Færslur: 2010 Febrúar

14.02.2010 12:28

Um borð í Björgu Jónsdóttur


                   Um borð í Björgu Jónsdóttur © mynd Svafar Gestsson

14.02.2010 09:54

Sólfell EA, Eyborg EA o.fl. í höfn á Akureyri

Hér birtist ein, 16 ára gömul frá Akureyrarhöfn og þarna má þekkja ýmis nöfn. Þó aðeins séu nefnd tvö þeirra. Mynd þessi er tekin af Svafari Gestssyni.


       161. Sólfell EA 640 og 217. Eyborg EA 59 við bryggju á Akureyri, en fleiri þekkja örugglega glöggir menn © mynd Svafar Gestsson 1994

14.02.2010 09:38

Stapi GK 8


                                  6846. Stapi GK 8 © mynd Svafar Gestsson

14.02.2010 00:00

Ljósafell SU 70 og Hoffell SU 80

Nú birtist myndasyrpa með tveimur Austfjarðartogurum, þeim  1277. Ljósafelli SU 70 og 1275. Hoffelli SU 80. Um er að ræða myndir eftir Þór Jónsson.


                                                      1277. Ljósafell SU 70
                             1275. Hoffell SU 80 © myndir Þór Jónsson

13.02.2010 20:57

Nordborg KG 689 í Keflavík

Hið glæsilega veiði- og verksmiðjuskip Færeyinga Norðborg KG 689, hafði í kvöld stutta viðdvöl á ytri-höfninni í Keflavík, en léttbátur skipsins sótti þrjá menn í land og síðan var farið aftur. Þar sem dimmt var orðið er hér um að ræða algjöra næturmynd.
Svona til að menn sjái hvernig skipið er í dagsbirtu, birti ég líka mynd af því fengna af MarineTraffic


      Nordborg KG 689, á ytri-höfninni í Keflavík í kvöld © mynd Emil Páll 13. feb. 2010


                            Nordborg KG 689 © mynd Vonin Ltd / MarineTraffic

13.02.2010 17:54

Af loðnumiðunum í dag: Erika og Vilhelm Þorsteinsson

Okkar maður á loðnuveiðunum Svafar Gestsson, vélstjóri á Jónu Eðvalds SF 200 sendi okkur eftirfarandi myndir af veiðum dagsins, ásamt meðfylgjandi texta:

Hér eru nokkrar myndir frá því í dag en við vorum á veiðum vestan við Reykjanes ásamt Vilhelm Þorsteins og Eriku.

Við tókum skamtinn 700 tonn í 3 köstum og gáfum síðan Eriku 40-50 tonn og Vilhelm 100 tonn úr síðasta kastinu.

Höldum nú til Hafnar í löndun.

Í framhaldi af ábendingu hér fyrir neðan myndirnar hef ég breytt þeim, þannig að nafn Nordborgarinnar var tekið út.


                                              Erika GR-18-119 ex Birtingur NK


                                          2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11


                                                 Kajakokkarnir á Eriku


                                                      Mjög gott kast


                             2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11 og Erika


     2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11 © myndir Svafar Gestsson 13. febrúar 2010

13.02.2010 17:51

Indra yfirgefur Stakksfjörðinn

Hér er það olíuskipið Indra sem var að losa í Helguvík og sést það taka strauið út Stakksfjörð eftir losun nú á sjötta tímanum í dag


                    Indra, á siglingu út Stakksfjörð © mynd Emil Páll 13. febrúar 2010

13.02.2010 13:27

Úr Kópavogshöfn í morgun - Ákinn - Bragi - Leó II, Glær - óþekktur

Gunnar Th. var niðri við Kópavogshöfn í morgun og tók þá eftir óþekktum bátsskrokk sem þangað var kominn og í framhaldi af því tók hann eftirfarandi myndir á síma sinn og sendi mér. Með myndunum fylgdi svohljóðandi texti:

Þessi á vagninum birtist þegar dagaði. Hann hefur líklega lent þarna í gærkvöldi. Hvort hann er að koma eða hvert hann er að fara veit ég ekki. Þetta er auðsjáanlega nýr bátur. Kannski veit einhver meira ......

 Svo eu þarna Ákinn, sem mér skilst að Árni Kópsson eigi núna. Hann var eitt sinn ferðabátur á Djúpinu vestra, og hét þá Eyjalín. Kjartan Hauksson kafari og stór-Ísfirðingur hafði sitthvað við þá nafngift að athuga: "Ef ég ætti fatahreinsun í Vestmannaeyjum myndi hún heita Eyjalín"  sagði Kjartan. Eyjalín/Áki er vélalaus, tveggja véla settið er á bak og burt og við blasa tvö göt á gaflinum.

 Hinir tveir, Bragi og Glær eru líklega bara í geymslu, virðast vera í standi báðir tveir.

 Leó ll  ÞH. birtist á Snarfarasvæðinu á dögunum. Hann er orðinn frekar hrörlegur en eflaust ætlar einhver að koma honum í stand. Viljinn dregur hálft hlass, hugurinn ber menn hálfa leið og þá eru báðir helmingarnir komnir. Bara mála og setja á flot!


                                                        1688. Leó II ÞH 66


                                                1688. Leó II ÞH 66


                                                       6347. Bragi RE 2


                                              7428. Glær KÓ 9


                                                       Ákinn


                                                 Óþekktur bátsskrokkur


      Óþekktur bátsskrokkur © SÍMAmyndir Gunnar Th. í  Kópavogi 13. febrúar 2010

13.02.2010 13:07

Kristín og Erling Brim

Báturinn sem í gær kom frá Hólmavík til Keflavíkur og sagt var frá sl. nótt er nú kominn við verkstæði Ísgogga í Njarðvík og tók ég þá þessa mynd af honum í björtu svo og mynd af Erling Brim eiganda bátsins um borð.


                                  5796. Kristín, komin á land í Njarðvík


    Erling Brim Ingimundarson um borð í Kristínu í morgun © mynd Emil Páll 13. febrúar 2010

13.02.2010 13:01

Sólveig GK 311

Í gær birti ég mynd af bláum plastbáti og gömlum ónýtum trébáti á Norður-Flankastöðum í Sandgerði og sögu þeirra beggja. Gunnar Th. kom með skemmtilega umfjöllun fyrir neðan myndina og frásögina og því fannst mér réttast er ég rakst á mynd af eikarbátnum, meðan hann var bátur að bera myndina undir hann og fékk þessa umfjöllun til baka:

Þetta er sama Sjöfnin og ég hélt. Húsið er auðþekkt, en fyrir vestan var hún hvít á skrokkinn en brún ofan, og þessi skelfilegi guli litur víðs fjarri.


Að öðru leiti vísast í umfjöllunina í gær.


                         1657. Sólveig GK 311, í Sandgerði © mynd Emil Páll 1990

13.02.2010 12:59

Súlan EA 300 í Keflavíkurhöfn


   1060. Súlan EA 300 í súldinni í Keflavíkurhöfn nú í hádeginu, en loðnu var landað úr skipinu í Helguvík í gær © mynd Emil Páll 13. febrúar 2010

13.02.2010 09:46

Um borð í írskri skútu


    Um borð í Írskri skútu, Svafar Gestsson lengst til hægri © mynd í eigu Svafars Gestssonar

13.02.2010 09:43

Vélstjórar


        Vélstjórar: Birgir Gunnlaugsson, vélstjóri á Eriku GR 18-1119 og Svafar Gestsson til hægri © mynd í eigu Svafars Gestssonar

13.02.2010 09:40

Vélsími


                                         © mynd Svafar Gestsson

13.02.2010 00:00

Týr kom með á þilfari, Kristínu ST til Keflavíkur

Eins og fram kom fyrir nokkrum dögum tók varðskipið Týr það að sér að flytja trillubátinn Kristínu ST 61 frá Hólmavík til Suðurnesja. Kom skipið um sólarhring síðar til Keflavíkur þ.e. í gær, föstudag um kvöldmatarleitið. En nú er víst kominn nýr dagur þegar þetta er skrifað, þó aðeins séu nokkrir klukkutímar síðan skipið kom. Tók ég eftirfarandi myndasyrpu við það tækifæri, en flestar myndirnar eru teknar samkvæmt getu myndavélarinnar, þ.e. án flass, en þó voru aðstæður þannig að í örfáum tilfellum greip ég til nætursjónaukans á vélinni og þá komu þessar grænu myndir. Er þetta gert þar sem dimman var að taka yfirhöndina þegar Týr kom að bryggju í Keflavík.


   1421. Týr kemur að landi í Keflavík, með 5796. Kristínu ST 61, fyrir aftan þyrluskýlið


                       5796. Kristín við hliðina á léttbáti varðskipsins


                                  Kristín um borð í Tý við komuna til Keflavíkur


                                       Beðið eftir bílkrana til að hífa bátinn í land


           Hífing hafin yfir á vörubílinn sem flutti bátinn, þar sem hann verður geymdur


                                               Báturinn laus frá varðskipinu


     Hér er báturinn ásamt vagninum sem var undir honum að nálgast vörubílspallinn


   Hér er búið að slaka bátnum niður á bílpallinn © myndir Emil Páll 12. febrúar 2010