Færslur: 2010 Febrúar

22.02.2010 00:00

Sigurbára VE 249 / Guðfinna Steinsdóttir ÁR 10 / Steindór GK 101

Þessi bátur sem var innlend smíði, lifði ekki nema í tæp 13 ár og á þeim tíma strandaði hann tvisvar og í síðara tilfellinum sá Ægir konungur um að ónýta hann með öllu og mátti áhöfnin þakka sínum sæla með að bjargast.


                             1510. Sigurbára VE 249 © mynd Snorrason


                1510. Sigurbára VE 249 © mynd Snorrason


                   1510. Sigurbára í Vestmannaeyjum © mynd Emil Páll


               1510. Guðfinna Steinsdóttir ÁR 10 © mynd Tryggvi Sig.


            1510. Guðfinna Steinsdóttir ÁR 10 © mynd Snorrason


                                 1510. Steindór GK 101 © mynd Emil Páll


                  1510. Steindór GK 101, á strandstað undir Krísuvíkurbjargi

Smíðanúmer 10 hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar hf., Seyðisfirði 1978. Afhentur 2. júní 1978.

Strandaði 6. mars 1981 við Maríuhliðið vestan ósa Jökulsár á Sólheimasandi. Náð út aftur 27. mars 1981 af Björgun hf. og endurbyggður hjá Slippstöðinni hf., Akureyri 1981.

Strandaði síðan aftur og nú undir Krísuvíkurbjargi 20. febrúar 1991 og urðu það örlög hans.

Nöfn: Sigurbára VE 249, Guðfinna Steinsdóttir ÁR 10 og Steindór GK 101.

21.02.2010 23:16

Mynd af fyrstu brúnni á Dalborgu EA 317

Hér fyrir neðan er fjallað um sögu togarans 1481 sem hér fyrst hér á landi Dalborg EA 317 og spurt um mynd af skipinu eins og það leit út fyrst. Komst ég með góðra manna hjálp yfir mynd af togaranum með fyrstu brúnni sem hann bar og birtist hún hér, auk þess að vera komin á færsluna sjálfa hér aðeins neðar og þá geta menn séð samanburðinn.


    1481. Dalborg EA 317, með fyrstu brúnna, brú sem nú er sumarbústaður við Svalbarðseyri © mynd snorrason

21.02.2010 21:23

Selfoss og Eríka GR 18-119

Hér koma nokkrar myndir af Selfossi sem var á leið til Reykjavíkur er hann sigldi fram hjá Garðskaga og eins er hann og Erika GR 18-119 mættust en Erika var að koma úr Helguvík og var á leið á loðnumiðin í Faxaflóa.


                                 Selfoss siglir fram hjá Garðskaga í dag


                                           Selfoss og Eríka GR 18-119


                 Hér eru þeir nánast að mætast, Selfoss og Eríka


             Selfoss kominn inn fyrir Garðskaga © myndir Emil Páll 21. febrúar 2010

21.02.2010 20:59

Vilhelm Þorsteinsson EA 11 í Helguvík í dag

Hér sjáum við tvær myndir af Vilhelm Þorsteinssyni EA 11 í Helguvík í dag.
     2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11 í Helguvík í dag © myndir Emil Páll 21. febrúar 2010

21.02.2010 20:50

Erika GR 18-119

Þessa myndasyrpu tók ég í dag þegar Eríka hafi mesta lagi um hálfra klukkustundar stopp í Helguvík, áður en hann fór á loðnumiðin í Faxaflóa.


  Eríka GR 18-119 á leið í Helguvík og þó nokkur veltingur var á henni, utar má sjá 2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11


                                         Erika út af Hólmsbergsvita


                                          Erika beygir inn í Helguvík


                      Enn einn veltingurinn og nú í innsiglingunni til Helguvíkur


                               Hér er Erika komin inn í Helguvík


                    Smáveltingur rétt áður en komið var inn fyrir sjóvarnargarðinn


            Eríka GR 18-119, í Helguvík í dag © myndir Emil Páll 21. febrúar 2010

21.02.2010 20:47

Enn í fjörunni

Enn liggur brak úr Svani KE 90 í fjörunni í Helguvík, en báturinn var kurlaður niður morgun einn fyrir nokkrum vikum.


    929. Svanur KE 90 eins og hann er í dag, í fjörunni í Helguvík © mynd Emil Páll 21. febrúar 2010

21.02.2010 14:01

Dalborg EA 317 / Eldeyjar-súla KE 20 / Sóley Sigurjóns GK 200 / Sóley Sigurjóns GK 208

Fyrsti íslenski rækjutogarinn með búnað til að sjóða og lausfrysta rækju um borð. Síðan átti hann eftir að fara í margar breytingar og hefur nú verið á söluskrá um tíma og því legið við bryggju þann tíma.


  1481. Dalborg EA 317, eins og hún leit út áður en skipt var um brú © mynd Snorrason


                                1481. Dalborg EA 317 © mynd Hafþór Hreiðarsson


                  1481. Eldeyjar - Súla KE 20 © mynd Hafþór Hreiðarsson


                       1481. Sóley Sigurjóns GK 200 © mynd Emil Páll 2008


             1481. Sóley Sigurjóns GK 200 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson


                       1481. Sóley Sigurjóns GK 208 © mynd Emil Páll 2009

Smíðanúmer 126 hjá Cantiere Navale M. Morini & Co., Amcona, Ítalíu. Kom til landsins 25. júní 1977, en fyrst til heimahafnar á Dalvík árið eftir. Endurbyggður 1988. Hækkaður, lenging, perustefni og fleiri breytingar gerðar hjá Nordship, skipasmíðastöðinni í Gdynia í Póllandi 1999.

Togarinn var fyrsti íslenski rækjutogarinn með búnað til að sjóða og lausfrysta rækju um borð.

Kaupsamningur við Eldey hf. undirritaður 23. des. 1990, en skipið ekki afhent fyrr en í feb. 1991.

Nöfn: Lucia Garau, Dalborg EA 317, Eldeyjar-súla KE 20, Sóley Sigurjóns GK 200 og núverandi nafn: Sóley Sigurjón GK 208.

21.02.2010 11:50

Þórshamar GK 75


                 1501. Þórshamar GK 75, á Djúpavogi © mynd Þór Jónsson


                            1501. Þórshamar GK 75 © mynd Þorgeir Baldursson


    1501. Stýrishús Þórshamars hjá brotajárnsfyrirtækinu Fornæs
í Danmörku.

Smíðanúmer 86 hjá Vaagland Baatbyggeri A/S í Vaagland, Noregi 1974. Kom í fyrsta sinn til Grinda´vikur 3. nóv. 1977. Innfluttur 1977, seldur aftur ú landi 1978 og keyptur síðan aftur hingað til lands 1979. Lengdur um 14 metra í Esbjerg, Danmörku 1996 -1997 og allt ofandekks þ.m.t. brú var sett nýtt á skipið.

Haustið 2001 var skipið notað í kvikmyndina Hafið sem tekin var upp á Neskaupstað og fékk þá leikendanafnið Hamar ÓF 25. Eftir það lá það að mestu í Reykjavíkurhöfn. Selt fyrir 12 milljónir í brotjárn, en kaupandi var danska fyrirtækið Formnæs ApS og sigldi skipið fyrir eigin vélarafli út í apríl 2004..

Nöfn: Götunes FD 350, Þórshamar GK 75, óþekkt nafn í Englandi og síðan aftur Þórshamar GK 75.

21.02.2010 09:31

Sólarlag við Kirkjubæ


                       Sólarlag við Kirkjubæ í Færeyjum © mynd Svafar Gestsson

21.02.2010 00:00

Fullt hús: Myndir með öllum 7 skráningunum

Skarðsvík SH 205 - Skarðsvík AK 205 - Ásborg EA 259 - Arney KE 50 - Steinunn SF 10 - Steinunn SF 107 og Hafursey VE 122


                  1416. Skarðsvík SH 205 © mynd Snorrason


           1416. Skarðsvík AK 205 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness


                                     1416. Ásborg EA 259 © mynd Tryggvi Sig.


                               1416. Arney KE 50 © mynd Markús Karl Valsson


                             1416. Arney KE 50 © mynd Snorrason


                                 1416. Steinunn SF 10 © mynd Þór Jónsson


                                 1416. Steinunn SF 10 © mynd Jón Páll


                          1416. Steinunn SF 107 © mynd Markús Karl Valsson


                              1416. Hafursey VE 122 © mynd Tryggvi Sig

Smíðanúmer 619 hjá Baatservice Verft A/S í Mandal, í Noregi 1975 og var fjórða skipið og síðasta í raðsmíðaverkefni fyrir íslenska aðila. Systurskipin voru Gullberg VE, Huginn VE og Árni Sigurður AK. Yfirbyggður 1977.

Hann kom nýr hingað til lands á eftir Árna Sigurði þó svo að Árni Sig. hefði hærra númer.
En Batservice Verft A/S samdi við aðra stöð um smíðina á Skarðsvíkinni,en afhendingaraðilinn er samt sá er samið var um smíðina við. Kom í fyrsta sinn til heimahafnar á Hellissandi 13. mars 1975.

Báturinn lá við bryggju í Njarðvík þann tíma sem hann var í eigu Nesfisks ehf., í Garði, en færður inneftir 6. sept. 2005 og var þar þangað til hann var seldur til Vestmannaeyja á síðasta ári.

Nöfn: Skarðsvík SH 205, Skarðsvík AK 205, Ásborg EA 259, Arney KE 50, Steinunn SF 10, Steinunn SF 107 og núverandi nafn: Hafursey VE 122.

20.02.2010 20:00

Ólafur Bekkur ÓF 2
                                    1281. Ólafur Bekkur ÓF 2 © myndir Þór Jónsson

20.02.2010 17:46

Færeysk loðnuskip við Ísland

Eftirfarandi má sjá og lesa á vefnum joanisnielsen.fö dagsett í gær, og að sjálfsögðu á færeysku:

Tey føroysku nóta- og trolskipini fiska lodnu

Fagraberg fór av Havnini í gjár
Norðborg hevur í nakrar dagar fiskað lodnu við Ísland, teir royna á leiðini við Vestmannaoyggjarnar.

Fagraberg fór á lodnuveiðu í gjár, tað fór Saksabeg eisini.

Í kvøld fer Finnur Fríði av Fuglafirði, teir fara eisini á lodnuveiðu við Ísland.

Leygardagin fer Jupiter, sum liggur á Fuglafirði, teir fara eisini til Ísland.

Saksaberg fór av Kollafirði í gjár

20.02.2010 16:01

Smyrill
                               Smyrill © myndir Svafar Gestsson

20.02.2010 13:07

Aðalbjörg II RE 236 nær sokkin

 Aðalbjörg II RE 236  var nær sokkin við bryggju í Þorlákshöfn í morgun. Tókst að dæla upp úr henni og koma í veg fyrir að hún sykki.


                                  1269. Aðalbjörg II RE 236 © mynd Emil Páll

20.02.2010 12:05

Bátur sökk á Hólmavík

Mynd og texti af vef Björgunarsveitarinnar Dagrenning:


Í gær 19.02.10 kl 10:30 var björgunarsveitin beðin um að aðstoða við að ná bát upp sem sökk við smábátahöfnina um nóttina. Bundnir voru belgir á bátinn, og var hann síðan skorin frá og dregin yfir að gömlu bryggju af Steinnunni ST. Byrjað var að hífa í bátin og lensa úr honum og var hann svo hífður á land. Aðgerðinni var loki KL.13.15 og voru engar sjáanlegar skemmdir á bátnum.