Færslur: 2009 Nóvember
24.11.2009 20:18
Jarl KE 31 / Margrét HF 20
259. Jarl KE 31, fyrir yfirbyggingu © mynd Emil Páll
259. Jarl KE 31, eftir yfirbyggingu © mynd Emil Páll
259. Jarl KE 31 © mynd Emil Páll
259. Margrét HF 20, í Þorlákshöfn © mynd Emil Páll í okt. 2009
Smíðanr. 165 hjá A/S Framnes Mek. Verksted, Sandefjord, Noregi 1964. Lengdur 1966. Yfirbyggður við bryggju í Keflavík frá sept. 1982 til feb. 1983 af Vélsmiðju Sverre Steingrímsen hf. í Keflavík.
Báturinn hefur borið 13 skráningar og 34 eigandabreytingar.
Nöfn: Súlan EA 300, Súlan EA 310, Stígandi ÓF 30, Stígandi RE 307, Jarl KE 31, Valdimar Sveinsson VE 22, Beggi á Tóftum VE 28, Beggi á Tóftum SF 222, Bervík SH 143, Klængur ÁR 20, Margrét ÁR 20, Margrét SK 20 og núverandi nafn: Margrét HF 20
24.11.2009 19:13
Hrönn GK 240 / Hrönn HU 15
589. Hrönn Gk 240 © mynd af teikningu Emil Páll
589. Hrönn GK 240 © myndaúrklippa úr safni Emils Páls
589. Hrönn HU 15, brunarústir á Fitjum í Njarðvík © mynd Emil Páll 1988
Smíðanr. 3 hjá Dráttarbraut Keflavíkur hf., Keflavík 1944. Dæmd ónýt vegna fúa 6. sept. 1967. Rennt á land á Fitjum í Njarðvík, rétt sunnan við Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. og brennd þar. Flakið var hálfbrunnið þar til 20. sept. 1990 að það var fjarlægt.
Egill Þorfinnsson, Keflavík teiknaði bátinn og var þetta fyrsti báturinn sem hann teiknaði og smíðaði.
Nöfn: Hrönn GK 240 og Hrönn HU 15.
24.11.2009 18:06
Sæborg RE 20
47. Sæborg RE 20, í Reykjavíkurhöfn © mynd úr safni Emils Páls
Smíðaður í skipasmíðastöð Nóa Kristjánssonar, Akureyri 1943 eftir teikningu Rafns Péturssonar. Brann og sökk út af Malarrifi 11.sept. 1975.
Nöfn: Fagriklettur GK 260 og Sæborg RE 20.
24.11.2009 18:01
Steinunn RE 32
50. Steinunn RE 32, í Hafnarfirði © mynd Emil Páll
Smíðaður í Frederikssund, Danmörku 1956. Úrelt í okt. 1979.
Hefur aðeins borið tvö nöfn þ.e.: Fákur GK 24 og Steinunn RE 32.
24.11.2009 17:47
Guðmundur Þórðarson RE 70
66. Guðmundur Þórðarson RE 70 á ytri höfninni í Reykjavík © mynd Snorri Snorrason
66. Guðmundur Þórðarson RE 70 © mynd Emil Páll
Smíðanr. 10 hjá Haugsdal, Strausshamn, Noregi 1957. Dæmdur ónýtur í okt 1979 og dreginn úr landi til niðurrifs.
Nöfn: Guðmundur Þórðarson RE 70, Valafell SH 227 og aftur Guðmundur Þórðarson RE 70.
24.11.2009 17:35
Vatnsnes KE 30
327. Vatnsnes KE 30, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll
327. Vatnsnes KE 30, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll
Smíðaður í Nyköbing, Danmörku 1955, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Kom í fyrsta sinn til heimahafnar á Dalvík 28. des. 1955. Úrelding 1. des. 1981. Sökkt N af Hraunum 9. júní 1982.
Nöfn: Bjarmi EA 760, Gullvík KE 45, Vatnsnes KE 30, Vatnsnes KE 130 og Stafnes KE 130.
24.11.2009 14:57
Aðalvík KE 95
1348. Aðalvík KE 95, í Njarðvík, nýkomið til landsins © mynd Emil Páll 1974
Smíðanr. 70 hjá Maritima De Axpe, Bilbao, Spáni 1974. Sjósettur 17. apríl 1973. Selt til Namibíu í júní 2001.
Nöfn: Aðalvík KE 95, Drangey SK 1, Eyvindur Vopni NS 70, Óseyri ÍS 4, Skúmur GK 111, Helga II RE 373, Khomas, Khoma II
24.11.2009 13:01
Við Bátalón fyrir einhverjum tugum ára
Við Bátalón í Hafnarfirði, fyrir einhverjum tugum ára © mynd Emil Páll
24.11.2009 12:57
Frá Grindavík
Frá Grindavík, fyrir einhverjum tugum ára og þarna má þekkja m.a. Gylfa Örn GK 303 og Sigrúnu GK 380 © mynd Emil Páll
24.11.2009 12:47
Bergvík KE 22
1285. Bergvík KE 22, kemur til Keflavíkur í fyrsta sinn © mynd Emil Páll 1979
Smíðanr. 109 hjá Flekkifjord Slipp & Maskinfabrikk í Flekkifjord í Noregi 1972. Eftir að hafa verið að lokum selt aftur til Noregs 22. sept. 1972, var því lagt þar í okt 1992. Síðan selt til Pólands og sett aftur á skrá í sept. 1997.
Skipið var selt úr landi upp í nýtt skip í jan 1979, en Alþingi heimilaði 30. mars 1979 innflutning á því að nýjuog því fór það í raun aldrei út til norskra eiganda.
Nöfn: Júlíus Geirmundsson ÍS 270, Júlíus Geirmundsson ÍS 279, Bergvík KE 22, Skagfirðingur SK 4, Skagfirðiingur og Hornsund GDY 153 og er enn í Póllandi.
24.11.2009 00:00
Ghana
Mastrið málað
Mathías að læra á tölvu
Menn á dekki
Menn og fiskur í móttöku
Mikill fiskur á dekki
Móttakan © myndir Svafar Gestsson
23.11.2009 23:08
Fyrsti Gulldepluafli vetrarins
Skipverjar á Faxa RE 9 fengu í kvöld um 100 tonn af gulldeplu í Grindavíkurdýpi suður af Reykjanesi. Mun þetta vera fyrsti gulldepluaflinn á vertíðinni, en Hoffellið frá Fáskrúðsfirði leitaði gulldeplu fyrir nokkrum vikum og síðar Ísleifur frá Vestmannaeyjum
Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu komu 38.339 tonn af gulldeplu á land á síðasta vetri, en fiskinn var fyrst farið að veiða sérstaklega í sérútbúin troll um og upp úr síðustu áramótum. Verðmæti gulldeplu á síðustu vertíð er áætlað tæpir tveir milljarðar króna. Mikil óvissa er um loðnuvertíð í vetur og vegna sýkingar í íslensku sumargotssíldinni eru aflaheimildir mun minni en undanfarin ár. Er gulldeplan því búbót fyrir margar útgerðir.
Heimildir: mbl.is og heimasíða Faxa RE 9.
23.11.2009 22:51
Var frægt aflaskip í denn
428. Njörður GK 168 © mynd Emil Páll
Smíðanr. 7 hjá Skipasmíðastöðinni Dröfn hf. í Hafnarfirði 1954, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Smíðin hófst 5. okt. 1953 og báturinn hljóp af stokkum 18. júlí 1954 og fór í reynslusiglingu 12. júlí 1953 og gekk þá 9 sjómílur. Dæmdur ónýtur í nóv. 1980 og brenndur undir Vogastapa 3. júní 1981.
Eldri sjómenn muna örugglega eftir Víði II úr Garði, eða Freyju úr Garði.
Nöfn: Víðir II GK 275, Freyja GK 110, Njörður SH 168 og Njörður GK 168.
23.11.2009 20:45
Vesturland ex Hvalsnes
1341. Vesturland ex Hvalsnes, í höfn í Keflavík © mynd Emil Páll
1341 hafði smíðanúmer 25 hjá Fiskerstrand Verft A/S í Fiskarstrand Noregi 1973. Skráð í Noregi 18. mars 1991, og hélt nafninu Valur, en eigendur voru í raun íslenskir. Skipið sökk í höfninni Vyborg í Rússlandi 22. okt. 1992.
Nafninu Frendo- var bætt framan við Hvalsnes er það hóf leigusiglingar erlendis á vegum Odd Fjell, Noregi sem rak þá og gerir kannski enn Frendo skipahringinn.
Sem Vesturland var skipiðfyrsta flutningaskipið sem kom til Sandgerðis og það gerðist 28. sept. 1977.
Nöfn: Hvalsnes, Frendo-Hvalsnes, aftur Hvalsnes, Vesturland og Valur.
1341. Vesturland ex Hvalsnes, í Keflavík © mynd Emil Páll
Saga 1479. Álfsnes er svohljóðandi: Smíðanr. 515 hjá Batservice Verft A/S í Mandal í Noregi 1965. Skipið var selt á nauðungaruppboði er það hét Austri til þess norska aðila sem átti það fyrst 6. okt. 1977. Frá því að skipið fékk nafnið Fonntind 1979 er ekkert vitað um það.
Skipið fékk nafnið Frendo-Simby, er það var leigt Frendo skipahringnum eins og var með Hvalsnesið.
Nöfn: Lutro, Bergo, Álfsnes, Frendo-Simby, Austri, Öksöy og Fonntind.
.
23.11.2009 18:54
Þorkell Árnason GK 21 / Ásta GK 262
1231. Þorkell Árnason GK 21, í Dráttarbraut Keflavíkur © mynd Emil Páll
1231. Ásta GK 262, í höfn í Sandgerði © mynd Emil Páll
Smíðanr. 11 hjá Dráttarbrautinni hf. Neskaupstað 1972. Lengdur, stafnlyfting 1991.
Nöfn: Hafaldan SU 155, Þorkell Árnason GK 21, Darri EA 32 og núverandi nafn: Ásta GK 262.
