendur frá árunum  1852-1935.  Á þessu tímabili fórust um 4000 sjómenn og um 120 gólettur hurfu eða strönduðu við Íslandsstrendur frá þessu þorpi og nágrannabæjum.

Einnig voru gerðar út gólettur frá Dunkerque, Gravelines og nálægum þorpum og gengu þeir undir nafninu ,, flandrarar" hér á landi.

Ég ásamt konu minni heimsóttum þetta þorp Paimpol árið 2000 og verð að segja að þvílíkar móttökur sem við fengum gleymast aldrei. Þegar að það kom upp úr kafinu að við værum íslendingar komnir til að skoða söfn og annað sem tengdist íslandsveiðunum þá báru Paimpólar okkur á höndum sér.

Strax var fundinn enskumælandi maður sem sýndi okkur ótal söfn sem sýna muni frá þessu tímabili ásamt því að heimsækja ótal kyrkjugarða sem eru fullir af mynningaskjöldum um horfna ástvini.

Ég skora á alla að lesa bókina eftir Elínu Pálmadóttir Fransí Biskví sem kom fyrst út árið 1987 en var svo endurútgefin 2009 aukin og endurbætt og lýsir hún lífi þessara sjómanna um borð, undirbúningi þessara sjóferða og lífinu í þorpunum ásamt mörgu öðru sem er fróðlegt að lesa.

Þess má geta að Grundarfjörður er vinabær Paimpol og Gravelines er vinabær Fáskrúðsfjarðar.


                                                      Bátar á fjöru


                                                     Bátar á flóði


                                      Gamla Íslandshöfnin


                                          Íslandshöfnin Paimpol


                                          Íslandshöfnin Paimpol

                                       Munur flóðs og fjöru í Paimpol © myndir Svafar Gestsson 2000

10.02.2010 21:35

Loðna - Loðna - Loðna


                                              © mynd Svafar Gestsson

10.02.2010 20:16

Þrír togarar: Þorleifur Jónsson SI 80 - Barði NK 120 - Karlsefni RE 24

Á næstu vikum munum við skoða fjölmarga skuttogara sem gerðir hafa verið út frá Íslandi, en Þór Jónsson hefur sent mikinn fjölda togaramynda sem hér verða birtar á næstunni. Hefjum við leikinn með birtingu þriggja mynda


                                                    1121. Þorleifur Jónsson SI 80


                                                       1137. Barði NK 120


                                   1253. Karlsefni RE 24 © myndir Þór Jónsson

10.02.2010 19:28

Mánatindur SU 359


                             236. Mánatindur SU 359 © mynd Svafar Gestsson

10.02.2010 17:15

Loðmundarfjörður

Enn kemur Svafar Gestsson með myndir af stöðum sem ekki eru mikið í umræðunni lengur, en hafa þó ýmislegt að segja.


                                              Bryggjan í Loðmundarfirði


           Báturinn Jói félagi sem gekk milli Seyðisfjarðar og Loðmundarfjarðar


            Rústir Seljamýrar sem varðskipsmenn skutu á © myndir Svafar Gestsson

10.02.2010 14:33

Víkingur AK 100

Hér kemur smá myndasyrpa sem Svafar Gestsson hefur tekið að Víkingi AK 100


                           220. Víkingur AK 100 © myndir Svafar Gestsson

10.02.2010 12:04

Skondið: Þurfti að sigla frá Sandgerði til Njarðvíkur, til að fara til baka landleiðina

Svolítið skondin saga er að gerast varðandi bátinn Kidda Lár GK 501. Bátur þessi er frá Sandgerði og á að fara í miklar endurbætur hjá Sólplasti ehf. í Sandgerði, en til að komast þangað þurfti hann að sigla til Njarðvikur, þar sem hann verður tekinn upp í mjög fullkominn dráttarvagn hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur sem mun síðan draga bátinn til Sandgerðis, þ.e. til Sólplasts.
Ástæðan fyrir þessu eru tvær. Báturinn er of breiður fyrir brautina í Sandgerði og síðan hefur hrunið á Íslandi valdið því að nú eru engir kranar á Suðurnesjum til að lyfta bát eins og þessum á land.
Mun Kiddi Lár því verða tekinn upp um leið og skemmtibáturinn Regína De la Mar sem er í Njarðvikurslipp til viðgerðar verður sjósett, en sá bátur er nú á vagninum.


  2704. Kiddi Lár GK 501, bíður í Njarðvíkurhöfn eftir því að komast landleiðina til Sandgerðis


   Vagninn góði og fullkomni, með skemmtibátinn 7660. Regína De la Mar í Njarðvikurslipp i morgun © myndir Emil Páll 10. febrúar 2010

10.02.2010 12:01

Sæll...........


                          Í Njarðvík í morgun © mynd Emil Páll 10. febrúar 2010

10.02.2010 11:08

Grétar Mar með tilraunaveiðar á BeitukóngiGrétar Mar Jónsson, skipstjóri og útgerðarmaður á Sölku GK 79, er nú að fara að hefja tilraunarveiðar á beitukóngi. Hefur hann raunar prufað tvisvar og í annað skiptið var beitukóngurinn matreiddur á Sægreifanum í Reykjavík við góða lukku gesta. Að sögn Grétars Mar var beitukóngurinn soðinn og síðan borðaður með pinnum úr skelinni.
Munu tilraunaveiðar þessar fara fram í buktinni.


             Gildurnar sem Grétar Mar mun nota, eru komnar að bátnum í Sandgerðishöfn  © myndir Emil Páll 9. febrúar 2010

10.02.2010 10:59

Baráttumaðurinn Ásmundur látinn

Af vefnum vf.is:Fréttir | 10. febrúar 2010 | 10:12:57
Ásmundur Jóhannsson látinn
Ásmundur Jóhannssson, sjómaður frá Sandgerði, er látinn og fór útför hans fram í kyrrþey í síðustu viku. Ásmundur var þekktur fyrir baráttu sína gegn kvótakerfinu en hann réri kvótalaus til fiskjar og hlaut bágt fyrir hjá stjórnvöldum. Ásmundur fannst látinn á heimili sínu en hjarta hans mun hafa gefið sig, samkvæmt DV sem fjallar um Ásmund og baráttu hans í blaði dagsins. Ásmundur var 67 ára gamall.