Færslur: 2010 Febrúar

12.02.2010 21:26

Trondur í Götu


                                    Trondur í Götu © mynd Svafar Gestsson

12.02.2010 20:42

Sine Boy


                         Sine Boy, á Húsavík © mynd Svafar Gestsson

12.02.2010 20:04

Þrjú nánast systurskip, er öll heita mannanöfnum þ.e. Sunna Líf, Ragnar Alfreð og Frú Magnhildur

Þau þrjú skip sem við sjáum hér í Sandgerðishöfn í dag, eiga það öll sameiginlegt að vera byggð nánast á sama tíma hjá Guðmundi Lárussyni á Skagaströnd, að vísu eru voru tvö þeirra jafn stór en einn minni. Þetta eru 1523. nú Sunna Líf KE 7, smíðaður 1978 og mældist þá 8 tonn, 1511. nú Ragnar Alfreð GK183, smíðaður 1978 og mældist í upphafi 15 tonn og 1546. nú Frú Magnhildur VE 22, smíðaður 1979 og mældist þá 15 tonn.


  1546. Frú Magnhildur VE 22, 1523, Sunna Líf KE 7 og 1511. Ragnar Alfreð GK 183, í Sandgerði í dag © mynd Emil Páll 12. febrúar 2010

12.02.2010 19:56

Kiddi Lár GK 501 settur í geymslu

Eins og ég sagði nýlega frá var Kiddi Lár GK 501 kominn í furðulegt ferðalag. Báturinn sem er úr Sandgerði og átti að fara á athafnarsvæði Sólplasts í Sandgerði, þurfti að sigla til Njarðvíkur og þaðan var hann síðan fluttur til Sandgerðis landleiðina. Fór landflutningurinn fram í dag og birti ég því mynd af honum komnum á athafnarsvæði Sólplasts í Sandgerði eins og staðan er einmitt í dag.
En hvers vegna skyldi báturinn vera tekinn upp einmitt nú. Ástæðan er sú að verið er að setja bátinn í geymslu sökum kvótaleysis og síðan á að nota tímann til yfirhalningar, svona eftir einhvern tíma.


        2704. Kiddi Lár GK 501, kominn á athafnarsvæði Sólplasts ehf. í Sandgerði eftir hálf undarlegt ferðalag © mynd Emil Páll 12. febrúar 2010

12.02.2010 17:14

Alda GK 71 og Elín GK 311

Vegfarendur um þjóðveginn milli Garðs og Sandgerðis hafa margir horft á bláan bát við hús eitt stutt frá Sandgerði og gamla trébát fyrir neðan bátinn. Ég hef fengið nokkrar spurningar um hvaða bátar þetta eru og mun því núna gera tilraun til að upplýsa það, en hús þetta er Norður-Flankastaðir í Sandgerði.


    1582. Alda GK 71 (sá blái) og 1657. Elín GK 311 við Norður-Flankastaði í Sandgerði © mynd Emil Páll 12. feb. 2010

1582.
Plastbátur smíðaur í Hafnarfirði 1981. Báturinn brann í Grinda´vikurhöfn 10. jan. 1996. Flakið stóð lengi ofan við Smábátahöfnina í Grindavík eða þar til að það var flutt á athafnarsvæði Plastverks í Sandgerði í apríl 1999 og síðan á athafnarsvæði Sólplasts. Endurbygging hófst hjá Plastverki ehf., Sandgerði, hætt við það og báturinn fluttur á athafnarsvæði Sólplasts ehf. í Innri-Njarðvík, en enn hætt við endurbyggingu en síðan hefur báturinn verið íhlaupavinna á Norður-Flankastöðum. Báturinn var afskráður sem fiskiskip 2001.

Nöfn: Aldan NK 22, Aldan HU 22 og Aldan GK 71, en virðist nú eiga að heita Alda GK 71.

1657. Furu og eikarbátur smíðaður á Horni 1940. Endurbyggður 1974. Dekkaður og skráður sem fiskibátur 1983. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 20. des. 1991.

Nöfn: Sjöfn ÍS 554, Sjöfn MB 11, Sjöfn ME 8, Sólveig GK 311 og Elín GK 311.

12.02.2010 17:09

Hólmsteinn - Bragi - Garðskagi

Það er kannski í bakkafullan lækinn að birta myndir af Hólmsteini GK, sem nú er á Byggðarsafninu á Garðskaga. Lét það þó eftir mér og birti um leið smá syrpu tekna á Garðskaga í dag.


            Nýja myndin af Garðskaga eins og hann mun líta út frá augum ferðamanna


                                 573. Hólmsteinn GK 20 og 1198. Bragi GK 274


             573. Hólmsteinn GK 20 á Garðskaga © myndir Emil Páll 12. feb. 2010

12.02.2010 17:05

Geisli - Siglingastofnunar

Í færslunni hér fyrir neðan sem ég tók í Helguvík í morgun kom fram plastbátur sem ég vissi engin deili á. Fljótlega kom þá ábending undir færslunni um að þetta væri Sómi Siglingastofnunar. Það reyndist rétt, því skömmu síðar tók ég mynd af bátnum þar sem hann var kominn upp á kerru og birtist hún nú.


                7385. Geisli í eigu Siglingastonunar © mynd Emil Páll 12. febrúar 2010

12.02.2010 11:27

Loðna og olía í Helguvík í morgun

Myndasyrpu þá sem nú birtist tók ég í Helguvík í morgun. Sýnir hún þrjá báta eða skip, Í fyrsta lagi Súluna EA 300 sem kom með fyrstu loðnu ársins til Helguvíkur í gærkvöldi, þá olíuskipið Indra sem kom einhverntímann undir morgun og loksins kom þarna lítill plastbátur sem ég er ekki alveg viss hver er og sigldi framhjá mér er ég var að taka myndir.


                          1060. Súlan EA 300 og olíuskipið Indra í Helguvík í morgun


                                                  1060. Súlan EA 300


                                                       Olíuskipið Indra


    Þessi litli plastbátur sigldi um víkina á sama tíma og sýnist mér að hann hafi annað hvort skipaskr. nr. 7365 eða 7385. en er hvorki viss um nafn eða númer  © myndir Emil Páll 12. febrúar 2010

12.02.2010 08:37

Sleipnir VE 83 við Eyjar


                         951. Sleipnir VE 83 við Eyjar © mynd  Svafar Gestsson

12.02.2010 08:34

Við Djúpavog


                                  Við Djúpavog © mynd Svafar Gestsson

12.02.2010 00:00

Paimpol, Frakklandi - Síðari hluti

Fyrir einum sólarhring birti ég frásögn Svafars Gestssonar, er hann fór ásamt konu sinni til Frakklands árið 2000 og kynntist ýmsum minningum tengdum Íslandi. Þar kom fram langur formáli á undan myndunum sem allar voru um báta á staðnum svo og mun á flóði og fjöru. Nú sleppi ég formálanum en vísa mönnum í hann er þeir vilja sjá, hann en hann birtist sem fyrr segir með fyrri hlutanum fyrir sólarhring síðar. Myndirnar núna eru með meiri tengingu við Ísland og atburði sem minnst er í Paimpol og sagt var frá í formálanum.


  Ekknakrossinn þar sem sjómannskona skyggir eftir hvítum seglum


                                          Ekknakrossinn í Paimpol


                                                    Götunafn kennt við Ísland


                                    Íslandsbreiðstræti í nágrenni Paimpol


                                  Matseðill á Íslands veitingahúsinu í Paimpol


                                    Minningarskyldir i kirkjugarði í Paimpol


                      Minningarskyldir um drukknaða sjómenn á Íslandsmiðum


      Minningarskjöldur um 2000 drukknaða sjómenn © myndir Svafar Gestsson 2000

11.02.2010 21:03

Týr flytur Kristínu frá Hólmavík til Suðurnesja

Eftirfarandi frétt og myndir birtust í dag á vefnum holmavik.123.is og samkvæmt samkomulagi við Jón Halldórsson ritstjóra og ljósmyndara frá því í haust birti ég það hér:

Kristín gamla var sett um borð í varðskipið Týr í dag, Stína gamla á að fara suður á Suðurnes.
    5786. Kristín ST 61 tekin um borð í 1421. Tý í Hólmavík í dag © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is

Kristín ST 61 er eins og áður hefur komið fram í eigu sömu aðila og standa að Magnúsi KE 46

11.02.2010 20:15

Smábátahöfn í Flatey á Skjálfanda


               Smábátahöfn í Flatey á Skjálfanda © mynd Svafar Gestsson

11.02.2010 17:59

Skólaskip: Haftindur HF 123

Af og til hafa verið rekin skólaskip hér við land, sem farið hafa um landið og tekið skólakrakka í stuttar ferðir. Oftast hafa það verið skip í eigu ríkisins, s.s. varðskip eða hafrannsóknarskip. En í eina tíð var fiskibátur gerður að skólaskipi með styrk frá t.d. sveitarfélögum og áttu sum þau einnig hlut í bátnum. Hér birtist mynd af þeim báti.


                           Skólaskip: 472. Haftindur HF 123  © mynd Svafar Gestsson

11.02.2010 15:20

Skemmtiferðaskip á Akureyri


                          Skemmtiferðaskip á Akureyri © mynd Svafar Gestsson