Færslur: 2009 Nóvember
20.11.2009 23:16
Drukkinn skipstjóri á 111 metra löngu skipi

Nordfjord © mynd Theo Kruizinga
Lögreglan í Borgarnesi handtók skipstjóra á flutningaskipi í Grundartangahöfn í kvöld. Tollverðir sem fóru um borð í skipið létu lögreglu vita af því að skipstjórinn gæti verið ölvaður, þar sem hegðun hans þótti bera vitni um það. Maðurinn var látinn blása í mæli og kom þá í ljós að hann var undir áhrifum, en skipið sem hann stjórnaði drukkinn er mjög stórt. Það er 111 metra langt og flytur hráefni til stóriðjunnar á Grundartanga. Maðurinn var færður á lögreglustöð þar sem blóðsýni var tekið úr honum og hann yfirheyrður. Að því loknu var honum ekið aftur til skips þar sem honum var gert að sofa úr sér. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Borgarnesi eru svona uppákomur ekki algengar í þeirra umdæmi.
Heimild: mbl.is
Skrifað af Emil Páli
20.11.2009 22:23
Dofri HU 87 / Hafborg KE 12 / Geisli SH 41
1587. Dofri HU 87 © mynd Emil Páll 1990
1587. Hafborg KE 12, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll 2008
1587. Geisli SH 41, í höfn í Ólafsvík © mynd Emil Páll í ágúst 2009
Smíðanr. 461 hjá Bátalóni hf. Hafnarfirði 1981. Afhentur 1. apríl 1981.
Nöfn: Már NS 87, Siggi Bjarna NK 87, Siggi Bjarna BA 35, aftur Siggi Bjarna NK 87, Æður HU 87, Dofri HU 87, Hafborg KE 12, Hafborg SF 116, Hafborg GK 114, Jóhann Jónsson BA 80, Hafborg GK 114, Hafboreg BA 80, Hafborg SU 4, aftur Hafborg KE 12 og Geisli SH 41.
Skrifað af Emil Páli
20.11.2009 21:50
Sigurður Bjarnason EA 450 / Mánatindur GK 240
181. Sigurður Bjarnason EA 450 © mynd Snorri Snorrason
181. Mánatindur GK 240, í Njarðvík © mynd Emil Páll
Smíðanúmer 402 hjá V.E.B. Volkwerft Stalsund, Þýskalandi 1958 og var eitt af 12 systurskipum sem gengu undir nafnin Tappatogari. Úreltur í sept. 1983. Seldur Stálfélaginu til bræðslu, en dreginn til Grimsby í Englandi í sept. 1984.
Nöfn: Sigurður Bjarnason EA 450, Hafnarnes SI 77, Mánatindur SU 95 og Mánatindur GK 240.
Skrifað af Emil Páli
20.11.2009 21:15
Hafborg GK 99
516. Hafborg GK 99 © mynd úr safni Jóhanns Þórlindssonar
516. Hafborg GK 99, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll
Smíðaður í Njarðvík 1946. Dreginn logandi til hafnar í Sandgerði, af Freyr KE 98, eftir að eldur hafði komið upp í bátnum 7 sm. NA af Garðskaga 9. okt. 1974. Talinn ónýtur. Flakið dregið undir Vogastapa 20. okt. 1974 og brennt þar.
Nöfn: Sæfari ÍS 360 og Hafborg GK 99.
Skrifað af Emil Páli
20.11.2009 21:06
Guðborg NS 36
532. Guðborg NS 36, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll 1991
Smíðaður á Siglufirði 1957. Leki kom að bátnum í Keflavíkurhöfn 13. jan. 1991. Dældi Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja upp úr bátnum, en hann var talinn óviðgerðarhæfur á eftir og brenndur á áramótabrennu ofan við Innri-Njarðvík 31. des. 1991, en þó ekki tekinn af skrá fyrr en 16. feb. 1994.
Nöfn: Anna ÓF 7, Hafrún EA 154, Guðborg NS 36 og Guðborg KE 88.
Skrifað af Emil Páli
20.11.2009 20:52
Happasæll KE 94
38. Happasæll KE 94 © mynd Emil Páll
Smíðaður í Florö í Noregi 1959, sem farþegaskip og var breytt í fiskiskip 1982. Kom fyrst sem Happasæll til heimahafnar í Keflavík 14. ág. 1982. Úreltur i maí 1986. Sökkt 70 sm. SV af Reykjanesi 18. júlí 1986.
Bar aðeins tvö nöfn: Drangur og Happasæll KE 94.
Skrifað af Emil Páli
20.11.2009 18:05
Baldur EA 23 / Már GK 55
23. Baldur EA 12 © mynd Snorri Snorrason
23. Már GK 55, í höfn í Grindavík © mynd Emil Páll
Smíðaður í Branderburg, Þýskalandi 1961, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Lagt 1989, úreltur 1990. Afskráður 1. júlí 1992. Stóð uppi í Slippnum í Reykjavík þar til hann var rifinn um áramótin 1993/´94.
Nöfn: Baldur EA 12 og Már GK 55.
Skrifað af Emil Páli
20.11.2009 18:01
Jósef Geir ÁR 36
1266. Jósef Geir ÁR 36 í höfn í Reykjavík © mynd Emil Páll
Smíðanr. 12. hjá Skipavík hf. Stykkishólmi 1972 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Sökk 26. mars 1991 út af Knarrarósvita við Þorlákshöfn.
Nöfn: Bar aðeins þetta eina nafn.
Skrifað af Emil Páli
20.11.2009 16:13
Unnur ST 21, sýnir listir sínar
Hér birtist smá myndasyrpa af bát sem heitir Unnur ST 21 og er frá Drangsnesi. Myndirnar tók Árni Þór Baldursson í Odda.




6822. Unnur ST 21 © myndir Árni Þór Baldursson í Odda 2009
6822. Unnur ST 21 © myndir Árni Þór Baldursson í Odda 2009
Skrifað af Emil Páli
20.11.2009 16:07
Kristbjörg ST 6 tekin á land
7363. Kristbjörg ST 6, tekin á land © myndir Jón Halldórsson í okt. 2009
Skrifað af Emil Páli
20.11.2009 15:52
Hólmsteinn yfirgefur Sandgerði og kemur heim í Garðinn
Flutningurinn á Hólmsteini frá Sandgerði til Garðskaga gekk eins og lygin einasta eftir hádegi í dag. Birti ég hér mynd af bátnum er hann yfirgefur Sandgerði og aðra er hann kemur í Garðinn.

573. Hólmsteinn, yfirgefur Sandgerði í dag

573. Hólmsteinn, komin í sína gömlu heimahöfn Garðinn © myndir Emil Páll 20. nóv. 2009
Smíðaður hjá Dröfn hf. Hafnarfirði 1946. Ákveðið að gera skipið af safngripi á Garðskaga 2008, en var ekki fluttur út eftir fyrr en í dag 20. nóv. 2009. Sökk í Sandgerðishöfn, föstudaginn 16. okt. 2009, eftir að Ásdís GK 218, hafði siglt utan í hann, er gírinn bilaði. Köfunarþjónusta Sigurðar ehf., kom á vettvang og bjargaði bátnum á flot aftur degi síðar. Síðan sá sama fyrirtæki um að taka bátinn á þurrt land og flytja að Garðskaga í dag 20. nóv. 2009.
Nöfn: Hafdís GK 20 og Hólmsteinn GK 20 frá 1958 eða í 50 ár.
573. Hólmsteinn, yfirgefur Sandgerði í dag
573. Hólmsteinn, komin í sína gömlu heimahöfn Garðinn © myndir Emil Páll 20. nóv. 2009
Smíðaður hjá Dröfn hf. Hafnarfirði 1946. Ákveðið að gera skipið af safngripi á Garðskaga 2008, en var ekki fluttur út eftir fyrr en í dag 20. nóv. 2009. Sökk í Sandgerðishöfn, föstudaginn 16. okt. 2009, eftir að Ásdís GK 218, hafði siglt utan í hann, er gírinn bilaði. Köfunarþjónusta Sigurðar ehf., kom á vettvang og bjargaði bátnum á flot aftur degi síðar. Síðan sá sama fyrirtæki um að taka bátinn á þurrt land og flytja að Garðskaga í dag 20. nóv. 2009.
Nöfn: Hafdís GK 20 og Hólmsteinn GK 20 frá 1958 eða í 50 ár.
Skrifað af Emil Páli
20.11.2009 15:45
Búddi KE 9
13. Búddi KE 9, kemur inn til Sandgerðis í dag © mynd Emil Páll 20. nóv. 2009
Smíðaður hjá Brandernburg/Havel, í Brandenburg, Þýskalandi 1961, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Kom til Keflavíkur um páskana 1961. Lengdur um miðu og að aftan og skuturinn sleginn út hjá Ósey hf. Hafnarfirði 1995.
Nöfn: Árni Þorkelsson, KE 46, Andvari KE 93, Blátindur VE 30, Snætindur ÁR 88, Gulltoppur ÁR 321, Litlaberg ÁR 155 og núverandi nafn Búddi KE 9.
Skrifað af Emil Páli
20.11.2009 13:08
Magnús GK 64 og Líf GK 67
Þessir bátar sigldu fram hjá mér, þegar ég var að mynda hífingu Hólmsteins úr Sandgerðishöfn í morgun
7432. Magnús GK 64
7463. Líf GK 67 © myndir Emil Páll í Sandgerði í morgun 20. nóv. 2009
Skrifað af Emil Páli
20.11.2009 12:15
Hólmsteinn kominn á land
Nú rétt fyrir hádegi var Hólmsteinn GK hífður á land í Sandgerðishöfn, en eftir að hafa verið þrifinn á bryggjunni verður hann eftir hádegi keyrður á framtíðarstað sinn á Garðskaga, þar sem Byggðasafnið mun sjá um varðveislu hans. Var það Köfunarþjónusta Sigurðar ehf., sem sá um að koma bátnum á land og út á Garðskaga.
Hér er báturinn kominn upp á bryggju í Sandgerði í dag
Það var ekki vanþörf á að háþrýstiþvo bátinn áður en hann væri fluttur í Garðinn
573. Hólmsteinn GK 20, eins og hann var áður fyrr og nú er spurning hvort hann fái þetta gamla útlit aftur © myndir Emil Páll 20. nóv. 2009, og á tíunda áratug síðustu aldar, sú sem er af bátnum eins og hann var áður.
Skrifað af Emil Páli
20.11.2009 00:00
Gömlu togararnir
Njörður Brutto 341 smálestir vélaafl 600 hp Eigandi Njörður h/f Reykjavík
Ólafur Brutto 339 smálestir vélaafl 600 hp Eigandi Alliance h/f Reykjavík
Rán Brutto 262 smálestir vélaafl 400 hp Eigandi Höfrungur h/f Hafnarfirði
Þorgeir Skorargeir Brutto 269 smálestir Eigandi Kári h/f Viðey
Þórólfur Brutto 403 smálestir vélaafl 800 hp Eigandi Kveldúlfur h/f Reykjavík
© myndir úr safni Svafars Gestssonar
Skrifað af Emil Páli
