Færslur: 2010 Janúar
27.01.2010 09:40
Dóri á Býja GK 101
Þegar ég birti myndasyrpuna um bát með skipaskrárnúmerið 62, vantaði aðeins eina mynd í seríuna en það var að bátnum er hann hét Dóri á Býja GK 101. Nú hefur Gunnlaugur Torfason, sem er dóttursonur Gunnlaugs Karlssonar, (Gulla á Voninni) bjargað mér og sent mér tvær myndir af bátnum undir þessi nafni, en hann var skipverji á honum 1994. Svo skemmtilega vill til að á annarri myndinni sést vinur minn Árni heitinn Vikarsson í brúarglugganum. - Sendi ég Gunnlaugi kærar þakkir fyrir þetta.
62. Dóri á Býja GK 101, kemur inn til Sandgerðis
Árni heitinn Vikarsson í brúarglugganum á Dóra á Býja © myndir Gunnlaugur Torfason 1994
27.01.2010 09:31
Þorsteinn EA 810 og Oddeyrir EA 210
1903. Þorsteinn EA 810
1903. Þorsteinn EA 810 og 1046. Oddeyrin EA 210
1046. Oddeyrin EA 210
1046. Oddeyrin EA 210 © myndir Þór Jónsson
27.01.2010 00:00
Plastbátar - þilfarsbátar og opnir bátar
1901. Höfrungur SU 68
1910. Glaður SU 97
1915. Tjálfi SU 63
7057. Birna SU 147
7104. Már SU 145
Arnar
Orri © myndir Þór Jónsson
26.01.2010 22:00
Björn lóðs
1007. Björn lóðs © mynd Þór Jónsson
Smíðaður hjá Skipasmíðastöð Jóhanns L. Gíslasonar, í Hafnarfirði 1966 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Kom til heimahafnar í fyrsta sinn 12. maí 1966. Rak upp austan við Þinganessker 8. febrúar 1990 og brotnaði í spón.
Þegar báturinn fórst var verið að ljúka við að aðstoða ms. Keflvíking KE 100 út út Hornafjarðarhöfn. Þrátt fyrir að Keflvíkingur veitti bátnum skjól fyrir brotum tókst það ekki þar sem vélin Björns Lóðs stoppaði. Var þá eina skipverjanum bjargað um borð í Keflavíking, en lóðsbáturinn brotnaði í spón.
Báturinn bar aðeins þetta eina nafn.
26.01.2010 20:09
Æskan SF 140
936. Æskan SF 140 © mynd Þór Jónsson
Smíðaður hjá Odense Træskibswærft, í Odense, Danmörku 1963. Nýtt stýrishús frá Daníelsslipp í Reykjavík sett á skipið á áttunda áratugnum. Var á leið frá Grindavík til nýrra eigenda á Patreksfirði er hann sökk rétt sunnan við Látrabjarg 15. júlí 2000.
Nöfn: Æskan SI 140, Æskan SF 140, Æskan II SF 141, Drangavík VE 555, Friðrik Bergmann SH 240, Bervík SH 342 og Æskan SH 342.
26.01.2010 20:01
Bragi SU 210
355. Bragi SU 210 © mynd tekin á Breiðdalsvík á árunum 67-70 og er hún skönnuð af litskyggnu úr stóru safni sem Sigurður Þorleifsson tengdarfaðir Þórs Jónssonar tók og gaf honum.
Smíðaður í Brooklyn, New York, USA 1944, eftir teikningu Bárðar Tómassonar, Ísafirði. Stækkaður 1966. Talinn ónýtur 1971. Sökkt undan Dalatanga 15. sept. 1971.
Fyrsti báturinn sem smíðaður hefur verið fyrir íslendinga í Bandarríkjunum.
Nöfn: Bragi GK 415, Bragi RE 250, Bragi SI 44, og Bragi SU 210.
26.01.2010 16:56
Skinney SF 30
250. Skinney SF 30 © mynd Þór Jónsson
Smíðanúmer 31 hjá Örens Mek. Verksted A/S sem skelveiðiskip. Yfirbyggt 1981 og 1982. Seldur til Noregs 22. apríl 2008 og fór síðan í brotajárn í apríl ári síðar.
Fyrirtækið TC Offshore ehf., í Keflavík ætlaði að kaupa skipið og nota sem þjónustuskip fyrir oliuiðnaðinn í Norðursjó, en ekkert varð af því og fór það því í pottinn fræga.
Nöfn: Ísleifur IV 463, Ísleifur IV ÁR 66, Ísleifur IV Ár 463, Skinney SF 30 og Skinney.
26.01.2010 15:55
Garðey SF 22 og Skógey SF 53
126. Garðey SF 22 og 974. Skógey SF 53 © mynd Þór Jónsson
26.01.2010 14:11
Vörður EA 748 o.fl í myndasyrpu

2740. Vörður EA 748 og 2262. Sóley Sigurjóns GK 200 í Njarðvík í morgun

Í Njarðvíkurhöfn rétt fyrir hádegi

2740. Vörður EA 748

Látið úr höfn í hádeginu í dag

Beygjan fyrir hafnargarðinn

Þá er komið út úr innsiglingamerkjunum

Stefnan sett á fulla ferð út Stakksfjörðinn

Út af Vatnsnesi mætast 1420. Keilir SI 145 og 2740. Vörður EA 748 © myndir Emil Páll 26. janúar 2010
26.01.2010 14:01
VS, VK, VE, GS eða GK?

Það er sjálfsagt erfitt að lesa úr þessu númeri, en nánar um það á næstu mynd

Hér er á ferðinni 2101. Sægrímur GK 525 © myndir Emil Páll 26. janúar 2010
26.01.2010 13:14
Jón Kjartansson SU 111
155. Jón Kjartansson SU 111 © mynd Þór Jónsson
26.01.2010 13:10
Júpiter ÞH 61
130. Júpiter ÞH 61, á Djúpavogi © mynd Þór Jónsson
26.01.2010 11:35
Síldarflotinn - Djúpavogur og Húsavík
Síldarflotinn © mynd Þór Jónsson
Á Djúpavogi © mynd Þór Jónsson
Á Húsavík © mynd Þór Jónsson
26.01.2010 00:00
Örn KE 13 - Freyr GK 157 - Fjölnir GK 7 - Beitir NK 123 - Krossanes SU 5
1012. Örn KE 13
1012. Örn KE 13
1012. Örn KE 13 og 11. Freyr GK 157
1135. Fjölnir GK 7
226. Beitir NK 123
226. Beitir NK 123
1020. Krossanes SU 5 © myndir Þór Jónsson
