Færslur: 2009 Nóvember
27.11.2009 13:30
Ex Sæljós ÁR 11 komið í slipp / Grundfirðingur II SH 124
Nú í hádeginu var tekið upp í Njarðvíkurslipp bátur sem lengi hefur legið í Reykjavíkurhöfn og bar síðast nafnið Sæljós ÁR 11. Hvað átti að gera við hann, var mér ekki kunnugt um er báturinn var tekin upp, en veit það nú og mun síðar fjalla um það skemmtilega mál.

467. Grundfirðingur II SH 124 © mynd Snorri Snorrason

467. Sæljós ÁR 11, í Njarðvíkurslipp nú upp úr hádeginu í dag © mynd Emil Páll 27. nóv. 2009
Bátur þessi var smíðaður hjá Sören Larsen & Sönner í Nyköbing Mors í Danmörku 1956 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Hann var endurbyggður 1986. Síðan hófst endurbygging á honum aftur við bryggju í Reykjavík, vegna sölu til Noregs 2008. Úr þeirri sölu varð þó ekki, en unnið var áfram við að gera bátinn að fljótandi sumarbústað og í hádeginu í dag var hann síðan tekinn upp í Njarðvíkurslipp, en ekki var mér kunnugt um hvað gera átti við hann þar, er hann var tekinn upp, en nú veit ég það eftir samtal við eiganda bátsins og mun því verða gerð betri skil síðar.
Nöfn: Grundfirðingur II SH 124, Brimnes BA 800, Látrarröst BA 590, Sverrir Bjarnfinns ÁR 110, Sverrir Bjarnfinns ÁR 11 og núverandi nafn: Sæljós ÁR 11
467. Grundfirðingur II SH 124 © mynd Snorri Snorrason
467. Sæljós ÁR 11, í Njarðvíkurslipp nú upp úr hádeginu í dag © mynd Emil Páll 27. nóv. 2009
Bátur þessi var smíðaður hjá Sören Larsen & Sönner í Nyköbing Mors í Danmörku 1956 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Hann var endurbyggður 1986. Síðan hófst endurbygging á honum aftur við bryggju í Reykjavík, vegna sölu til Noregs 2008. Úr þeirri sölu varð þó ekki, en unnið var áfram við að gera bátinn að fljótandi sumarbústað og í hádeginu í dag var hann síðan tekinn upp í Njarðvíkurslipp, en ekki var mér kunnugt um hvað gera átti við hann þar, er hann var tekinn upp, en nú veit ég það eftir samtal við eiganda bátsins og mun því verða gerð betri skil síðar.
Nöfn: Grundfirðingur II SH 124, Brimnes BA 800, Látrarröst BA 590, Sverrir Bjarnfinns ÁR 110, Sverrir Bjarnfinns ÁR 11 og núverandi nafn: Sæljós ÁR 11
Skrifað af Emil Páli
27.11.2009 09:56
Katrín GK 98 / Anton GK 68 / Prince Albert KE 8
1764. Katrín GK 98. Hér er ný búið að hleypa honum af stokkum í Bátalóni, Hafnarfirði 28. febrúar 1987 © mynd Emil Páll
1764. Katrín GK 98, við bryggju í Sandgerði © mynd Emil Páll
1764. Anton GK 68, á hafnargarðinum í Sandgerði © mynd Emil Páll 2007
1764. Prince Albert KE 8, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll í ágúst 2009
Skrokkurinn var steyptur sem smíðanr. 24 hjá Guðmundi Lárussyni, Skagaströnd 1983-1984. Innréttaður og fullkláraður hjá Bátalóni hf., Hafnarfirði með smíðanúmer 471 frá þeirri stöð. Honum var hleypt af stokkum 28. febrúar 1987 og afhentur 7. mars það ár. Lengdur 1991.
Allt árið 2006 og 2007 stóð báturinn uppi á hafnargarðinum í Sandgerði, þar sem annað slagið var unnið við að gera við stefni hans og setja á hann nýtt perustefni. Á þessum tíma var báturinn afskráður sem fiskiskip og skráður sem skemmtibátur. Þá fór hann á nauðungaruppboð þar sem tveir menn keyptu hann á lítinn pening og gerðu hann upp sjálfir án þess að taka nokkurt lán. Var vélin sem annað rifin niður í smáhluti og gerð upp að nýju. Lauk endurbótum 25. júlí 2009.
Nöfn: Katrín GK 98, Óskasteinn GK 216, Hraunsvík GK 68, Anton GK 68 og núverandi nafn: Prince Albert KE 8.
Skrifað af Emil Páli
27.11.2009 09:36
Seifur KE 22
Við færslu í gær ruglaðist ég á systurskipum og setti mynd af 1423. Seif KE 22 með 1453 og hef nú leiðrétt það og hér kemur myndin af Seif aftur og upplýsingar um þann bát, en upplýsingarnar í gær voru um 1453.

1423. Seifur KE 22, í Dráttarbraut Keflavíkur © mynd Emil Páll
Smíðanr. 3 hjá Básum hf, Hafnarfirði 1975. Afhentur 31. maí 1975. Lá við bryggju á Patreksfirði meðan báturinn var í eigu Byggðastofnunar. Skráður skemmtibátur frá 1975.
Nöfn: Seifur BA 123, Seifur HU 2, Seifur KE 22, Seifur ÞH 265, Þorsteinn HF 107, Þröstur BA 48, Þröstur BA 400, Árni Jóns BA 1, Árni Jóns BA 14, Pétur afi SH 374, ÓM RE 365 og núverandi nafn: Norðurstjarnan RE 365.
1423. Seifur KE 22, í Dráttarbraut Keflavíkur © mynd Emil Páll
Smíðanr. 3 hjá Básum hf, Hafnarfirði 1975. Afhentur 31. maí 1975. Lá við bryggju á Patreksfirði meðan báturinn var í eigu Byggðastofnunar. Skráður skemmtibátur frá 1975.
Nöfn: Seifur BA 123, Seifur HU 2, Seifur KE 22, Seifur ÞH 265, Þorsteinn HF 107, Þröstur BA 48, Þröstur BA 400, Árni Jóns BA 1, Árni Jóns BA 14, Pétur afi SH 374, ÓM RE 365 og núverandi nafn: Norðurstjarnan RE 365.
Skrifað af Emil Páli
27.11.2009 00:00
Morocco: Ýmis skip
Langenes
Langlegudeildin
Lítill bátur
Stórt tankskip
Baco-Liner 1
Veiðiskip úti á rúmsjó © myndir Svafar Gestsson
Skrifað af Emil Páli
26.11.2009 22:25
Á Keflavíkinni
Þessa mynd tók ég fyrir allmörgum árum, þegar eitthvert mót á kjölbátum, eins og skútur þessar eru nefndar, fór fram á Keflavíkinni. Mig minnir að það hafi verið nefnt Landsbankamótið og keppt var fyrri daginn í siglingur frá Reykjavík til Keflavíkur og síðan fór fram sigling einhverja hringi á sjálfri Keflavíkinni og þá hefur þessi mynd trúlega verið tekin © mynd Emil Páll
Skrifað af Emil Páli
26.11.2009 21:05
Sindri RE 410
588. Sindri RE 410 © mynd Emil Páll
Smíðanr. 3 hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. í Njarðvík 1957, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Hljóp af stokkum 3. mars 1957. Talin óviðgerðarhæf 3. apríl 1981, hafði þá staðið uppi í Njarðvíkurslipp frá mars 1975 og brennd þar 4. maí 1982.
Nöfn: Hrönn II Gk 241, Sindri RE 410 og Bjargey KE 126.
Skrifað af Emil Páli
26.11.2009 20:51
Máni GK 36 / Máni GK 257
671. Máni GK 36 © mynd Emil Páll
671. Máni GK 257 © mynd af Heimasíðu Vísis
Smíðaður hjá Faaborg Skips & Badeby, Faaborg, Danmörku 1959. Úreldingastyrkur í des. 1994, en var ekki notaður. Sleginn á nauðungaruppboði 8. des. 2004. Afskráður sem fiskiskip 2006 og hafði þá legið við bryggju í Þorlákshöfn í fjölda ára og lá þar þar til honum var fargað, en hann var bútaður niður i Þorlákshöfn, fyrstu daga maí mánaðar 2007.
Nöfn: Máni GK 36, Máni BA 166, Máni GK 257, Haförn ÁR 115 og aftur Máni GK 36.
Skrifað af Emil Páli
26.11.2009 19:42
Óli Toftum KE 1
58. Óli Toftum KE 1 © mynd Emil Páll
Smíðaður í Korsör, Danmörku 1956, stækkaður 1980. Úreltur 1988. Fargað 3. feb. 1989.
Nöfn: Gunnólfur ÓF 35, Freyfaxi KE 10, Óli Toftum KE 1, Jakob SF 66, Dröfn SI 67 og Júlíus ÁR 111.
Skrifað af Emil Páli
26.11.2009 19:32
Óli Toftum KE 1
715. Óli Toftur KE 1 © myndir Emil Páll um 1980
Smíðaður í Fredrikssund, Danmörku 1933. Endurbyggður 1968 og stækkaður 1970. Úreltur 14. maí 1985. Brenndur á áramótabrennu í Innri-Njarðvík 31. des.1986.
Nöfn. Víðir SU 517, Róbert Dan SU 517, Óskar RE 283, Óskar SU 56, Jakob NK 66, Óli Toftum NK 66, Óli Toftum KE 1, Jón Garðar KE 1 og Guðmundur Ólafsson SH 244.
Skrifað af Emil Páli
26.11.2009 19:17
Hvalsnes KE 121 / Sveinbjörn Jakobsson SH 10
1054. Hvalsnes KE 121 © mynd Emil Páll
1054. Sveinbjörn Jakobsson SH 10 © Marine Traffic
Smíðanr. 19 hjá Þorgeir & Ellert hf., Akranesi 1967, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Úreltur 16. júlí 1992. Endurskráður 1994, sem vinnubátur. Lá þó áfram við bryggju í Reykjavík, þar til í ársbyrjun 1996 að hann var fluttur yfir í Arnarvoginn. Í júlí 1996 var tekin ákvörðun um a ðgera hann upp og var því lokið hjá Ósey hf., Hafnarfirði i maí 1997. Nánast allt var byggt nýtt, nema botninn, auk þess sem skipið var lengt, breikkað og skutur sleginn út.
Sem Hvalsnes KE kom skipið í fyrsta sinn til heimahafnar í Keflavík, aðfaranótt 14. ágúst 1976 og sem Sveinbjörn Jakobsson SH kom það í fyrsta sinn til heimahafnar í Ólafsvík föstudaginn 25. ágúst 2006.
Nöfn: Drífa Re 10, Sturlaugur ÁR 77, Hvalsnes KE 121, Mánatindur SU 95, Drífa Ár 300, Andvari VE 100, Júlíus ÁR 111, Júlíus II ÁR 110, Júlíus, Júlíus ST 5, Sæbjörg ST 7 og núverandi nafn: Sveinbjörn Jakobsson SH 10.
Skrifað af Emil Páli
26.11.2009 16:07
Jón Björn NK
1453. Jón Björn NK í þoku á Neskaupstað © mynd Grétar Sigfinnsson
1453. Jón Björn NK © mynd Jón Páll
Smíðanr. 4 hjá Básum hf., Hafnarfirði 1976. Afhentur 23. apríl 1976. Afskráður 22. mars 2004, fer á sjóminjasafn.
Slitnaði upp 10. feb. 1989 í höfninni á Bakkafirði og rak upp í garðinn og sökk. Náð upp aftur.
Nöfn: Aldan RE 327, Þerna NS 123, Sigurvin GK 51, Seifur NS 123, NS 923, Kambavík SU 24, Haförn HU 4, Harpa GK 111 og Jón Björn NK 111.
Samkvæmt ábendingu hér að neðan, ruglaðist ég á systurskipum og því kemur sér færsla um 1423. Seif KE 22.
Skrifað af Emil Páli
26.11.2009 11:57
Fjölnir GK 157 / Carmona M-3-SM
1759. Fjölnir GK 157 © mynd af Heimasíðu Vísis
Carmona M-3-SM © mynd af Ship Photos, Aage Schjölberg í feb. 2009
Smíðanr. 159 hjá Johs Kristensen Skipsbyggeri Aps, Hvide Sande, Danmörku 1982. Kom til Hafnar 28. janúar 1987. Seldur til Svíþjóðar 19. maí 1994 og þaðan til Noregs 1997.
Nöfn: Lasiry RI 320, Garðey SF 22, Fjölnir GK 157, Carmona GG 330, Carmona M-333-Sm og núverandi nafn: Carmona M-3-SM
Skrifað af Emil Páli
26.11.2009 09:03
Varðskipin Albert og Þór, auk flotkrana Reykjavíkurhafnar
Frá Reykjavíkurhöfn fyrir einhverjum áratugum. Sýnist mér að þarna séu varðskipin Albert og Þór, auk Flotkrana Reykjavíkurhafnar, sem þá var © mynd Emil Páll
Skrifað af Emil Páli
26.11.2009 08:36
Gæfa VE keypt til Hafnarfjarðar
Nýtt útgerðarfélag Stormur Seafood ehf., í Hafnarfirði keypti Gæfu VE 11 nú á haustdögum. Með í kaupunum fylgdu allar aflaheimildir um 130 þorskígildistonn. En samkvæmt Fiskifréttum verða einhverjar viðbótarheimldir keyptar.

1178. Gæfa VE 11, hét áður Víðir Trausti EA 517 © mynd Þorgeir Baldursson
Hér er á ferðinni 61 tonna bátur, smíðaður á Seyðisfirði 1971 og lengdur 1988.
1178. Gæfa VE 11, hét áður Víðir Trausti EA 517 © mynd Þorgeir Baldursson
Hér er á ferðinni 61 tonna bátur, smíðaður á Seyðisfirði 1971 og lengdur 1988.
Skrifað af Emil Páli
26.11.2009 00:00
Plastbátar, frá Snæfellsnesi og Suðurnesjum
2540. Lilja SH 16, í höfn á Arnarstapa í ágúst 2009
2555. Sædís SH 138, í Ólafsvíkurhöfn í ágúst 2009
2680. Sæhamar SH 223, í höfn á Rifi í ágúst 2009
2657. Særif SH 25, í höfn á Rifi í ágúst 2009
2782. Særún SH 86, í Ólafsvíkurhöfn í ágúst 2009
Vísir og Signý, í Grófinni, Keflavík í júlí 2009
6330. Þorleifur SH 120, í Grundarfjarðarhöfn í ágúst 2009
7501. Þórdís SH 59, í Ólafsvíkurhöfn í ágúst 2009
6794. Æsa GK 115, í Grófinni Keflavík í júlí 2009 © myndir Emil Páll
Skrifað af Emil Páli
